Innherji
Innrásin í Úkraínu hefur víðtæk áhrif á hrávörumarkaði
Áhrifin sem innrás Rússa í Úkraínu hefur á hrávörumarkaði eru víðtæk og einkennast af töluverðri óvissu sem endurspeglast í miklum sveiflum. Þetta segir Brynjólfur Stefánsson, sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum, en hann var áður yfir afleiðubók hráolíu hjá fjárfestingabankanum Morgan Stanley.
Verði af sigri Þórdísar Jónu gæti Dagur lent í klandri
Lokað verður fyrir nýskráningar vegna fyrsta prófkjörs Viðreisnar í Reykjavík á miðnætti í dag. Óhætt er að segja að mótframboð Þórdísar Sigurðardóttur hafi hleypt lífi í baráttuna og keppast frambjóðendur við að tryggja sér atkvæði flokksmanna í höfuðborginni.
Þórey ráðin fjármálastjóri VAXA
Þórey G. Guðmundsdóttir, sem starfaði áður um árabil sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Bláa lónsins, hefur verið ráðin fjármálastjóri hjá hátæknigróðurhúsinu VAXA. Mun hún taka við starfinu innan fárra vikna.
Vilja vita hvernig landlæknir ætlar sér að bregðast við ólögmætu útboði
Heilbrigðisráðuneytið hefur ekki úrskurð um ólögmætt útboð embætti landlæknis undir höndum en leggur áherslu á að vel sé farið með opinbert fé og að aðilum á samkeppnismarkaði sé tryggð jöfn staða.
Ragnheiður hættir sem forstjóri Opinna Kerfa
Ragnheiður Harðar Harðardóttir, sem hefur stýrt Opnum Kerfum undanfarin þrjú ár, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri upplýsingatæknifyrirtækisins. Áður en hún tók við sem forstjóri félagsins árið 2019 hafði hún verið fjármálastjóri Opinna Kerfa.
Íslendingur tekur við stjórnartaumum útgerðarrisa í Bandaríkjunum
Bandaríski útgerðarrisinn American Seafood Group, sem er eitt stærsta fyrirtækið á heimsvísu í veiðum á Alaskaufsa og Kyrrahafslýsingi, hefur ráðið Íslendinginn Einar Gústafsson sem forstjóra.
„Hvað verður um afgreiðslustúlkurnar?“
Kostulegt er að rifja upp rök þeirra sem hæst töluðu gegn lögleiðingu bjórs hér á landi. Bjórinn var meðal annars ekki einkamál eiginmanna því bjórvömbin yrði líka vandamál eiginkvenna og unglingum yrði umsvifalaust drekkt í óreglu. Þjóðin stóð á barmi hengiflugs.
Óvissa umlykur mikilvægan markað fyrir íslenskar uppsjávarafurðir
Útflutningshagsmunir Íslands í Úkraínu hafa aukist verulega á síðustu árum. Íslensk sjávarútvegsfélög, sem hafa aukið sölu þangað með beinum og óbeinum hætti til að fylla í skarð Rússlands, geta þurft að koma afurðum sínum í verð á öðrum mörkuðum á meðan óvissa umlykur Úkraínumarkað.
Vægi erlendra eigna stóru sjóðanna hélt enn að aukast þótt krónan hafi styrkst
Hlutfall erlendra eigna tveggja stærstu lífeyrissjóða landsins, sem eru með eignir upp á samanlagt meira en 2.500 milljarða króna, jókst enn frekar á árinu 2021. Á fjórum árum hefur hlutfallslegt vægi slíkra eigna hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóði verslunarmanna (LIVE) hækkað um eða yfir 40 prósent og færst stöðugt nær lögbundnu hámarki sem kveður á um að erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða megi ekki vera meiri en sem nemur helmingi af heildareignum þeirra.
Fjármagn hélt áfram að flæða í hlutabréfasjóði þrátt fyrir titring á mörkuðum
Þrátt fyrir hræringar á verðbréfamörkuðum, bæði hér heima og erlendis, og talsverðar verðlækkanir hlutabréfavísitalna þá var ekkert lét á stöðugu innflæði í innlenda hlutabréfasjóði á fyrsta mánuði þessa árs. Fjárfestingar í slíkum sjóðum, að frádregnu útflæði, námu þannig samtals rúmlega 2.060 milljónum króna í janúar.
