Viðskipti erlent Sex bankar á Wall Street í sigti saksóknara Sex stórir bankar á Wall Street eru nú í sigti saksóknara í New York sem fyrirskipað hefur víðtæka glæparannsókn gegn þeim. Þetta hefur Reuters eftir heimildarmönnum. Viðskipti erlent 14.5.2010 09:01 Reyndi fjársvik í Landsbankanum, dæmdur í fangelsi Breski viðskiptamaðurinn og fjársvikarinn Peter Guestyn var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í dag fyrir dómi í London. Meðal ákæruliða gegn honum var tilraun til að svíkja 70 milljónir dollara, eða rúmlega 9 milljarða kr. í Landsbankanum árið 2005. Viðskipti erlent 12.5.2010 15:14 Jóni Ásgeiri stefnt fyrir dómstól í New York Skilanefnd Glitnis hefur stefnt sjö aðaleigendum og stjórnendum bankans fyrir dómstól í New York vegna 2 milljarða dala kröfu. Upphæðin nemur um 260 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi bandaríkjadals í dag. Viðskipti erlent 11.5.2010 22:20 Óróinn á mörkuðum veldur metverði á gulli Heimsmarkaðsverð á gulli fór í 1.218,5 dollara únsan í New York núna eftir hádegið og hefur verðið aldrei verið hærri í sögunni. Það er óróinn sem nú ríkir á mörkuðum vegna skuldavanda Evrópuríkja sem veldur þessari miklu hækkun á gullinu. Viðskipti erlent 11.5.2010 13:58 Yfir 60 milljarða viðsnúningur hjá Lego í Danmörku Kirkbi A/S móðurfélag leikfangarisans Lego í Danmörku skilaði hagnaði upp á 2,4 milljarða danskra kr. á síðasta ári. Árið áður nam tapið af rekstrinum 550 miljónum danskra kr. og er þetta því viðsnúningur upp á tæplega 3 milljarða danskra kr. eða um 64 milljarða kr. á mili áranna. Viðskipti erlent 11.5.2010 13:23 Grikkland biður um fyrsta hlutann af lánapakkanum Gríska ríkisstjórnin mun í dag fara formlega fram á að fá greiddan fyrsta hlutann, eða 20 milljarða evra, af lánapakka ESB/AGS upp á 110 milljarða evra sem veita á landinu. Þetta er haft eftir heimildarmanni í gríska fjármálaráðuneytinu í frétt á fréttastofunni ritzau um málið. Viðskipti erlent 11.5.2010 11:21 Hagnaður Carlsberg langt umfram væntingar Carlsberg, stærsta brugghús Danmerkur, skilaði hagnaði upp á 471 milljón danskra kr. eða rúmlega 10 milljörðum kr. eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi árs. Þessi hagnaður er langt umfram væntingar sérfræðinga sem töldu að tap upp á 54 milljónir danskra kr. yrði á rekstrinum. Viðskipti erlent 11.5.2010 08:36 Bandaríski markaðurinn í uppsveiflu Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn hóf daginn með töluverði uppsveiflu og fylgir þar með í fótspor Evrópu í morgun og Asíu í nótt. Ástæðan er risavaxinn neyðarsjóður upp á 759 milljarða evra sem ESB samþykkti í nótt. Viðskipti erlent 10.5.2010 14:31 Seðlabankar Evrópu virkja „kjarnorkubombulausnina" Seðlabankar á evrusvæðinu í Evrópu hafa ekki verið að eyða neinum tíma í hangs og kaupa nú í risaskömmtum ríkisskuldabréf Grikklands, Spánar og Portúgals. Þetta er það sem sérfræðingar hafa kallað „kjarnorkubombulausnina" það er síðasta tilraunin til að koma í veg fyrir að gríska kreppan smitist yfir í önnur evrulönd. Viðskipti erlent 10.5.2010 13:14 Silvio Berlusconi