Leikjavísir

GameTíví: Hlaupa saman undan hjörðum ódauðra

Strákarnir í GameTíví ætla að kíkja á hinn nýja leik Dying Light 2 í kvöld. Þar munu þeir taka höndum saman í að hlaupa yfir þök borgarinnar Villedor og forðast hjarðir ódauðra og önnur skrímsli sem fara á kreik á næturna.

Leikjavísir

Staðfesta loks framleiðslu nýs GTA-leikjar

Framleiðsla nýs leikjar í Grand Theft Auto seríunni sem notið hefur gífurlegra vinsælda í áratugi er hafin og jafnvel vel á veg komin. Forsvarsmenn fyrirtækisins Rockstar staðfestu fyrst í dag að svo væri en fjölmargir orðrómar hafa verið á kreiki undanfarna mánuði.

Leikjavísir

Sony kaupir leikjarisann Bungi­e

Raftækjafyrirtækið Sony hefur nú keypt leikjarisann Bungie, en fyrirtækið er þekktast fyrir leikina Halo og Destiny. Samningurinn hljóðar upp á 3,6 milljarða bandaríkjadala eða rúmlega 460 milljarða íslenskra króna.

Leikjavísir

Yfirtaka: Gunni The Goon spilar Destiny

Gunni The Goon, eða Gunnar Páll, ætlar að taka yfir Twitchrás GameTíví í kvöld. Þetta er í þriðja sinn sem Gunnar gerir það en að þessu sinni ætlar að hann að spila Destiny 2 með vinum sínum.

Leikjavísir

Vinna að þremur nýjum Star Wars-leikjum

Forsvarsmenn leikjaútgefandans Electronic Arts tilkynnti í dag að leikjaframleiðendur á þeirra vegum ynnu að gerð þriggja nýrra tölvuleikja úr söguheimi Star Wars. Einn þeirra er framhald hins vinsæla Star Wars Jedi: Fallen Order.

Leikjavísir

Babe Patrol: Herja á Caldera

Stelpurnar í Babe Patrol ætla að herja á aðra spilara Caldera í kvöld. Það þýðir að þær ætla að spila Warzone í streymi kvöldins og keppast um sigur.

Leikjavísir

Hryllingur og förðun hjá Queens

Móna í Queens tekur á móti góðum gesti í streymi kvöldsins. Það er hún Óla Litla, eins og hún er kölluð á Twitch þar sem hún er með tæplega tvö þúsund fylgjendur.

Leikjavísir

Sandkassinn og Flati spila LOL

Strákarnir í Sandkassanum ætla að kíkja á hinn vinsæla leik League of Legends. Þeir munu fá hann Flata úr Flatadeildinni til að leiða þá í gegnum leikinn.

Leikjavísir