Tíska og hönnun

Swatch

Swatch, eitt fyrirtækja hinna heimsþekktu svissnesku úraframleiðenda, var stofnað upp úr 1980 eftir töluverða lægð á swissneskum úramarkaði.

Fljótlega sölsaði fyrirtækið undir sig markaðinn og er móðurfyrirtækið Swatch Group eitt það kraftmesta í úrabransanum í dag.

Swatch Group er með fjöldamörg þekkt svissnesk vörumerki á sínum snærum, eins og Omega, Brequet, Balmain, Tissot og fleiri.

Það er ekki bara framleiðsla úra sem Swatch Group fæst við heldur hafa þeir þeir líka séð um tímavörslu á Ólympíuleikunum og munu gera áfram.

Swatch leggur sig fram við að vera framúrstefnulegt í hönnun á úrunum sínum og nýjar línur eru reglulega kynntar.

Úrin eru þekkt fyrir að vera sportleg og litrík hversdagsúr, en einnig er framleidd "elegant" lína og barnalína.

Nokkur ár er síðan Swatch fór að framleiða skartgripi úr nýstárlegu efni eins og nyloni, silíkoni og burstuðu stáli.

Skartið er nútímalegt, stílhreint og flott viðbót við Swatch-línuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×