segist hafa bjargað evrunni Ef Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu hefði ekki notið við væri neyðarsjóður ESB enn ekki orðin staðreynd og markaðir áfram í uppnámi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ítalska forsætisráðuneytinu í dag. Viðskipti erlent 10.5.2010 12:11 Eyjafjallajökull: Flugfarþegum fækkaði um 23% í Bretlandi Félagið BAA, sem rekur tvo af stærstu flugvöllum Bretlands, Heathrow og Stansted, segir að flugfarþegum um þessa velli hefði fækkað um tæp 23% í apríl miðað við sama mánuði í fyrra. Ástæðan er askan frá gosinu í Eyjafjallajökli. Viðskipti erlent 10.5.2010 10:35 Hrun Grikklands blásið af, vextir lækka um 13 prósentustig Skuldabréfamarkaðir Evrópu eru á leið í eðlilegt ástand eftir að tilkynnt var um 750 milljarða evra neyðarsjóð ESB. Vextir á grískum ríkisskuldabréfum til tveggja ára hafa lækkað í morgun um 13 prósentustig og eru komnir í 4,98%. Viðskipti erlent 10.5.2010 09:30 Sjaldan ódýrara að gista á hótelum í Kaupmannahöfn Það hefur sjaldan verið ódýrara að gista á hótelum í Kaupmannahöfn. Verðið á gistingunni lækkaði verulega í fyrra og sú þróun hefur haldið áfram það sem af er þessu ári. Viðskipti erlent 10.5.2010 08:26 Risavaxinn neyðarsjóður ESB hleypir lífi í markaði Risavaxinn neyðarsjóður sem yfirstjórn ESB samþykkti í nótt hefur hleypt miklu lífi í markaðina í Evrópu í morgun. Vísitölur þeirra hafa hækkað á bilinu 3,5 til 5% í fyrstu viðskiptum. Viðskipti erlent 10.5.2010 07:52 Ekkert bendir til að árás hafi verið gerð á markaðinn Engar sannanir eru fyrir því að tölvuþrjótar séu ábyrgir fyrir hinu gríðarlega falli sem varð á bandaríska hlutabréfamarkaðinum á fimmtudaginn var. Viðskipti erlent 9.5.2010 15:00 Sony íhugar yfirtöku á EMI Sony Music er nú að íhuga að gera tilboð í hinn fornfræga breska tónlistarrisa EMI. Forstjóri Sony Music, Þjóðverjinn Rolf Scmhidt-Holz segir í samtali við þýska miðla að fyrirtækið sé í kjöraðstöðu þessi misserin til þess að grípa þau tækifæri sem gefist á markaði í dag. Þar á meðal er yfirtaka á EMI. Viðskipti erlent 9.5.2010 13:52 Harvardprófessor: Ragnarrök innan tveggja vikna Harvardprófessorinn Niall Ferguson segir að efnahagsleg ragnarrök séu framundan og það jafnvel innan tveggja vikna. Þetta kemur fram í viðtali við prófessorinn í Dagens Næringsliv. Viðskipti erlent 9.5.2010 07:34 Al Fayed selur Harrods Milljarðamæringurinn Mohammed Al Fayed hefur selt Harrods verslunina í London og hyggst setjast í helgan stein. Það ætti að vera honum auðvelt því kaupverðið er einn og hálfur milljarður punda. Harrods er ein sögufrægasta verslun heims og nýju eigendurnir eru konungsfjölskyldan í Quatar. Viðskipti erlent 8.5.2010 14:54 Skyndilegt verðfall verður kannað Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í gær að fjármálaeftirlit landsins reyni nú að komast til botns í því hvað olli skyndilegu verðfalli á verðbréfamörkuðum á fimmtudaginn. Viðskipti erlent 8.5.2010 09:15 Bandarískur sjóður tekur þrjá banka yfir FDCI, Tryggingasjóður innstæðueigenda í Bandaríkjunum, tók um síðustu helgi yfir þrjá banka í Púertó