Innherji
Nálgast erlenda markaði af meiri varkárni en snörp leiðrétting ekki í kortunum
Hlutabréfavísitölur beggja vegna Atlantsála eru í hæstum hæðum um þessar mundir og forsvarsmenn sumra íslenskra lífeyrissjóða segjast því nálgast erlenda hlutabréfamarkaði af meiri varkárni en áður. Aðrir eru hins vegar hóflega bjartsýnir um ávöxtunarhorfur til næstu ára og sjá að „óbreyttu ekki skýr teikn á lofti um snarpa leiðréttingu“ á mörkuðum, að mati eins sjóðstjóra.
Sverrir Viðar kaupir og sameinar tvö félög sem velta munu þremur milljörðum
Sverrir Viðar Hauksson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Lykli og Heklu, og sjóður á vegum Ísafold Capital Partners hafa keypt Verslunartækni og Bako Ísberg í því skyni að sameina félögin. Sameinað félag munu að líkindum velta þremur milljörðum króna í ár.
Horfur á að „stíflan bresti“ og fjárfestar fái fé frá framtakssjóðum eftir þurrkatíð
Útgreiðslur til sjóðsfélaga bandarískra framtakssjóða eru nú í lægstu gildum síðan í fjármálakrísunni 2008 til 2009 og eru margir orðnir langeygir eftir að fá laust fé í hendur. Það eru „ágætar horfur á því að stíflan bresti á árinu“, og fjárfestar fái loksins laust fé í hendur eftir „þurrkatíðina“ síðustu tvö árin, segir aðalhagfræðingur Kviku.
Sala á Íslandsbanka myndi auka líkur á uppfærslu hjá vísitölufyrirtækjum
Verði af áformum stjórnvalda um að hefja að nýju söluferli á hlutum ríkisins í Íslandsbanka ætti það að hjálpa íslenska hlutabréfamarkaðinum við að færast hærra upp í gæðaflokkunarstiga hjá alþjóðlegum vísitölufyrirtækjum, að sögn Kauphallarinnar. Stjórnendur hennar viðurkenna að almennt útboð við söluna, eins og lagt er til í þetta sinn, sé „flóknara í framkvæmd“ heldur en tilboðsfyrirkomulag en hafi á móti þann kost að auka frekar þátttöku almennings í hlutabréfaviðskiptum.
LSR setti öll sín atkvæði á Guðjón í stjórnarkjörinu hjá Festi
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, stærsti hluthafinn í Festi, greiddi fráfarandi forstjóra Reita öll atkvæði sín í stjórnarkjöri smásölurisans á hitafundi sem fór fram í morgun. Djúpstæð gjá hefur myndast milli stærstu einkafjárfestanna í hluthafahópi Festar og sumra lífeyrissjóða, sem beittu sér gegn því að fulltrúi þeirra færi í stjórn, en hlutabréfaverð félagsins féll um þrjú prósent í dag og hefur ekki verið lægra á þessu ári.
„Aldrei orðið vitni að öðrum eins vinnubrögðum og beinni íhlutun lífeyrissjóða“
Frambjóðandi til stjórnar úr röðum stærstu einkafjárfesta Festar fór hörðum orðum um starfshætti tveggja stórra lífeyrissjóða, sem höfðu lýst yfir óánægju sinni með tilnefningu hans til stjórnar, í ræðu á aðalfundi og sagðist aldrei hafa upplifað önnur eins vinnubrögð og beina íhlutun af hálfu stofnanafjárfesta. Sakaði Þórður Már Jóhannesson, sem dró framboð sitt til baka á fundinum, sjóðina meðal annars um nýta sér glufu í lögum um kynjakvóta sem tæki í „valdabaráttu“ sinni við stjórnarkjörið.
Rekstur Strax stokkaður upp og eigið fé neikvætt um sjö milljarða
Strax, sem er í meirihluta eigu tveggja Íslendinga og er skráð í sænsku kauphöllina, á í erfiðleikum og hefur markaðsvirði þess lækkað um 86 prósent á einu ári. Eigið var neikvætt um 7,4 milljarða króna og félagið uppfyllir ekki lánaskilmála. Unnið er að endurskipulagningu á rekstrinum og var Urbanista meðal annars selt fyrir tæplega fjóra milljarða til lánveitanda.
