Innherji

Bankarnir ekki lánað minna til íbúðakaupa frá upphafi faraldursins

Hækkandi vextir Seðlabankans, ásamt sögulega litlu framboði fasteigna á höfuðborgarsvæðinu, er farið að hægja verulega á útlánavexti bankanna vegna íbúðakaupa heimilanna. Ný lán þeirra með veði í íbúð námu þannig 13,3 milljörðum króna í janúar á þessu ári og hafa ekki aukist minna í einum mánuði frá því í apríl 2020.

Innherji

Samkeppnismál stóru tæknifyrirtækjanna

Það er ljóst að viðhorf bæði almennings og yfirvalda gagnvart stóru tæknifyrirtækjunum hefur breyst umtalsvert á örfáum árum. Umrædd viðhorfsbreyting endurspeglast ekki síst í víðtækum rannsóknum samkeppnisyfirvalda á starfsemi tæknifyrirtækjanna og fjölda sektarákvarðana á hendur þeim, auk fyrirhugaðrar lagasetningar beggja vegna Atlantshafsins.

Umræðan

Rafmyntir sem fjárfestingakostur

Internetið gjörbreytti upplýsingamiðlun og samskiptum okkar til framtíðar. Í dag stöndum við frammi fyrir annarri byltingu með tilkomu bálkakeðjutækni. Á sama hátt og internetið breytti upplýsingamiðlun og samskiptum þá mun bálkakeðjutæknin gjörbylta skráningu og umsýslu verðmæta.

Umræðan

„Ég held að enginn vilji snúa aftur til Verbúðardaganna"

„Sjávarútvegur dagsins í dag snýst um svo margt annað og fleira en bara veiðar, vinnslu og þras á göngum Alþingis um veiðigjald," segir Agnes Guðmundsdóttir, hjá Icelandic Asia og formaður félagsins Konur í sjávarútvegi. Hún ræðir Verbúðina, veiðigjöld og nýja rannsókn um stöðu kvenna í greininni. 

Innherji

Ærandi þögn um ofríki í Kanada

Atburðarás síðustu vikna er söguleg og hún er áminning um það hversu brothætt frjálslynda lýðræðissamfélagið er þegar á reynir. Stjórnmálamenn sem gefa sig út fyrir að vera talsmenn frjálslyndis, jafnt ráðherrar sem þingmenn, geta því ekki látið hjá líða að tala gegn ofríkinu í Kanada.

Umræðan

Nýsköpunarfyrirtækið Taktikal með nýja lausn í rafrænum undirskriftum

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Taktikal gaf út fyrr í þessum mánuði nýja lausn í alþjóðlegum rafrænum undirritunum fyrir fyrirtæki og stofnanir sem ekki hefur verið í boði hér á landi áður. Er lausnin sérstaklega ætluð fyrirtækjum sem eru í viðskiptum við erlenda aðila eða starfa á alþjóða vettvangi.

Innherji

Dagur í lífi Rósu: Þéttir dagar og engir tveir eins

Rósa Kristinsdóttir er yfirlögfræðingur og regluvörður Akta, sjóðastýringarfélags. Hún segir dagana einkar fjölbreytta en vill helst ekki sleppa morgunbollanum með vinkonunum og auglýsir eftir fleiri stöðum sem opna eldsnemma. Hún segir lífið hafa breyst til hins betra þegar hún eignaðist baðkar.

Innherji

Væntingar um virði Tempo ýta gengi Origo upp í hæstu hæðir

Hlutabréfaverð Origo hefur rokið upp um 23 prósent eftir að upplýsingatæknifyrirtækið birti ársuppgjör sitt fyrir aðeins tveimur vikum síðan. Markaðsvirði félagsins, sem er á meðal þeirra minnstu á aðalmarkaði Kauphallarinnar, hefur á þeim tíma hækkað um nærri 7 milljarða króna og nemur nú rúmlega 35 milljörðum.

Innherji

Frekari bankaskattur kemur atvinnulífinu spánskt fyrir sjónir

Forstöðumaður efnahagssviðs SA og stjórnarformaður Viðskiptaráðs eru sammála um að hugmyndir Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um að leggja sérstakan, frekari skatt á fjármálafyrirtæki gangi gegn yfirlýstum markmiðum ráðherrans með aðgerðinni. Yfirvöld vilji ólíklega rýra virði eignarhlutar síns í fjármálakerfinu þegar sala á frekari hlut ríkisins í Íslandsbanka er framundan.

Innherji

Haraldur í Ueno og Eldhrímnir á meðal stærstu hluthafa indó

Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, og fjárfestingafélagið Eldhrímnir eru á meðal stærstu hluthafa áskorendabankans og sparisjóðsins indó sem hefur nýlega fengið starfsleyfi hjá Seðlabanka Íslands. Þetta kemur fram á hluthafalista indó sem Innherji hefur undir höndum.

Innherji

Pyrrhosarsigur Sólveigar Önnu

Sólveig Anna Jónssdóttir verður formaður Eflingar á ný eftir að hafa tryggt sér nauman meirihluta atkvæða í nýafstöðnu stjórnarkjöri. Hún kemur löskuð út úr hatrammri kosningabaráttu og umboð hennar er mun veikara heldur en það var fyrir fjórum árum síðan. Þetta var sannkallaður Pyrrhosarsigur.

Klinkið

Kristrún og framtíðin

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er um þessar mundir á ferð og flugi um landið og heldur opna fundi með fólki í þeirra heimabyggð. 

Klinkið