Ríkó. Sjóðurinn hefur tekið yfir 64 banka frá upphafi kreppunnar. Viðskipti erlent 8.5.2010 07:00 Hlutabréfamarkaðir í mikilli niðursveiflu í dag Hlutbréfamarkaðir í kauphöllum Evrópu voru í mikilli niðursveiflu í dag. Hið sama má segja um markaðina í New York sem opna í mínus núna síðdegis. Viðskipti erlent 7.5.2010 15:11 Hætta á danskri bjórkreppu um helgina Starfsmenn í stærstu brigðastöð Carlsberg bruggverksmiðjanna í Danmörku er í verkfalli að nýju eftir tvo daga að störfum. Sökum þess er hætta á að bjórþyrstir Danir í hluta af landinu fái ekki uppáhalds sopann sinn um helgina. Viðskipti erlent 7.5.2010 14:49 Dýrasti bíll í heimi kostar 5,5 milljónir á kílóið Dýrasti bíll í heimi kostar 5,5 milljónir kr. á hvert kíló. Um er að ræða Bugatti 57SC Atlantic sem fyrst kom á götuna fyrir 74 árum síðan. Hann var nýlega seldur fyrir hátt í 40 milljónir dollara eða um 5 milljarða kr. Viðskipti erlent 7.5.2010 14:28 ECB heldur neyðarfund með evrópskum stórbönkum í dag Evrópski seðlabankinn (ECB) hefur boðað bankastjóra frá evrópskum stórbönkum til neyðarfundar síðdegis í dag. Þetta kemur fram í frétt á Reuters þar sem segir að stjórn ECB vilji fá mat bankastjórann á þeirri örvæntingu sem virðist hafa gripið um sig á helstu mörkuðum heimsins. Viðskipti erlent 7.5.2010 10:39 Grísk kreppa kostar danska bankaeigendur 700 milljarða Gengistap hluthafar í stærstu bönkum Danmerkur vegna grísku kreppunnar nemur 32 milljörðum danskra kr. eða ríflega 700 milljörðum kr. í þessari viku. Raunar hafa hluthafar í bönkum um alla Evrópu mátt þola mikið gengistap í vikunni vegna stöðunnar í Grikklandi. Viðskipti erlent 7.5.2010 09:52 Pundið hríðfellur, gengi þess undir 190 krónum Breska pundið hefur hríðfallið í morgun og er gengi þess komið rétt undir 190 kr. Við þessu var búist sem afleiðingum af því að stóru flokkarnir tveir á breska þinginu náðu hvorgur meirihluta þar í kosningunum í gær. Viðskipti erlent 7.5.2010 09:20 Kaupþing selur leifarnar af veldi Robert Tchenquiz Skilanefnd Kaupþings í samvinnu við þýska bankann Commerzbank hefur sett félagið Bay Restaurant Group til sölu en félagið er um það bil síðasta eign fyrrum auðmannsins Robert Tchenquiz í Bretlandi. Viðskipti erlent 7.5.2010 08:59 Glazer hafnaði 290 milljarða tilboði í Manchester United Glazer fjölskyldan hefur hafnað 1,5 milljarða punda eða 290 milljarða kr. tilboði í enska úrvalsdeildarliðið Manchester United. Það var hópur fjárfesta frá Mið-Austurlöndum sem lagði tilboðið fram. Viðskipti erlent 7.5.2010 08:22 Hlutabréfavisitölur hafa hrunið vegna Grikklands Helstu hlutabréfavísitölur í heiminum hafa fallið undanfarinn sólarhring. Ástæðan er rakin til þess að fjárfestar hafa áhyggjur af því að skuldastaða Grikklands muni hafa skelfilegar afleiðingar fyrir alþjóðahagkerfið. Viðskipti erlent 7.5.2010 08:00 Örvænting í New York, Dow Jones í 1000 stiga dýfu Mikil örvænting greip um sig i kauphöllinni í New York í dag þegar Dow Jones vísitalan tók allt í einu 1010 stiga dýfu rúmlega klukkutíma fyrir lokun markaðarins. Viðskipti erlent 6.5.2010 20:47 « ‹ 263 264 265 266 267 268 269 270 271 … 334 ›
