Viðskipti erlent

Írskur banki fær enn meiri hjálp frá ríkinu

Írska ríkisstjórnin ætlar að leggja hinum þjóðnýtta banka, Anglo Irish Bank, 8,3 milljarða evra til viðbótar við fyrri fjáraustur. Frá þessu var skýrt í dag og við það tækifæri sagði írski fjármálaráðherrann, Brian Lenihan að um skásta kostinn væri að ræða. Tveir aðrir bankar í landinu, Allied Irish Banks og Bank of Ireland ætla að reyna að laða til sín fjárfesta úr einkageiranum en ráðherrann segir ljóst að Anglo Irish verði að fá hjálp frá ríkissjóði.

Viðskipti erlent

Íslensku flugfélögin nýta sér eldgosið

Íslensku flugfélögin eru þegar byrjuð að nýta sér eldgosið á Íslandi í markaðssetningu sinni. Vefurinn epn.dk segir að flugfélögin bjóði einstaka ferðaupplifun á stað þar sem 500 manns þurftu að flýja heimili sín fyrir einungis fáeinum dögum síðan.

Viðskipti erlent

Starfmenn Rio Tinto dæmdir í Kína

Kínverskur dómstóll hefur dæmt fjóra starfsmenn námarisans Rio Tinto í sjö til fjórtán ára fangelsisvistar fyrir mútur og iðnaðarnjósnir. Þrír hinna dæmdu eru kínverskir borgarar en sá fjórði er Ástrali. Sá fékk sjö ára fangelsisdóm fyrir mútur og fimm ár fyrir að stela viðskiptaleyndarmálum. Hann mun þó aðeins þurfa að afplána tíu ár þar sem hann viðurkenndi sekt sína.

Viðskipti erlent

Höfuðborg tölvuglæpa fundin

Tölvurannsóknarfyrirtækið Symantech hefur fundið út að uppruni 30 prósent vírus-pósta sem eru sendir út um allan heim, og gerir tölvueigendum lífið óendanlega leitt, er sendur frá Kína.

Viðskipti erlent

Kínverjar kaupa Volvo

Volvo verksmiðjurnar verða seldar kínverska framleiðandanum Geely Holding. Skrifað var undir samning þess efnis í dag, eftir því sem fram kemur í sænskum og kínverskum fjölmiðlum.

Viðskipti erlent

Um 1.500 viðskiptavinir vildu verða andlit Iceland

Um 1.500 viðskiptavinir Iceland lágvörukeðjunnar vildu verða andlit hennar út á við í nýrri auglýsingaherferð sem hefst síðar í ár. Búið er að velja 56 manns úr þessum hóp og í dag verður lokahópurinn valinn, að því er segir í frétt í Daily Star.

Viðskipti erlent

Bono óheppinn með fjárfestingar sínar

Allar líkur eru á að Bono, söngvari U2, muni tapi gífurlegum upphæðum á fjárfestingum sínum undanfarin ár. Í aðra hönd hagnaðist Bono vel á tónlist sinni en í hina tapaði hann þessum fjármunum jafnóðum á fjárfestingum sínum.

Viðskipti erlent

Stærsta bankahneyksli í sögu Danmerkur afhjúpað

Fjármálaeftirlit Danmerkur hefur kært tvo af bönkum landsins til lögreglunnar fyrir markaðsmisnotkun af stærðargráðunni 300 milljónir danskra kr. eða tæpa 7 milljarða kr. Í frétt um málið í Jyllands Posten er þetta sagt vera stærsta bankahneyksli í sögu landsins.

Viðskipti erlent

Nestlé í vandræðalegum slagsmálum á Facebook

Matvælarisinn Nestlé hefur hafnaði í vandræðalegum slagsmálum á Facebook eftir að Greenpeace ásakaði fyrirtækið fyrir að nota ósjálfbæra indónesíska pálmaolíu í afurðir sínar. Ásakanir Greenpeace voru aðeins upphafið að hamförum Nestlé í almannatengslum.

Viðskipti erlent

SFO íhugar rannsókn á viðskiptaháttum Rio Tinto

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office (SFO), íhugar nú að hefja rannsókn á viðskiptaháttum Rio Tinto. Kemur þetta í framhaldi af því að fjórir starfsmenn Rio Tinto í Kína hafa viðurkennt að hafa þegið mútur. Kínversk stjórnvöld eru stærsti viðskiptavinur Rio Tinto sem m.a. rekur álverið í Straumsvík.

Viðskipti erlent

Evran áfram undir grískum áhrifum

Evran heldur áfram að gefa eftir og er það Grikklandskrísan eftir sem áður sem ræður mestu þar um. Evran kostar þegar þetta er ritað (11:00) 1.351 dal. Evran hefur nú lækkað um 1,9% á síðustu fjórum viðskiptadögum.

Viðskipti erlent

Alcoa prófar nýja tækni til að virkja sólarorku

Alcoa, móðurfélag Fjarðaráls, og rannsóknamiðstöð orkumálaráðuneytis Bandaríkjanna um endurnýjanlega orkugjafa vinna nú að prófunum á nýrri tækni til að virkja sólarorku. Markmiðið er að lækka kostnað við gerð og rekstur sólarspegla til raforkuframleiðslu og gera þá samkeppnishæfa við aðrar leiðir til orkuframleiðslu.

Viðskipti erlent

Google gefur kínverskum stjórnvöldum fingurinn

Leitarvélin Google hefur ákveðið að hundsa reglur kínverskra stjórnvalda um ritskoðun. Hefur netumferð Kínverja um Google nú verið flutt yfir á netþjónabú í Hong Kong en reglurnar um ritskoðunina ná ekki þangað. Þetta hefur vakið hörð viðbrögð kínverskra stjórnvalda sem að öllum líkindum munu henda Google alfarið út úr landinu.

Viðskipti erlent

Royal Greenland kaupir verksmiðju af Icelandic Seafood

Grænlenski útgerðar og fiskvinnslurisinn Royal Greenland (RG) hefur fest kaup á kavíarverksmiðjunni Westfalia-Strentz Gmbh í Cuxhaven af Icelandic Seafood. RG hefur séð verksmiðjunni fyrir grásleppuhrognum í fjölda ára en mun nú sjálft annast allan ferilinn frá veiðum til vinnslu og sölu kavíars að því er segir á vefsíðu RG.

Viðskipti erlent