Innherji
VÍS og Landsbréf seldu sig út úr í Loðnuvinnslunni í fyrra
VÍS seldi allan eignarhlut sinn í Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði á liðnu ári en tryggingafélagið var áður næst stærsti hluthafi útgerðarfyrirtækisins með 4,62 prósenta eignarhlut. Þá seldu einnig tveir sjóðir í stýringu Landsbréfa rúmlega 0,6 prósenta hlut sinn í Loðnuvinnslunni.
Hefur „óbilandi trú“ á Alvotech þótt aðstæður á markaði séu erfiðar
Hlutabréf íslenska fyrirtækisins Alvotech, sem hefur unnið að þróun líftæknilyfja frá stofnun þess fyrir um áratug og kostað til um einum milljarði Bandaríkjadala, jafnvirði yfir 130 milljarða króna, verða tekin til viðskipta í NASDAQ kauphöllinni, stærsta hlutabréfamarkaði heims, í New York eftir hádegi í dag. Alvotech verður með því eina íslenska félagið sem er á bandarískum hlutabréfamarkaði.
Birna Ósk í stjórn vísisjóðsins Eyris Vaxtar
Birna Ósk Einarsdóttir, sem tók í ársbyrjun við starfi í framkvæmdastjórn hjá APM í Hollandi, dótturfélagi flutningafyrirtækisins Maersk, hefur verið kjörin ný í stjórn Eyris Vaxtar sem er sex milljarða vísisjóður sem var komið á fót í fyrra.
Hætta á grænþvotti víða í fjárfestingarkeðjunni
Húsleitin hjá þýska eignastýringarfyrirtækinu DWS kemur í kjölfar þess að eftirlitsaðilar hafa verið að beina sjónum sínum að hættunni á grænþvotti í fjármálageiranum. Áhugi fjárfesta á því að beina fjármagni sínu í farveg sem byggir á sjálfbærniþáttum hefur vaxið gríðarlega á síðustu misserum og er geirinn nú metinn á um 40 billjónir Bandaríkjadala.
Síldarvinnslan bindur miklar vonir við uppganginn í fiskeldi
„Við bindum vonir við að fiskeldi komi til með að verða ein af undirstöðuatvinnugreinum okkar í framtíðinni,“ segir Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, í samtali við Innherja um 15 milljarða króna fjárfestingu íslenska sjávarútvegsfélagsins í Arctic Fish.
Akta byggir upp stöðu í Skel og komið í hóp stærstu hluthafa
Akta hefur í þessum mánuði verið að kaupa bréf í Skel, sem áður hét Skeljungur, og fer nú að lágmarki með rúmlega 1,2 prósenta hlut í fjárfestingafélaginu í gegnum tvo sjóði í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins. Í krafti þess eignarhlutar er Akta tíundi stærsti hluthafi Skel en núverandi markaðsvirði þeirra bréfa er um 370 milljónir króna.
Hlutafjárútboð Nova og þegar partýið í Kauphöllinni klárast
Markaðsaðstæður hafa sjaldan verið eins krefjandi frá því eftir fjármálahrunið 2008. Úrvalsvísitalan er niður um meira en 22 prósent frá áramótum – skilgreining á því sem er gjarnan nefnt bjarnarmarkaður – og útlit er fyrir enn frekari skarpar vaxtahækkanir Seðlabankans á næstu mánuðum eigi að takast að ná böndum á verðbólgu og hækkandi verðbólguvæntingum.
Næstu tvö ár ráða úrslitum
Þegar litið er yfir sviðið, á þau óveðurský sem nú hrannast upp víðast hvar í hagkerfum heimsins er ljóst að hagstjórn á komandi tveimur árum eða svo getur ráðið miklu um áframhaldandi lífskjarasókn íslensks almennings næsta áratuginn. Fjármálastjórnin og peningamálastjórnin verða að ganga í takt.
Stokkað upp í markaðsviðskiptum hjá Kviku
Tilkynnt var um talsverðar mannabreytingar innan Kviku í dag en á meðal þeirra sem hefur ákveðið að láta af störfum er Stefán Eiríks Stefánsson sem hefur verið forstöðumaður gjaldeyrismiðlunar bankans frá árinu 2015.
Tekjuvöxtur hjá móðurfélagi Heimkaupa en tapið fimmfaldaðist
Tekjur Wedo, móðurfélag Heimkaupa, Hópkaupa og Bland.is, héldu áfram að aukast mikið á árinu 2021 og námu samtals rúmlega 3,1 milljarði króna. Vöxturinn á milli ára var um 36 prósent. Á sama tíma jókst hins vegar tap félagsins verulega og var um 781 milljón króna eftir skatt borið saman við 169 milljóna króna tap á árinu 2020.