Sex bankar á Wall Street í sigti saksóknara Sex stórir bankar á Wall Street eru nú í sigti saksóknara í New York sem fyrirskipað hefur víðtæka glæparannsókn gegn þeim. Þetta hefur Reuters eftir heimildarmönnum. Viðskipti erlent 14.5.2010 09:01
Reyndi fjársvik í Landsbankanum, dæmdur í fangelsi Breski viðskiptamaðurinn og fjársvikarinn Peter Guestyn var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í dag fyrir dómi í London. Meðal ákæruliða gegn honum var tilraun til að svíkja 70 milljónir dollara, eða rúmlega 9 milljarða kr. í Landsbankanum árið 2005. Viðskipti erlent 12.5.2010 15:14
Jóni Ásgeiri stefnt fyrir dómstól í New York Skilanefnd Glitnis hefur stefnt sjö aðaleigendum og stjórnendum bankans fyrir dómstól í New York vegna 2 milljarða dala kröfu. Upphæðin nemur um 260 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi bandaríkjadals í dag. Viðskipti erlent 11.5.2010 22:20
Óróinn á mörkuðum veldur metverði á gulli Heimsmarkaðsverð á gulli fór í 1.218,5 dollara únsan í New York núna eftir hádegið og hefur verðið aldrei verið hærri í sögunni. Það er óróinn sem nú ríkir á mörkuðum vegna skuldavanda Evrópuríkja sem veldur þessari miklu hækkun á gullinu. Viðskipti erlent 11.5.2010 13:58
Yfir 60 milljarða viðsnúningur hjá Lego í Danmörku Kirkbi A/S móðurfélag leikfangarisans Lego í Danmörku skilaði hagnaði upp á 2,4 milljarða danskra kr. á síðasta ári. Árið áður nam tapið af rekstrinum 550 miljónum danskra kr. og er þetta því viðsnúningur upp á tæplega 3 milljarða danskra kr. eða um 64 milljarða kr. á mili áranna. Viðskipti erlent 11.5.2010 13:23
Grikkland biður um fyrsta hlutann af lánapakkanum Gríska ríkisstjórnin mun í dag fara formlega fram á að fá greiddan fyrsta hlutann, eða 20 milljarða evra, af lánapakka ESB/AGS upp á 110 milljarða evra sem veita á landinu. Þetta er haft eftir heimildarmanni í gríska fjármálaráðuneytinu í frétt á fréttastofunni ritzau um málið. Viðskipti erlent 11.5.2010 11:21
Hagnaður Carlsberg langt umfram væntingar Carlsberg, stærsta brugghús Danmerkur, skilaði hagnaði upp á 471 milljón danskra kr. eða rúmlega 10 milljörðum kr. eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi árs. Þessi hagnaður er langt umfram væntingar sérfræðinga sem töldu að tap upp á 54 milljónir danskra kr. yrði á rekstrinum. Viðskipti erlent 11.5.2010 08:36
Bandaríski markaðurinn í uppsveiflu Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn hóf daginn með töluverði uppsveiflu og fylgir þar með í fótspor Evrópu í morgun og Asíu í nótt. Ástæðan er risavaxinn neyðarsjóður upp á 759 milljarða evra sem ESB samþykkti í nótt. Viðskipti erlent 10.5.2010 14:31
Seðlabankar Evrópu virkja „kjarnorkubombulausnina" Seðlabankar á evrusvæðinu í Evrópu hafa ekki verið að eyða neinum tíma í hangs og kaupa nú í risaskömmtum ríkisskuldabréf Grikklands, Spánar og Portúgals. Þetta er það sem sérfræðingar hafa kallað „kjarnorkubombulausnina" það er síðasta tilraunin til að koma í veg fyrir að gríska kreppan smitist yfir í önnur evrulönd. Viðskipti erlent 10.5.2010 13:14
