Innherji

Það helsta sem snertir viðskiptalífið í nýja sáttmálanum

Stjórnvöld ætla að halda áfram að selja eignarhlut sinn í Íslandsbanka, auka frelsi fólks til að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði og hvetja lífeyrissjóði til þátttöku í innviðafjárfestingum. Þetta er á meðal þess sem varðar viðskiptalífið hvað mest í nýjum stjórnarsáttmála Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri Grænna.

Innherji

Þessum er treyst fyrir áherslumálum ríkisstjórnarinnar

Viðmælendur Innherja sem erum öllum hnútum kunnugir innan stjórnarflokkanna þriggja eru sammála um að í nýundirrituðum stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins fái allir flokkarnir þrír eitthvað fyrir sinn snúð.

Innherji

Mál málanna

Verðbólga er mál málanna þessa dagana en eftir nokkur ár af verðstöðugleika hér á landi er hún mætt aftur með töluverðum látum. Tólf mánaða verðbólga er búin að vera í kringum 4,5% allt árið og hefur ekki verið hærri frá árinu 2013. Uppsöfnuð verðbólga frá upphafi árs 2020 er að nálgast 10%.

Umræðan

Það sem knýr vogunarsjóði til að ná eyrum fjöldans

Samsetning eignarhalds í skráðum félögum og réttindi hluthafa hafa áhrif á það hvernig vogunarsjóðir knýja fram breytingar í þeim félögum sem sjóðirnir fjárfesta í. Þegar eignarhaldið er dreift er vogunarsjóðir líklegri til að ráðast í eins konar markaðsherferð á opinberum vettvangi.

Innherji

Sjálfstæðisflokkur fær flest ráðuneyti og málaflokkar færast talsvert til

Sjálfstæðisflokkur kemur til með að halda áfram um stjórnartaumana í utanríkisráðuneytinu og mun einnig stýra orku-, umhverfis- og loftslagsmálum í einu og sama ráðuneytinu. Sjálfstæðisflokkur heldur fjármálaráðuneytinu og tekur fimm ráðuneyti í heildina, auk forseta þingsins. Þau eru auk þessara þriggja, dómsmálaráðuneytið sem mun heita innanríkisráðuneytið og nýtt nýsköpunar-, vísinda- og iðnaðarráðuneyti.

Innherji

Íslensk netverslun seldi 8 þúsund bjóra á hálfum sólarhring

Deilur áfengisverslanana ÁTVR og Santé hefur staðið um nokkurt skeið og snúast aðallega um hvort þeirri seinni sé heimilt að selja Íslendingum vín í gegnum franska vefverslun, sem þó hefur lager á Íslandi. Santé auglýsti svartan föstudag á heimasíðu sinni í gær. Bjórþyrstir Íslendingar kláruðu lagerinn á hálfum sólarhring. 

Innherji

Fréttabréf Santé: Fljótandi gull

Sauternes er franskt sætvín frá samnefndu svæði í Bordeaux. Barsac er nærliggjandi þorp en vín þaðan má kenna við Sauternes úr Sémillon, Sauvignon Blanc og Muscadelle þrúgum.

Frítíminn

Fórnarlömb verðbólgunnar

Þótt vaxandi verðbólga og viðsnúningur í vaxtavæntingum um heim allan eigi sér margar orsakir, er sú stærsta einfaldlega sú að viðspyrnan eftir að mestu takmörkunum vegna heimsfaraldursins var aflétt, hefur verið mun kröftugri en flestir reiknuðu með.

Umræðan

Áhyggjur af nýju afbrigði lita hlutabréf í Kauphöllinni

Úrvalsvísitalan lækkaði um ríflega 2 prósent þegar opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í dag. Lækkunin í Kauphöllinni er í takt við lækkanir á hlutabréfamörkuðum um allan heim en þær endurspegla áhyggjur fjárfesta af nýju afbrigði kórónuveirunnar.

Innherji

Verðbólga undir væntingum en myndin á eftir að skýrast

Verðbólgumæling Hagstofu Íslands var undir væntingum greinenda í fyrsta sinn síðan í nóvember í fyrra. „Í stuttu máli má þannig segja að verðbólgan sé að reynast þrálát en þó ekki eins kraftmikil og væntingar voru um,“ segir Birgir Haraldsson, sjóðstjóri hjá Akta.

Innherji

HBO segist vilja koma til Íslands fái Framsókn sínu framgengt

Í bréfi sem íslenskum stjórnvöldum barst í síðasta mánuði lýsir sjónvarpsstöðin og streymisveitan HBO yfir áhuga á því að taka upp heilu verkefnin á Íslandi. Til að svo verði, þarf hins vegar að verða af kosningaloforðum Framsóknarflokksins um að hækka hlutfall endurgreiðslu á sjónvarps- og kvikmyndaverkefni sem tekin eru á Íslandi. Framsóknarmenn ætla að halda málinu til streitu við gerð stjórnarsáttmála, en fjármálaráðherra hefur sagt hugmyndina óraunhæfa.

Innherji

Risastór gullæð gæti leynst á leitarsvæði Íslendinga á Grænlandi

Niðurstöður rannsókna AEX Gold, sem sérhæfir sig í gullgreftri á Suður-Grænlandi og er að töluverðu leyti í eigu Íslendinga, benda til þess að á einu svæði sem fyrirtækið hefur leyfi til að starfa á megi finna nokkrar milljónir únsa af gulli. Það er mun meira magn en almennt má búast við þegar leitað er eftir gulli.

Innherji

Samkeppniseftirlitið skoðaði tengsl erlendu innviðafjárfestanna

Athugun Samkeppniseftirlitsins á samstarfi Digital Bridge, kaupanda á tilteknum fjarskiptainnviðum Sýnar og Nova, við franska sjóðastýringarfélagið Ardian, sem hefur náð samkomulagi um kaup á Mílu, leiddi í ljós að hagsmunatengsl erlendu innviðafjárfestanna væru hverfandi lítil.

Innherji

Mögu­leg á­byrgð dóttur­fé­lags á sam­keppnis­laga­brotum móður­fé­lags

Í réttarframkvæmd hefur almennt verið gengið út frá því að náin tengsl á milli tveggja eða fleiri lögaðila geti leitt til þess að litið verður á þá sem eitt og sama fyrirtækið í skilningi samkeppnislaga enda sé hugtakið fyrirtæki af efnahagslegum toga en ekki lagalegu. Slík tengsl geta meðal annars verið á milli móður- og dótturfélaga sem hefur þá í för með sér að þau verða talin mynda eina efnahagslega einingu.

Umræðan

Lífeyrissjóðir ætla ekki að gefa neinn afslátt til að fylla græna kvótann

Stjórnendur hjá lífeyrissjóðunum Gildi og Stapa segja að ekki verði slakað á neinum kröfum sem sjóðirnir gera til fjárfestingakosta til þess að fylla upp í kvóta fyrir grænar fjárfestingar. Útlit er fyrir að meirihluti grænna fjárfestinga lífeyrissjóða verði í gegnum erlenda sjóði enda felst áhætta í því að mikið fjármagn elti takmarkaðan fjölda grænna fjárfestinga á Íslandi.

Innherji

Fjárfestingafélag í sjávarútvegi á leið í Kauphöllina

Félagið Bluevest Capital Partners, sem var stofnað af Kviku banka og bresku viðskiptafélögunum Mark Holyoke, stærsta hluthafi Iceland Seafood og stjórnarmanns 2010 til 2019, og Lee Camfield, fyrrverandi framkvæmdastjóra rekstrar hjá Ice­land Seafood, setur nú stefnuna á skráningu á First North hlutabréfamarkaðinn í Kauphöllina í byrjun næsta árs.

Innherji