Lögmaðurinn John Van De North bætist í hóp eigenda BBA//Fjeldco
Íslenska lögmannsstofan BBA//Fjeldco, sem starfrækir meðal annars skrifstofu í Mayfair í London, hefur stækkað teymi sitt þar í borg með því að fá til liðs við sig bandaríska lögmanninn John Van De North. Hann er með áratuga reynslu af ráðgjöf við stór fjármögnunarverkefni og var áður einn eiganda alþjóðlegu lögmannsstofunnar Goodwin í London.
Bankar veita „skjól á tvísýnum tímum“ og verðmat Íslandsbanka hækkar
Viðskiptabankar veita skjól á tvísýnum tímum, segir í hlutabréfagreiningu þar sem verðmat Íslandsbanka hækkar um 18 prósent frá síðasta mati. Verðmatið er 39 prósentum hærra en markaðsgengi.
Hætta á að kosning á grundvelli aðeins hæfismats skili „of einsleitri“ stjórn
Tilnefningarnefnd Arion varar við því að farin sé sú leið, sem meðal annars framkvæmdastjóri LSR hefur kallað opinberlega eftir, að einvörðungu sé framkvæmt hæfismat á frambjóðendum til stjórnarkjörs enda sé hætta á því að kosning myndi þá ekki skila nauðsynlegri fjölhæfni og þekkingu innan stjórnar. Hún segist hins vegar hafa skilning á því ef stórir hluthafar, sem „ekki hafa fylgst með“ tilnefningarferlinu, finnist skorta á gagnsæi þegar ítrekað sé sjálfkjörið í stjórnir félaga.
Búast við að Alvotech nái „verulegri“ markaðshlutdeild eftir samþykki FDA
Erlendir og innlendir greinendur hafa hækkað talsvert verðmat sitt á Alvotech eftir að félagið hlaut markaðsleyfi í Bandaríkjunum og vegna tímabundins einkaréttar er líftæknilyfjafyrirtækið, ásamt samstarfsaðila sínum Teva, sagt vera í stöðu til að ná „verulegri“ markaðshlutdeild þar í landi í nálægri framtíð með sölu á hliðstæðu við Humira, að mati fjárfestingabankans Barclays. Með blessun FDA á framleiðsluaðstöðu Alvotech er talið að félagið muni í framhaldinu eiga auðveldara um vik að fá samþykki fyrir fleiri lyf á mikilvægasta markaði heims.
Lífeyrissjóðir vilja að rýmkaðar heimildir eigi við um allar óskráðar eignir
Landssamtök lífeyrissjóða kalla eftir því að heimildir til þess að fjárfesta í óskráðum eignum verði rýmkaðar. Fjármála- og efnahagsráðherra er með frumvarp til umsagnar um að lífeyrissjóðir fái auknar heimildir til að fjárfesta í óskráðum fasteignafélögum á íbúðamarkaði en sjóðirnir vilja auka heimildina án tillits til kjarnareksturs.
Skilvirkara CAPE-hlutfall eftir fjölgun félaga í Úrvalsvísitölunni
Með aðstoð Kóða og Nasdaq hafa janúar- og febrúargildi CAPE og VH-hlutfallsins verið birt fyrir Úrvalsvísitöluna OMXI15. Við lokun viðskipta á síðasta viðskiptadegi febrúar endaði virði Úrvalsvísitölunnar á móti hagsveifluleiðréttum hagnaði, svonefnt CAPE-hlutfall, í tæplega 28 og hefur því lækkað lítillega frá áramótum.
Er samfélagsábyrgð tískubylgja?
Ég heyrði áhrifamann í íslensku atvinnulífi halda erindi nýlega þar sem hann sagði að áherslan á samfélagsábyrgð hefði minnkað á undanförnum árum og bætti við að þessi „tískubylgja“ hefði nú þegar náð hámarki. Flestir í salnum virtust kinka kolli frekar en að malda í móinn. Það sem ég velti fyrir mér er hvort að þetta sé ráðandi viðhorf á Íslandi, að samfélagsábyrgð sé tískubylgja!
