Viðskipti erlent

Kínverjar kaupa Airbus vélar fyrir 420 milljarða

Kínversk stjórnvöld hafa gengið frá samningi við flugvélaframleiðandann Airbus um kaup á 50 flugvélum fyrir um 3,5 milljarða dala, eða sem nemur um 420 milljörðum krónum. Gengið var frá kaupunum á fundi sem skipulagður var í tengslum við opinbera tveggja daga heimsókn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til Kína.

Viðskipti erlent

Eiffel turninn er verðmætasta mannvirki Evrópu

Mannvirki sem trekkja að ferðamenn geta verið fjárhagslega mikils virði sem slík. Ítalskir talnaspekúlantar tóku sig til á dögunum og reiknuðu út fjárhagslegt virði nokkurra helstu mannvirkja heims. Þar trónir Eiffel turninn á toppnum, en turninn er 67 billjóna króna virði miðað við frétt Túrista.is.

Viðskipti erlent

Meðstofnandi Facebook losar sig við hlutabréf

Dustin Moskovitz, meðstofnandi Facebook og fyrrverandi herbergisfélagi Mark Zuckerberg, seldi í dag 450 þúsund bréf í samskiptamiðlinum. Moskovitz fékk 8.7 milljónir dollara í sinn hlut fyrir bréfin eða það sem nemur tæplega 1.1 milljarði íslenskra króna.

Viðskipti erlent

Antony Jenkins ráðinn forstjóri Barclays

Antony Jenkins hefur verið ráðinn nýr forstjóri breska bankans Barclays. Bob Daimond, fyrrum forstjóri bankans, sagði starfi sínu lausu eftir að bankinn viðurkenndi stórfelld lögbrot sem snéru að fölsun vaxtaálags á skuldir bankans. Bankinn greiddi 290 milljónir punda, tæplega 56 milljarða króna, í sekt til breska fjármálaeftirlitsins vegna málsins.

Viðskipti erlent

Eyjafjallajökull? - Google skilur nú íslensku

Íslensku hefur nú verið bætt við raddleit tæknirisans Google. Háskólinn í Reykjavík og Máltæknisetur hafa unnið að verkefninu síðustu ár og það í samstarfi við Google. Notendur geta nú nýtt sér þessa þjónustu. Trausti Kristjánsson, athafnarmaður og starfsmaður Google, segir tæknina bjóða upp á margskonar möguleika.

Viðskipti erlent

Velgengni Amazon nær nýjum hæðum

Vefverslunarrisinn Amazon tilkynnti fyrr í vikunni að rafbækur sem einskorðaðar eru við Kindle-lesbrettið hafa verið keyptar, halað niður og lánað rúmlega hundrað milljón sinnum. Rétt rúmlega 180 þúsund rafbækur eru á bókaskrá Amazon.

Viðskipti erlent

Repúblikanar skoða gullfót undir dalinn

Repúblikanaflokkurinn, annar af stóru flokkunum tveimur í Bandaríkjunum, hyggst kalla eftir því í stefnuskrá sinni fyrir forsetakosningarnar í haust að stofnuð verði nefnd til að skoða tengingu Bandaríkjadals við gullfót.

Viðskipti erlent

Samkomulag um sparnaðaraðgerðir í Grikklandi

Grísku stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um víðtækar sparnaðaraðgerðir í ríkisfjármálum landsins en þessar aðgerðir eru skilyrði þess að landið fái áframhaldandi neyðaraðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu.

Viðskipti erlent

Slagurinn harðnar - Apple krefst lögbanns á Samsung síma

Fjarskipta- og hugbúnaðarrisinn Apple hefur krafist lögbanns á sölu á Samsung símum, en krafan var lögð fram í Kaliforníu, þar sem höfuðstöðvar Apple eru, seinni partinn í gær. Krafan byggir á niðurstöðu dómstóla í Bandaríkjunum um að Samsung hafi brotið gegn Apple með því að nýta sér höfundarréttarvarinn hugbúnað fyrirtækisins. Var Samsung gert að greiða einn milljarða dala, jafnvirði um 120 milljarða króna, í sekt vegna málsins.

Viðskipti erlent

Hlutabréf í Samsung falla í verði

Hlutabréf í suður-kóreska fyrirtækinu Samsung, sem sektað var um einn milljarð dala, liðlega 120 milljarða króna, fyrir að nýta sér höfundarréttarvarinn hugbúnað Apple í Galaxy-símum fyrirtækisins, féllu um sjö prósent í fyrstu viðskiptum þegar markaðir opnuðu í Asíu í morgun.

Viðskipti erlent

Samsung ætlar að áfrýja

Samsung mun áfrýja dómnum frá því í gær þar sem fyrirtækið var dæmt til að greiða tölvurisanum Apple einn milljarð bandaríkjadala, eða 120 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur fyrir að hafa rænt hugmyndum af fyrirtækinu.

Viðskipti erlent

Samsung þarf að borga Apple 120 milljarða

Raftækjarisinn Samsung var í gærkvöldi dæmdur af bandarískum dómsstól til þess að borga tölvurisanum Apple einn milljarð bandaríkjadala, eða sem nemur 120 milljörðum íslenskra króna í skaðabætur fyrir að brot á hugverkarétti.

Viðskipti erlent

Kaup Facebook á Instagram staðfest

Alríkisráð viðskiptamála í Bandaríkjunum hefur samþykkt kaup Facebook á smáforritinu Instagram. Tilkynnt var um kaupin fyrir rúmlega fjórum mánuðum og var kaupverðið metið á einn milljarð dala. Nú er hins vegar ljóst að upphæðin er mun minni eða 747 milljónir dollara, eða það sem nemur 89 milljörðum íslenskra króna.

Viðskipti erlent

Færeyingar ætla sér umskipunarhöfnina

Færeyskir ráðamenn vinna nú ötullega að því að gera Færeyjar að umskipunarhöfn vegna siglinga um Norðurpólinn og er búist við að málið verði rætt við kínverska sendiherrann í Danmörku, sem nú er í heimsókn í Færeyjum. Lögmaður Færeyja, Kaj Leo Johannesen, fjallaði sérstaklega um málið í ræðu á Ólafsvökunni, þjóðhátíð Færeyinga, í síðasta mánuði, og kom þar glöggt fram að hann sér fram á mikil tækifæri fyrir Færeyjar þegar siglingaleiðin opnast yfir Norðurpólinn.

Viðskipti erlent