Viðskipti erlent

Strumparnir sagðir á bakvið hlutabréfahrunið

Þeir eru litlir, bláir og sætir og sem stendur eru þeir mjög óvelkomnir, eða persona non grata, á Wall Street. Margir telja, að vísu meir í gamni en alvöru, að Strumparnir séu ástæðan fyrir hlutabréfahruninu á Wall Street uppúr síðustu mánaðarmótum.

Viðskipti erlent

Dönsk fyrirsæta borgaði ekki skatt í 6 ár

Danskir fjölmiðlar fjalla mikið í dag um dómsmál sem skattyfirvöld reka gegn hinni þekktu dönsku fyrirsætu Camillu Vest Nielsen. Í ljós hefur komið að Camilla borgaði hvergi skatta í ein sex ár og er því talin skulda 6,5 milljónir danskra kr. eða um 130 milljónir kr., í skatta.

Viðskipti erlent

Credit Suisse í ráðgjöf um kaupin á Iceland

Verslunarkeðjan Morrison er um það bil að ráða svissneska stórbankann Credit Suisse til að vera sér til ráðgjafar við kaupin á Iceland Foods keðjunni. Þetta kemur fram í frétt í Financial Times í dag. Eins og kunnugt er hefur skilanefnd Landsbankans sett Iceland í söluferli og hljóðar verðmiðinn upp á 1,5 milljarð punda eða um 280 milljarða kr.

Viðskipti erlent

Bland í poka á Evrópumörkuðum

Nokkrar sveiflur hafa verið í fyrstu viðskiptum á mörkuðum í Evrópu í morgun. Flestir opnuðu í plús, fóru svo strax í rauðar tölur en eru aftur komnir í plús. Svo virðist sem skortsölubann í fjórum ESB ríkjum hafi ekki gert mikið til að róa markaðina.

Viðskipti erlent

Setja bann við skortsölu

Frakkar, Ítalir, Spánverjar og Belgar hafa sett bann við skortsölu á hlutabréfum í bönkum og öðrum fjármálafyirirtækjum. Ákvörðunin er tekin í kjölfar mikilla sveiflna á virði bréfa af þessu tagi síðustu daga, sérstaklega í Frakklandi þar sem bankinn Sociale Generale hefur orðið einna verst úti.

Viðskipti erlent

Wall Street í plús

Markaðir á Wall Street eru í plús í fyrstu viðskiptum dagsins. Dow Jones vísitalan er 1,7% í plús, Nasdag er 2,2% í plús og S&P 500 vísitalan er 1,6% í plús.

Viðskipti erlent

Hjón tóku bankaútibú eignarnámi

Hjónin Warren og Maureen Nyerges í borginni Naples í Flórída eru orðin að þjóðhetjum í Bandaríkjunum eftir að þau tóku eitt af bankaútibúum Bank of America eignarnámi en bankinn er stærsta banki Bandaríkjanna.

Viðskipti erlent

Vogunarsjóðir stórgræddu á að skortselja Pandóru

Í ljós er komið að vogunarsjóðir stórgræddu á því að skortselja hluti í skartgripaframleiðandanum Pandóru í Danmörku. Sem kunnugt er af fréttum ríkir fullkomin óvissa um hverjar heimtur Seðlabankans verða af sölu FIH bankans eftir að hlutir í Pandóru hröpuðu um 65% á einum degi í síðustu viku.

Viðskipti erlent

Mikil lækkun á mörkuðum

Hlutabréfamarkaðir í Frakklandi og Þýskalandi féllu um meira en fimm prósentustig í gær eftir að orðrómur um mögulega lækkun á lánshæfismati franska ríkisins komst á kreik. Verulegur ótti er enn á fjármálamörkuðum og lítið þarf til að hræða fjárfesta.

Viðskipti erlent

Apple framleiðir alls ekki iPhone

Það kann að koma sumum á óvart en Apple fyrirtækið framleiðir alls ekki iPhone. Hlutirnir sem síminn samanstendur af eru ekki framleiddir af Apple verksmiðjunum, né heldur er hlutunum raðað saman í heildstæðan síma í Apple verksmiðjum. Um þetta er fjallað ítarlega í tímaritinu The Economist.

Viðskipti erlent

Lítið þarf til að hræða fjárfesta

Hlutabréfamarkaðir í Frakklandi og Þýskalandi féllu um meira en fimm prósentustig í dag eftir að orðrómur um mögulega lækkun á lánshæfismati franska ríkisins komst á kreik. Verulegur ótti er enn á fjármálamörkuðum og lítið þarf til að hræða fjárfesta.

Viðskipti erlent

Wall Street opnar í mínus

Þrjár helstu vísitölurnar á Wall Street eru allar í rauðum tölum við opnunar markaða fyrir nokkrum mínútum. Við þessum var búist samkvæmt utanmarkaðsviðskiptum í morgun.

Viðskipti erlent

Verulegur ótti enn til staðar á mörkuðum

Hækkanir á hlutabréfamörkuðum gefa alls ekki til kynna að allt sé fallið í ljúfa löð meðal fjárfesta að mati Jan Störup Nielsen greinenda hjá Nordea. Nielsen bendir á þróunina á gjaldeyrismörkuðum sem sýnir að óttinn sé enn til staðar meðal fjárfesta og það í verulegum mæli.

Viðskipti erlent

Ákvörðun Bernanke hækkar olíuverðið

Heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi í framhaldi af því að Ben Bernanke seðlabankastjóri Bandaríkjanna lýsti því yfir í gærkvöldi að stýrivöxtum landsins yrði haldið við núllið fram til ársins 2013.

Viðskipti erlent