Á bleiku skýi
Talið er að fyrstu rósavínin eigi rætur að rekja til sjöttu aldar fyrir Krist þegar Föníkumenn sigldu frá Grikklandi til Marseille í Frakklandi og hófu víngerð. Var afurðinni lýst sem ljósum að lit og má telja líklegt að um hafi verið að ræða þrúgur með þunnu hýði sem að jafnaði gefur af sér ljósari lit.
„Ég var einmana í gegnum allt þetta ferli“
Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarstofunnar Ueno, samþykkti kauptilboðið frá Twitter, lægsta tilboðið sem honum barst, vegna þess að hann sá fram á að geta haft jákvæð áhrif á umræðuna sem verður sífellt skautaðri. Í viðtali við Innherja segir hann að stærsta vandamál nútímans sé það hvernig molnað hefur undan samfélagssáttmálanum á undanförnum árum og að ekki sé gengið nógu langt í því að beita skattkerfinu til að útrýma fátækt.
Akur hagnast um 1.200 milljónir eftir hækkun á virði Ölgerðarinnar
Hagnaður af rekstri framtakssjóðsins Akurs, sem er í eigu lífeyrissjóða og Íslandsbanka, nam um 1.203 milljónum króna á árinu 2021 borið saman við 1.466 milljónir á árinu þar áður. Hagnaður síðasta árs skýrist af hækkun á virði eignarhlutar sjóðsins í Ölgerðinni.
SA segir sóttvarnafrumvarp ótímabært og gallað
Samtök atvinnulífsins telja ótímabært að setja ný heildarlög á sviði sóttvarna sökum þess að ekki hefur farið fram ýtarleg rannsókn á afleiðingum Covid-faraldursins og sóttvarnaaðgerða. Auk þess séu ýmsir vankantar á sóttvarnafrumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi. Þetta kemur fram í umsögn samtakanna um frumvarpið.
Skjálftavirkni hafði veruleg áhrif á afkomu Matorku
Matorka, sem framleiðir laxfiska í landeldi, tapaði 8,4 milljónum evra, jafnvirði 1.160 milljóna króna á síðasta ári en til samanburðar nam tap félagsins 1,1 milljón evra á árinu 2020.
Sigríður og Arnar Þór taka sæti í stjórn Íslandshótela
Tveir nýir stjórnarmenn, Sigríður Olgeirsdóttir og Arnar Þór Másson, koma ný inn í stjórn Íslandshótela, stærstu hótelkeðju landsins, en uppstokkun stjórnarinnar kann að renna stoðum undir fréttaflutning þess efnis að fyrirtækið verði skráð á markað næsta vetur.
Gildi og LIVE vísa því á bug að verðmæti hafi verið flutt milli kynslóða
Framkvæmdastjórar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LIVE) og Gildis lífeyrissjóðs, ásamt tryggingastærðfræðingi hjá Talnakönnun, vísa því á bug að breytingar sem voru gerðar á áunnum lífeyrisréttindum feli í sér að brot á eignarrétti yngri sjóðfélaga. Þvert á móti stuðluðu breytingarnar að „jafnræði milli sjóðfélaga“ og komu í veg fyrir „stórfelldan og óréttlátan tilflutning verðmæta“ frá eldri sjóðfélögum og lífeyrisþegum til þeirra sem yngri eru.
Hver kynslóð fær sitt
Í grein sem birtist í morgun hjá Innherja á Vísi.is gætir mikils misskilnings um eðli þeirra breytinga sem gerðar voru á samþykktum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og Gildis lífeyrissjóðs. Vitnað er til Bjarna Guðmundssonar tryggingstærðfræðings sem telur að með „fordæmalausum“ umreikningi lífeyrisréttinda sé brotið „gróflega á eignarrétti yngri sjóðfélaga.“
Íslenska lífeyriskerfið með hæsta hlutfall sjóðsöfnunar innan OECD
Lífeyrissparnaður landsmanna í formi samtryggingar og séreignar lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila nam 7.083 milljörðum króna í árslok 2021 og jókst um 17,3 prósent á árinu.