Innrás Rússa setur strik í reikning Síldarvinnslunnar
Síldarvinnslan er með útistandandi viðskiptakröfur í Úkraínu upp á 1,1 milljarð króna og hafði áformað að selja töluvert magn af loðnu inn á markaðinn áður en fréttir bárust af innrás Rússlands. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Síldarvinnslan sendi til Kauphallarinnar.
Brot landlæknis á lögum bitni á mikilvægri samkeppni
„Það er alltaf alvarlegt þegar lögum er ekki fylgt. Þegar um er að ræða lög um opinber innkaup bitnar það á mikilvægri samkeppni," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir nýsköpunarráðherra um nýfallinn úrskurð kærunefndar um útboðsmál þar sem Kara Connect kærði landlækni fyrir að brjóta gegn lögum um opinber innkaup og hafði betur.
Dagur í lífi Þorbjargar: Líður best þegar fólkið mitt er heima
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er að eigin sögn innipúki og að kvöldin fari í að horfa á einhverjar (misvandaðar) sjónvarpsseríur.
Virði Arion væri um 70 milljörðum lægra ef „reksturinn væri í gamla horfinu“
Með hagræðingu, sterkari grunnrekstri og lækkun bankaskatts hefur stjórnendum Arion banka tekist frá árinu 2019 að bæta verulega hlutfall þjónustutekna og annarra tekna umfram fastan rekstrarkostnað.
Hvað er ólíkt með gluggum og raforku?
Það meikar ekki alltaf sens hvernig vara og þjónusta er verðlögð. Maður skyldi til dæmis ætla að dreifikostnaður rafmagns sé verðlagður eftir kostnaði við dreifingu rafmagns. En sú er ekki raunin.
Markaðir rétta úr kútnum, Brim hækkar um meira en 11 prósent
Eftir einn svartasta dag í Kauphöllinni frá fjármálahruninu 2008 varð mikill viðsnúningur á hlutabréfamörkuðum í dag og hækkaði Úrvalsvísitalan um rúmlega 3,6 prósent eftir að hafa fallið um nærri 6 prósent daginn áður. Öll félögin á aðalmarkaði hækkuðu í verði, mest Brim, en gengi bréfa sjávarútvegsfélagsins hækkaði um 11,5 prósent og hefur virði þess á markaði aldrei verið meira.
Forstjóri Brims: „Meiri eftirspurn eftir okkar fiski“ ef það verður lokað á Rússland
Sjávarútvegsfyrirtækið Brim seldi fiskafurðir til Úkraínu og Hvíta-Rússlands fyrir samanlagt um 20 milljónir evra, jafnvirði tæplega 3 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. „Við vitum að þeir [Úkraínumenn] munu halda áfram að borða fisk þrátt fyrir stríðsátökin. Þetta er ódýrasti og besti maturinn sem þeir fá.“
Íslensk fyrirtæki sett í vonlausa stöðu þegar landlæknir fylgir ekki lögum
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Kara Connect sem kærði landlækni fyrir að brjóta gegn lögum um opinber innkaup og hafði betur segir yfirvöld þurfa að svara því hvernig framtíðarfyrirkomulag í heilsutækni eigi að líta út. Ráðamenn hafi tjáð sig með skýrum hætti en lítið hafi verið að gert. Landlæknir segir að farið verði ítarlega yfir úrskurðinn áður en embættið tjáir sig frekar um málið.
Verðbólgan hækkar í 6,2 prósent, talsvert umfram spár greinenda
Verðlag hélt áfram að hækka í þessum mánuði og tólf mánaða verðbólga mælist nú 6,2 prósent borið saman við 5,7 prósent í janúar. Verðbólgan fór síðast yfir 6 prósent í apríl árið 2012.
Tilkynningarskyld viðskipti samkvæmt MAR
Gildistaka MAR hefur í för með sér töluverðar breytingar hvað varðar viðskipti æðstu stjórnenda einkum í ljósi þess að þeir þurfa ekki að óska eftir heimild til viðskipta og hafa að auki rýmri tíma til þess að upplýsa um slík viðskipti. Þá hverfur sú krafa sem gerð var til skráðra félaga um að þau haldi úti sérstökum lista yfir innherja.
