Dansa berfætt úti í garði 14. júní 2004 00:01 "Það er eitthvað við það þegar fólk kemur saman til að dansa og syngja allan daginn," segir leikarinn Björn Thors glaðbeittur þegar blaðamaður fær hann til að stíga út úr blómastemningunni í Austurbæ. Þar standa nú yfir æfingar á söngleiknum Hárinu þar sem Björn bregður sér í hlutverk eðaltöffarans Bergers. "Við vorum nokkrir listamenn sem vildum skapa okkar eigið tækifæri og vinna við eitthvað skemmtilegt í sumar," segir Björn en auk þess að leika í Hárinu er hann jafnframt einn af framleiðendum sýningarinnar. "Hárið er fantasöngleikur og í allri umræðunni um stríðið í heiminum og frelsi einstaklingsins töldum við að nú væri rétti tíminn til að setja verkið upp. Þetta er mikið sumarverk og við höfum tekið nokkrar æfingar úti í góða veðrinu í garðinum á bak við Austurbæ. Þar höfum við verið að hoppa um berfætt í fimleikaæfingum og hitinn og svitinn hjálpar okkur til að komast í rétta stemningu." Björn útskrifaðist sem leikari fyrir ári síðan og hefur starfað í Þjóðleikhúsinu í vetur. Leikferillinn byrjar vel því Björn er tilnefndur til Grímuverðlaunanna í ár. "Þau Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson hafa leitt mig í gegnum þetta í rólegheitunum og sagt mér ýmsar skemmtilegar sögur úr leikhúsinu," segir Björn, sem er tilnefndur fyrir aukahlutverk í Græna landinu eftir Ólaf Hauk Símonarson. "Ég hef verið að leika síðan ég var unglingur en í Græna landinu fannst mér ég allt í einu skynja hversu mikil áhrif leikhúsið getur haft út fyrir sviðið. Sýningin er gefandi en líka svolítið erfið og þarna upplifði ég til dæmis í fyrsta skipti að eiga langt í land með að koma mér út úr verkinu þegar framkallið er búið." Aðeins tvær sýningar eru eftir á Græna landinu í Þjóðleikhúsinu. Þeir sem eru spenntir að fylgjast með Birni Thors í framtíðinni ættu ekki að láta Hárið fram hjá sér fara í sumar en söngleikurinn sívinsæli verður frumsýndur þann 9. júlí í Austurbæ. Miðasalan hefst á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní, á mbl.is. Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
"Það er eitthvað við það þegar fólk kemur saman til að dansa og syngja allan daginn," segir leikarinn Björn Thors glaðbeittur þegar blaðamaður fær hann til að stíga út úr blómastemningunni í Austurbæ. Þar standa nú yfir æfingar á söngleiknum Hárinu þar sem Björn bregður sér í hlutverk eðaltöffarans Bergers. "Við vorum nokkrir listamenn sem vildum skapa okkar eigið tækifæri og vinna við eitthvað skemmtilegt í sumar," segir Björn en auk þess að leika í Hárinu er hann jafnframt einn af framleiðendum sýningarinnar. "Hárið er fantasöngleikur og í allri umræðunni um stríðið í heiminum og frelsi einstaklingsins töldum við að nú væri rétti tíminn til að setja verkið upp. Þetta er mikið sumarverk og við höfum tekið nokkrar æfingar úti í góða veðrinu í garðinum á bak við Austurbæ. Þar höfum við verið að hoppa um berfætt í fimleikaæfingum og hitinn og svitinn hjálpar okkur til að komast í rétta stemningu." Björn útskrifaðist sem leikari fyrir ári síðan og hefur starfað í Þjóðleikhúsinu í vetur. Leikferillinn byrjar vel því Björn er tilnefndur til Grímuverðlaunanna í ár. "Þau Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson hafa leitt mig í gegnum þetta í rólegheitunum og sagt mér ýmsar skemmtilegar sögur úr leikhúsinu," segir Björn, sem er tilnefndur fyrir aukahlutverk í Græna landinu eftir Ólaf Hauk Símonarson. "Ég hef verið að leika síðan ég var unglingur en í Græna landinu fannst mér ég allt í einu skynja hversu mikil áhrif leikhúsið getur haft út fyrir sviðið. Sýningin er gefandi en líka svolítið erfið og þarna upplifði ég til dæmis í fyrsta skipti að eiga langt í land með að koma mér út úr verkinu þegar framkallið er búið." Aðeins tvær sýningar eru eftir á Græna landinu í Þjóðleikhúsinu. Þeir sem eru spenntir að fylgjast með Birni Thors í framtíðinni ættu ekki að láta Hárið fram hjá sér fara í sumar en söngleikurinn sívinsæli verður frumsýndur þann 9. júlí í Austurbæ. Miðasalan hefst á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní, á mbl.is.
Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira