Innherji

Vill selja yfir 15 prósenta hlut í Íslandsbanka í næsta áfanga

Bankasýsla ríkisins, sem heldur utan um eftirstandandi 65 prósenta eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka, mun stefna að því að selja að lágmarki svo stóran hlut í næsta áfanga söluferlisins á komandi vikum að eignarhald íslenska ríkisins fari niður fyrir helmingshlut í bankanum, samkvæmt heimildum Innherja.

Innherji

Um „ofurhagnað“ bankanna

Verðum við ekki að ætlast til þess að viðskiptaráðherra viti að raunvextir í landinu eru í dag neikvæðir, þannig að nú á sér stað stórfelld yfirfærsla sparifjár frá sparifjáreigendum til lántakenda.

Umræðan

Útboð og skráning Íslandsbanka kostaði ríkissjóð yfir 1.700 milljónir

Beinn kostnaður íslenska ríkisins við skráningu og hlutafjárútboð Íslandsbanka um mitt síðasta ár nam 1.704 milljónum króna, að stærstum hluta vegna söluþóknunar til fjölda erlendra og íslenskra ráðgjafa. Kostnaðurinn jafngilti um 3,1 prósenti af söluandvirðinu en ríkið seldi 35 prósenta hlut í bankanum fyrir rúmlega 55 milljarða króna.

Innherji

Lífeyrissjóðir hafa bætt 6 prósentum við hlut sinn í Íslandsbanka

Lífeyrissjóðir hafa bætt töluvert við hlut sinn í Íslandsbanka frá hlutafjárútboði bankans í júní á síðasta ári en á sama tíma hefur hlutdeild erlendra fjárfesta í bankanum minnkað. Þetta má lesa úr skýrslu fjármálaráðherra um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka, sem var lögð fyrir Alþingi.

Innherji

Aðgerðir og aðhald

Í gær birtist frétt með fyrirsögninni „​​Tillaga Samfylkingarinnar féll í grýttan farveg í Seðlabankanum“ þar sem fram kom að seðlabankastjóri væri „ekki hrifinn af þensluhvetjandi aðgerðum, á borð við þær sem þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til, á meðan bankinn reynir að hemja eftirspurn“.

Umræðan

Inngrip lækka söluverð Íslandsbanka, segir formaður efnahagsnefndar

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að tillaga Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um að skylda viðskiptabankana til að verja hluta af hagnaði sínum í að niðurgreiða vexti sé til þess fallin að lækka verðmiðann á Íslandsbanka þegar ríkið selur eignarhlutinn sem eftir stendur.

Innherji

Lýðræðisveislan

Sjálfstæðismenn í Reykjavík taka nú ákvörðun um hvernig velja skuli frambjóðendur til borgarstjórnarkosninga í vor. Tillaga liggur fyrir um prófkjör af þeirri tegund sem algengust hefur verið þegar prófkjörsleiðin er á annað borð valin. Óhætt er að spá því að þessi tillaga verði samþykkt með miklum meirihluta í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík á fundi á morgun, fimmtudag. Prófkjör eru ekki gallalaus en að mörgu leyti skásta leiðin til að velja á framboðslista. Það er til mikils að vinna að ala ekki á göllunum.

Umræðan

Landsbankinn færði sjötíu starfsmenn í Borgartún eftir myglufund

Uppgötvun á myglu í húsakynnum Landsbankans í Kvosinni, sem varð til þess að rúmlega 70 starfsmenn voru færðir yfir í Borgartún, mun hvorki hafa í för með sér verulegan kostnað fyrir bankann, né koma niður á söluverðinu þegar bankinn flytur höfuðstöðvar sínar í nýtt húsnæði við Austurhöfn.

Innherji