Stjórnendur taki sjálfbærni alvarlega til að forðast ásakanir um grænþvott
Villandi upplýsingagjöf af hendi fyrirtækja í tengslum við sjálfbærni og loftlagsmál, eins og þýski eignastýringarrisinn DWS hefur verið ásakaður um, getur valdið alvarlegum orðsporshnekki eða varðað við lög með tilheyrandi fjárhagslegri áhættu eða tapi fyrir viðeigandi fyrirtæki.
Ölgerðin tæpum 12 prósentum yfir útboðsgengi í fyrstu viðskiptum
Hlutabréfaverð Ölgerðarinnar stendur í rétt tæplega 10 krónum eftir að bréf drykkjarvörufyrirtækisins voru tekin til viðskipta í Kauphöllinni í morgun og er því 11,6 prósentum yfir því útboðsgengi sem bauðst almennum fjárfestum. Viðskipti með bréfin hafa numið rúmum 50 milljónum það sem af er degi.
Lítið fór fyrir tugmilljarða tilfærslu milli kynslóða
Nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa gripið til þess ráðs að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum þannig að aukning þessara réttinda sé minni hjá yngri kynslóðinni heldur en þeirri eldri.
CRI hættir við áform um skráningu vegna óróa á mörkuðum
Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI), sem framleiðir metanól úr koltvísýringi og vetni, hefur horfið frá fyrri áformum um skráningu á Euronext Growth markaðinn í Osló í Noregi. Unnið er nú að öðrum leiðum til að styðja við áframhaldandi vöxt fyrirtækisins, sem er meðal annars í eigu fjárfestingarfélagsins Eyris Invest, og gert er ráð fyrir að þeirri fjármögnun ljúki síðar á árinu.
Sjóðirnir nálgast bankanna í umsvifum í óverðtryggðum íbúðalánum
Ný óverðtryggð lán lífeyrissjóðanna til heimila nema samanlagt rúmlega 25,3 milljörðum króna á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Það er einum milljarði króna meira en slíkar lánveitingar sjóðanna voru á öllu árinu 2021.
Tekjur Coripharma jukust um rúm 60 prósent milli ára
Íslenska lyfjafyrirtækið Coripharma tapaði 12,5 milljónum evra, jafnvirði 1.700 milljóna króna, á síðasta ári samanborið við 11 milljóna evra tap á árinu 2020. Rekstrartekjur, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins, námu 9 milljónum evra, eða um 1.250 milljónum króna, og jukust um ríflega 60 prósent milli ára.
Samþykkja samruna Oaktree og Alvotech og skráning boðuð í næstu viku
Mikill meirihluti hluthafa sérhæfða yfirtökufélagsins Oaktree Acquisition Corp. II samþykkti fyrr í kvöld öfugan samruna við íslenska líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech. Gert er ráð fyrir að samrunanum ljúki formlega 15. júní, að öllum öðrum skilyrðum uppfylltum, og að hlutabréf Alvotech verði tekin til viðskipta á Nasdaq markaðnum í New York daginn eftir.
Stefán Broddi ráðinn sveitarstjóri Borgarbyggðar
Stefán Broddi Guðjónsson, sem hefur starfað hjá Arion banka undanfarin tíu ár, hefur verið ráðinn í starf sveitarstjóra í Borgarbyggð af nýjum meirihluta. Áætlað er hann taki við starfinu 1. júlí næstkomandi.
Mæla með kaupum í Nova og verðmeta félagið á yfir 22 milljarða
Hlutafé Nova, sem verður skráð á Aðalmarkað í Kauphöllinni síðar í þessum mánuði, er metið á rúmlega 22,2 milljarða í nýju verðmati sem hefur verið framkvæmt af IFS Greiningu í aðdraganda hlutafjárútboðs fjarskiptafélagsins sem stendur nú yfir og klárast næstkomandi föstudag.
Félag sem fjárfestir í rafmyntum fær heimild hjá Seðlabankanum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur skráð félagið Viska Digital Assets, sem er að setja á fót fagfjárfestasjóð með áherslu á rafmyntir og bálkukeðjutækni, sem rekstraraðila sérhæfðra sjóða.
Nova kallar eftir skýrum reglum um inngrip vegna Huawei
Fjarskiptafélagið Nova hefur kallað eftir því að stjórnvöld setji skýrar leikreglur um heimild hins opinbera, sem má finna í frumvarpi að fjarskiptalögum, til að hafa afskipti af því hvaða birgjar megi útvega búnað í fjarskiptainnviði á Íslandi. Jafnframt leggur Nova til að stjórnvöldum verði skylt að bæta fjarskiptafélögum tjón af íþyngjandi inngripum en það gæti í versta falli hlaupið á mörgum milljörðum króna.