Viðskipti innlent

Sigyn til Empower

Sigyn Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hugbúnaðarþróunar hjá Empower þar sem hún mun leiða þróun jafnréttishugbúnaðarins Empower Now.

Viðskipti innlent

Unnendur pönnupizzu þurfi ekki að örvænta

Ekki hefur verið hægt að panta pönnupizzur á veitingastöðum Domino‘s frá því á miðvikudag vegna vöruskorts hjá birgja fyrirtækisins. Tafir hjá erlendum dreifingaraðila hafa gert það að verkum að jurtafituflögur sem þarf í deigið hefur ekki borist til landsins.

Viðskipti innlent

Stærsta stund ferilsins í dag

Alvotech, líftæknifyrirtæki Róberts Wessmann, verður skráð á markað í Bandaríkjunum í dag. Fyrirtækið verður það fyrsta íslenska sem skráð er á markað í Bandaríkjunum og á Íslandi - og þá er þetta í fyrsta sinn í rúm tuttugu ár sem íslenskt fyrirtæki er skráð í bandarísku kauphöllina.

Viðskipti innlent

ÁTVR setur bindindisfólk út í kuldann

Vínbúðin hefur hætt sölu á óáfengu víni og hyggst ekki bjóða upp á neina áfengislausa kosti í náinni framtíð. Aðstoðarforstjóri ÁTVR segir það ekki hlutverk þess að vera í samkeppni við matvöruverslanir um sölu á þessum tegundum drykkja.

Viðskipti innlent

Spá 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta

Bæði hagfræðideild Landsbankans og Greining Íslandsbanka spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentustig í næstu viku. Gangi spárnar eftir fara meginvextir bankans úr 3,75 í 4,5 prósent.

Viðskipti innlent

Óttast endurkomu verðtryggðra lána

Fyrstu kaupendur munu þurfa að leggja út 15 prósent af kaupverði fasteignar í stað 10 prósent, samkvæmt tilmælum Seðlabanka Íslands sem kynnt voru í morgun. Bankinn hefur áhyggjur af óhóflegri skuldsetningu en með aðgerðunum vill seðlabankastjóri fyrst og fremst hemja endurkomu verðtryggingarinnar.

Viðskipti innlent

Lækka há­­marks­hlut­fall fast­­eigna­lána fyrir fyrstu kaup­endur

Gæta þarf þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni og óhóflegur vöxtur útlána sem gæti veikt viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Verði bakslag í alþjóðlegum efnahagsbata gæti það haft áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Bankinn hefur ákveðið að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent.

Viðskipti innlent

Leigu­verð sem hlut­fall af launum ekki mælst lægra síðan 2013

Umsvif á fasteignamarkaði halda áfram að dragast saman og framboð af íbúðum til sölu er farið að aukast á nýjan leik eftir verulegan samdrátt allt frá því í maí 2020. Hátt hlutfall íbúða sem seldist á yfirverði í apríl og stuttur sölutími er hins vegar vísbending um að eftirspurnarþrýstingur hafi þó enn verið mikill í mánuðinum.

Viðskipti innlent