Viðskipti erlent

Rifist um eignarhaldið á Facebook

Lítt þekktur amerískur maður fullyrðir að hann eigi 84% í Facebook samskiptavefnum. Dómstóll í New York þar því að úrskurða um hvort Mark Zuckerberg, sem hingað til hefur verið sagður vera stofnandi og eigandi síðunnar, sé raunverulegur eigandi eða ekki.

Viðskipti erlent

Aðeins dregur úr atvinnuleysi innan OECD

Aðeins dró úr atvinnuleysi innan OECD landanna milli mánaðanna apríl og maí. Atvinnuleysið innan OECD mældist 8,6% að meðaltali í maí á móti 8,7% mánuðinn áður. Atvinnuleysi á Íslandi er nokkuð undir meðaltalinu en það mældist 8,3% í maí.

Viðskipti erlent

AGS bjartsýnni en áður í nýrri efnahagsspá

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) er bjartsýnni en áður í nýrri efnahagsspá sinni fyrir heiminn í ár. Ástæðan er einkum vöxtur í Asíu og aukning á einkaneyslu í Bandaríkjunum. Skuldakreppan í Evrópu er hinsvegar mikill áhættuvaldur hvað varðar batnandi horfur.

Viðskipti erlent

Júanið í styrkingarfasa næstu misserin

Kínversk stjórnvöld tilkynntu hinn 19. júní síðastliðinn að þau muni breyta stefnu sinni í gjaldmiðilsmálum. Undanfarin ár hefur gengi kínverska gjaldmiðilsins, júansins, verið fast við bandaríska dollarann en nú er stefnt að styrkingu. Verður gjaldmiðillinn settur á takmarkað flot í kringum körfu gjaldmiðla. Talið er að júanið muni styrkjast töluvert í kjölfarið en þessi stefnubreyting mun sennilega hafa veruleg áhrif á kínverska hagkerfið og raunar víðar.

Viðskipti erlent