Viðskipti erlent

Breska ríkið selur Northern Rock

Breska ríkið hefur ákveðið að selja breska bankann Northern Rock fyrir 1,17 milljarða punda, jafnvirði um 200 milljarða króna. Þetta kemur fram á vefsíðu Wall Street Journal. Kaupandi bankans er Virgin Money.

Viðskipti erlent

Rauðar og grænar tölur á mörkuðum

Hlutabréfamarkaðir hafa ýmist hækkað lítillega eða lækkað í Evrópu og Bandaríkjunum í dag. Helstu vísitölur í Evrópu hafa lækkað um 0 til 1% í dag en í Bandaríkjunum eru grænar tölur, hækkanir upp á 0,6% sé mið tekið af vísitölu Nasdaq.

Viðskipti erlent

Evrusvæðið glímir við "kerfisvanda"

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir að evrusvæðið glími við "kerfisvanda“ og þurfi að taka á málunum út frá því. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Barroso lét ummælin falla þegar hann var að ræða vandann á evrusvæðinu og þá ekki síst verðbólguhorfur. Verðbólga mælist nú þrjú prósent á ársgrundvelli. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Evrópu er tvö prósent.

Viðskipti erlent

Facebook nær að stöðva klámbylgjuna

Forsvarsmenn Facebook samskiptasíðunnar segja að þeim hafi tekist að stöðva flóð klámmynda sem pirrað hefur notendur samskiptamiðilsins síðustu daga. Þúsundir Facebook síða urðu fyrir árásum tölvuþrjóta og birtust svæsnar klámmyndir á síðum fólks fyrirvaralaust.

Viðskipti erlent

Steve Jobs: Hætti og fór að læra skrautskrift

Steve Jobs heitinn, fyrrverandi framkvæmdastjóri og aðaleigandi Apple, hélt ræðu fyrir útskriftarnema við Stanford háskóla árið 2005. Jobs greindi þar frá skólagöngu sinni, sem var um margt einkennileg, og persónulegum ákvörðunum sem skipt hafa hann miklu máli í gegnum tíðina.

Viðskipti erlent

Fréttaskýring: AGS segir Kínverja standa frammi fyrir ógn

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) sendi í morgun frá sér bréf, sem birt er á vef sjóðsins, þar sem áhyggjum er lýst yfir því að bankar í Kína standi frammi fyrir ógnum vegna merkja um að ótrúlegur uppgangstími landsins, sem staðið hefur látlaust í meira en áratug, sé hugsanlega að líða undir lok.

Viðskipti erlent

Hækkanir í Bandaríkjunum en lækkanir í Evrópu

Allar helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu í dag. Dow Jones vísitalan hækkaði um 0,54%, Nasdaq um 1,29%, og S&P um 0,79%. Í Evrópu lækkaði hins vegar FTSE 100 vísitalan um 0,03%, DAX vísitalan lækkaði um 0,87% og CAC 40 vístalan lækkaði um 1,92%.

Viðskipti erlent

Klám flæðir yfir Facebook

Ný veira herjar nú á Facebook notendur um allan heim sem lýsir sér þannig að á Facebook síðum fólks birtast klámmyndir af svæsnustu sort. Vandamálið hefur verið að gera vart við sig í meira mæli undanfarna daga og nú er svo komið að notendur eru orðnir vægast sagt pirraðir. Það sem verra er, þá virkar vírusinn á þann hátt að svo virðist sem vinur þinn eða vinkona á Facebook sé að „pósta“ myndunum þrátt fyrir að vera alsaklaus af slíkri hegðun.

Viðskipti erlent

Hlutabréfamarkaðir lækka í Evrópu

Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hafa flestir sýnt lækkun á hlutabréfavístölum sínum í morgun. Þannig hefur Stoxx 600 vísitalan, samræmd vísitala hlutabréfamarkaða í Evrópu, lækkað um 1,7% það sem af er degi.

Viðskipti erlent

AGS hefur áhyggjur af bönkum í Kína

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur áhyggjur af því að áhætta í rekstri kínveskra banka sé að aukast. Þetta kemur fram í áliti sjóðsins sem gert var opinbert í morgun og breska ríkisútvarpið BBC segir frá á vefsíðu sinni.

Viðskipti erlent

Soros spáir allsherjarhruni

Bréf frá George Soros, fjárfestinum þekkta, olli nokkrum titringi í síðasta mánuði en í því kom fram að henni teldi heiminn á barmi allsherjarhruns. Skuldavandi Evrópu og Bandaríkjanna var til umræðu í sjónvarpsþætti þar sem bréf Soros var rætt.

Viðskipti erlent

Hlutabréf féllu í dag

Hlutabréfavísitölur féllu í dag og er ástæðan fyrst og fremst rakin til þess að fjárfestar hafa áhyggjur af því að landið geti ýtt úr vör niðurskurðaraðgerðum sem fyrirhugaðar eru. Dow Jones vísitalan lækkaði um 0,8%, S&P 500 lækkaði um 1,1% og Nasdaq lækkaði um 0,9%.

Viðskipti erlent

Vöxtur í Japan á nýjan leik

Hagvöxtur mælist nú í Japan að nýju eftir að jarðskjálftana í maí á þessu ári. Hagvöxturinn mældist 1,5% samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC. Óttast er að þetta verði skammgóður vermir þar sem töluverð áföll hafa riðið yfir efnahagslífið í Asíu undanfarin misseri, sem hafa áhrif á Japan.

Viðskipti erlent

Verðbólgan enn til vandræða á Indlandi

Verðbólga á Indlandi mælist nú 9,73% en aðgerðir sem gripið hefur verið til þess að stemma stigu við þenslu í landinu hafa ekki gengið nægilega vel. Seðlabanki Indlands hækkaði vexti til þess að reyna að slá á verðbólguna og standa stýrivextir nú í 8,5%, að því er greint er frá á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti erlent