Silvio Berlusconi segist hafa bjargað evrunni Ef Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu hefði ekki notið við væri neyðarsjóður ESB enn ekki orðin staðreynd og markaðir áfram í uppnámi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ítalska forsætisráðuneytinu í dag. Viðskipti erlent 10.5.2010 12:11
Eyjafjallajökull: Flugfarþegum fækkaði um 23% í Bretlandi Félagið BAA, sem rekur tvo af stærstu flugvöllum Bretlands, Heathrow og Stansted, segir að flugfarþegum um þessa velli hefði fækkað um tæp 23% í apríl miðað við sama mánuði í fyrra. Ástæðan er askan frá gosinu í Eyjafjallajökli. Viðskipti erlent 10.5.2010 10:35
Hrun Grikklands blásið af, vextir lækka um 13 prósentustig Skuldabréfamarkaðir Evrópu eru á leið í eðlilegt ástand eftir að tilkynnt var um 750 milljarða evra neyðarsjóð ESB. Vextir á grískum ríkisskuldabréfum til tveggja ára hafa lækkað í morgun um 13 prósentustig og eru komnir í 4,98%. Viðskipti erlent 10.5.2010 09:30
Sjaldan ódýrara að gista á hótelum í Kaupmannahöfn Það hefur sjaldan verið ódýrara að gista á hótelum í Kaupmannahöfn. Verðið á gistingunni lækkaði verulega í fyrra og sú þróun hefur haldið áfram það sem af er þessu ári. Viðskipti erlent 10.5.2010 08:26
Risavaxinn neyðarsjóður ESB hleypir lífi í markaði Risavaxinn neyðarsjóður sem yfirstjórn ESB samþykkti í nótt hefur hleypt miklu lífi í markaðina í Evrópu í morgun. Vísitölur þeirra hafa hækkað á bilinu 3,5 til 5% í fyrstu viðskiptum. Viðskipti erlent 10.5.2010 07:52
Ekkert bendir til að árás hafi verið gerð á markaðinn Engar sannanir eru fyrir því að tölvuþrjótar séu ábyrgir fyrir hinu gríðarlega falli sem varð á bandaríska hlutabréfamarkaðinum á fimmtudaginn var. Viðskipti erlent 9.5.2010 15:00
Sony íhugar yfirtöku á EMI Sony Music er nú að íhuga að gera tilboð í hinn fornfræga breska tónlistarrisa EMI. Forstjóri Sony Music, Þjóðverjinn Rolf Scmhidt-Holz segir í samtali við þýska miðla að fyrirtækið sé í kjöraðstöðu þessi misserin til þess að grípa þau tækifæri sem gefist á markaði í dag. Þar á meðal er yfirtaka á EMI. Viðskipti erlent 9.5.2010 13:52
Harvardprófessor: Ragnarrök innan tveggja vikna Harvardprófessorinn Niall Ferguson segir að efnahagsleg ragnarrök séu framundan og það jafnvel innan tveggja vikna. Þetta kemur fram í viðtali við prófessorinn í Dagens Næringsliv. Viðskipti erlent 9.5.2010 07:34
Al Fayed selur Harrods Milljarðamæringurinn Mohammed Al Fayed hefur selt Harrods verslunina í London og hyggst setjast í helgan stein. Það ætti að vera honum auðvelt því kaupverðið er einn og hálfur milljarður punda. Harrods er ein sögufrægasta verslun heims og nýju eigendurnir eru konungsfjölskyldan í Quatar. Viðskipti erlent 8.5.2010 14:54
Skyndilegt verðfall verður kannað Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í gær að fjármálaeftirlit landsins reyni nú að komast til botns í því hvað olli skyndilegu verðfalli á verðbréfamörkuðum á fimmtudaginn. Viðskipti erlent 8.5.2010 09:15
Bandarískur sjóður tekur þrjá banka yfir FDCI, Tryggingasjóður innstæðueigenda í Bandaríkjunum, tók um síðustu helgi yfir þrjá banka í Púertó Ríkó. Sjóðurinn hefur tekið yfir 64 banka frá upphafi kreppunnar. Viðskipti erlent 8.5.2010 07:00