Um hvað snýst stríðið í Úkraínu?
Stríð byrja skyndilega en eiga sér þó jafnan aðdraganda.
Heilsugæslan kærð fyrir að versla hraðpróf fyrir 380 milljónir án útboðs
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hóf bæði verðfyrirspurnarferli og formlegt útboðsferli, en kláraði hvorugt og keypti inn hraðpróf fyrir tæplega 380 milljónir króna án útboðs.
Fortuna Invest vikunnar: Um arðgreiðslur og kaup á eigin bréfum
Fortuna Invest fara þessa vikuna yfir arðgreiðslur og kaup á eigin bréfum.
Prófkjörsslagur Innherja: Þórdís Jóna og Þórdís Lóa bítast um fyrsta sætið
Nöfnurnar og flokkssysturnar Þórdís Jóna Sigurðardóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, sitjandi oddviti Viðreisnar í borginni, heyja nú baráttu um oddvitasætið í fyrsta prófkjöri Viðreisnar sem fram fer dagana 4.-5. mars. Þórdís Lóa er gjarnan kölluð Lóa og verður kölluð það í greininni, til að aðgreina frambjóðendur.
Landlækni gert að greiða sekt vegna milljarðsviðskipta án útboðs
Kærunefnd útboðsmála komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sem birtur var málsaðilum í gær, að innkaup landlæknis af Origo hf. er lúta að þróun á Heklu heilbrigðisneti, gerð og þróun Heilsuveru og þróun fjarfundarlausnar til notkunar á heilbrigðissviði, hafi verið ólögmæt og í andstöðu við lög um opinber innkaup. Innherji hefur úrskurðinn undir höndum.
Athugun fjármálaeftirlitsins leiddi í ljós „víðtæka veikleika“ hjá SaltPay
Ákvörðun sektar upp á 44 milljónir króna í sátt fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og SaltPay vegna brota félagsins á ákvæðum peningaþvættislaga var byggð á því að athugun eftirlitsstofnunarinnar leiddi í ljós „víðtæka veikleika“ hjá SaltPay. Færsluhirðirinn hefur áður bent á að veikleikarnir tengist kerfum sem voru til staðar þegar félagið tók yfir Borgun vorið 2020.
Sala eigna og uppstokkun á rekstri hækkar verðmatsgengi Skeljungs um þriðjung
Sala eigna, meðal annars á rúmlega helmingshlut í færeyska olíufélaginu Magn, og mikil umbreyting á efnahag Skeljungs gerir það að verkum að nýtt verðmatsgengi Jakobsson Capital á félaginu er hækkað um 31 prósent frá fyrra mati og er nú 14,5 krónur á hlut. Það er samt um 7 prósentum lægra en núverandi markaðsgengi sem stóð í 15,5 krónum á hlut við lokun markaða í dag.
Af hneykslum og reginhneykslum
Borgarstjóri hefur enn á ný gert það að umtalsefni að Reykjavíkurborg hafi ekki fengið nægilega mikið fyrir sinn snúð þegar tæplega 46% eignarhlutur borgarinnar í Landsvirkjun var seldur til ríkisins. Hann gerði slíkt hið sama árið 2015 og kallaði söluna reginhneyksli. Í morgun sló hann aðeins úr og lét nægja að kalla söluna hneyksli.
Allir studdu 75 punkta vaxtahækkun, óttast „hringrás verðlags- og launahækkana“
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands viðraði áhyggjur af „mögulegum annarrar umferðar áhrifum af verðhækkun innfluttrar vöru og launahækkunum“ á fundi sínum í byrjun þessarar mánaðar. Afleiðingarnar gætu birst í meiri og almennari verðhækkunum á vöru og þjónustu til þess að bregðast við auknum innfluttum verðbólguþrýstingi og hærri launakostnaði sem gæti „framkallað hringrás verðlags- og launahækkana.“
Uggvænleg staða í Úkraínu: Ríður á að standa vörð um grunngildin
Framganga Rússlands í Úkraínu vekur ugg og er atlaga að vestrænum gildum, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sem situr í utanríkismálanefnd þingsins.