Hlutabréfamarkaðir í mikilli niðursveiflu í dag Hlutbréfamarkaðir í kauphöllum Evrópu voru í mikilli niðursveiflu í dag. Hið sama má segja um markaðina í New York sem opna í mínus núna síðdegis. Viðskipti erlent 7.5.2010 15:11
Hætta á danskri bjórkreppu um helgina Starfsmenn í stærstu brigðastöð Carlsberg bruggverksmiðjanna í Danmörku er í verkfalli að nýju eftir tvo daga að störfum. Sökum þess er hætta á að bjórþyrstir Danir í hluta af landinu fái ekki uppáhalds sopann sinn um helgina. Viðskipti erlent 7.5.2010 14:49
Dýrasti bíll í heimi kostar 5,5 milljónir á kílóið Dýrasti bíll í heimi kostar 5,5 milljónir kr. á hvert kíló. Um er að ræða Bugatti 57SC Atlantic sem fyrst kom á götuna fyrir 74 árum síðan. Hann var nýlega seldur fyrir hátt í 40 milljónir dollara eða um 5 milljarða kr. Viðskipti erlent 7.5.2010 14:28
ECB heldur neyðarfund með evrópskum stórbönkum í dag Evrópski seðlabankinn (ECB) hefur boðað bankastjóra frá evrópskum stórbönkum til neyðarfundar síðdegis í dag. Þetta kemur fram í frétt á Reuters þar sem segir að stjórn ECB vilji fá mat bankastjórann á þeirri örvæntingu sem virðist hafa gripið um sig á helstu mörkuðum heimsins. Viðskipti erlent 7.5.2010 10:39
Grísk kreppa kostar danska bankaeigendur 700 milljarða Gengistap hluthafar í stærstu bönkum Danmerkur vegna grísku kreppunnar nemur 32 milljörðum danskra kr. eða ríflega 700 milljörðum kr. í þessari viku. Raunar hafa hluthafar í bönkum um alla Evrópu mátt þola mikið gengistap í vikunni vegna stöðunnar í Grikklandi. Viðskipti erlent 7.5.2010 09:52
Pundið hríðfellur, gengi þess undir 190 krónum Breska pundið hefur hríðfallið í morgun og er gengi þess komið rétt undir 190 kr. Við þessu var búist sem afleiðingum af því að stóru flokkarnir tveir á breska þinginu náðu hvorgur meirihluta þar í kosningunum í gær. Viðskipti erlent 7.5.2010 09:20
Kaupþing selur leifarnar af veldi Robert Tchenquiz Skilanefnd Kaupþings í samvinnu við þýska bankann Commerzbank hefur sett félagið Bay Restaurant Group til sölu en félagið er um það bil síðasta eign fyrrum auðmannsins Robert Tchenquiz í Bretlandi. Viðskipti erlent 7.5.2010 08:59
Glazer hafnaði 290 milljarða tilboði í Manchester United Glazer fjölskyldan hefur hafnað 1,5 milljarða punda eða 290 milljarða kr. tilboði í enska úrvalsdeildarliðið Manchester United. Það var hópur fjárfesta frá Mið-Austurlöndum sem lagði tilboðið fram. Viðskipti erlent 7.5.2010 08:22
Hlutabréfavisitölur hafa hrunið vegna Grikklands Helstu hlutabréfavísitölur í heiminum hafa fallið undanfarinn sólarhring. Ástæðan er rakin til þess að fjárfestar hafa áhyggjur af því að skuldastaða Grikklands muni hafa skelfilegar afleiðingar fyrir alþjóðahagkerfið. Viðskipti erlent 7.5.2010 08:00
Örvænting í New York, Dow Jones í 1000 stiga dýfu Mikil örvænting greip um sig i kauphöllinni í New York í dag þegar Dow Jones vísitalan tók allt í einu 1010 stiga dýfu rúmlega klukkutíma fyrir lokun markaðarins. Viðskipti erlent 6.5.2010 20:47