Arion hyggst stórauka eignir í stýringu og skoðar að stofna fasteignafélag
Arion banki, sem er með leiðandi stöðu á eignastýringarmarkaði, stefnir á að auka eignir í stýringu samstæðunnar um meira en fjörutíu prósent á næstu fimm árum. Þá hefur bankinn hefur til skoðunar að stofna fasteignafélag á íbúðamarkaði sem mögulega yrði skráð í Kauphöll.
Undantekning að samspil trygginga- og fjármálastarfsemi „gangi ekki vel“
Forstjóri Skaga, móðurfélag tryggingafélagsins VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar, segist sjá mikil tækifæri í samþættingu í tryggingafélagsins við fjármálstarfsemi. Reynslan hérlendis og alþjóðlega sýni að slíkt samspil sé farsælt. „Það heyrir heldur til undantekninga að slíkt samspil gangi ekki vel.“
Útkoma kjarasamninga „langstærsti“ óvissuþátturinn fyrir vaxtalækkunarferlið
Þrátt fyrir hátt aðhaldsstig peningastefnunnar þá þarf „allt að falla með okkur“ til þess að hægt verði að hefja vaxtalækkunarferlið í maí, meðal annars að niðurstaða kjarasamninga fái grænt ljós frá Seðlabankanum, að mati skuldabréfamiðlara. Hagfræðingar Arion banka segja hækkun matvöruverðs mestu vonbrigðin í nýjustu verðbólgumælingum en benda á að undirliggjandi verðbólga virðist enn vera að hjaðna.
Ítrekað bent á að gullhúðun ESB reglna draga úr samkeppnishæfni
Samtök iðnaðarins (SI) fagna skipan starfshóps utanríkisráðherra um aðgerðir gegn gullhúðun og telja tímabært að horft verði til samkeppnishæfni Íslands við hvers kyns lagasetningu, hvort sem um ræðir innleiðingu á regluverki Evrópusambandsins í gegnum EES, eða séríslensk lög. Samtökin nefna átta dæmi um gullhúðun sem átt hefur sér stað á undanförnum árum og vekja athygli á að upptalningin sé ekki tæmandi.
Mælir með kaupum í Play og telur útboðsgengið „vel undir“ sanngjörnu virði
Virðismatsgengi Play, sem vinnur núna að því að klára að lágmarki fjögurra milljarða króna hlutafjáraukningu, er rúmlega tvöfalt hærra en útboðsgengið, samkvæmt nýrri hlutabréfagreiningu. Talið er að Play muni skila lítillegum rekstrarhagnaði á þessu ári og það náist jafnvægi milli einingatekna- og kostnaðar í rekstri flugfélagsins.
Bakslag í væntingar um hraða lækkun verðbólgu og vaxta
Fram að nýjustu verðbólgumælingu í morgun, sem sýndi talsvert meiri verðbólgu en greinendur höfðu reiknað með, höfðu skuldabréfafjárfestar í auknum mæli verið farnir að veðja á nokkuð hraða lækkun verðbólgu og vaxta á komandi mánuðum. Verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hækkuðu því skarpt í dag og áhyggjur peningastefnunefndar Seðlabankans af „þrálátri verðbólgu virðast vera að rætast,“ að mati sjóðstjóra.
Fjárfestar virðast enn hafa „litla trú“ á viðsnúningi í rekstri Kviku
Á síðustu fjórðungum hefur „fátt ef eitthvað“ fallið með rekstrinum hjá Kviku og miðað við markaðsvirði bankans, sem er með TM í söluferli, eru væntingar fjárfesta til framhaldsins „mjög hófstilltar,“ að sögn forstjóra Stoða sem telur að undirliggjandi hagnaður eigi að geta tvöfaldast. Fjárfestingafélagið, sem er ráðandi hluthafi í First Water, segir eldið hafa gengið „vonum framar“ í fyrsta fasa og útlit sé fyrir að heildarframleiðsla landeldisfyrirtækisins verði töluvert meiri en áður var talið.
Ótímabær birting innherjaupplýsinga
Pólitísk samstaða náðist nýlega á vettvangi Evrópusambandsins um aðgerðir sem ætlað er að skjóta styrkari stoðum undir evrópska verðbréfamarkaði sem hafa átt erfitt uppdráttar í samkeppni sinni við bandaríska markaði undanfarin ár.
Tilraunaboranir hafnar í Sádi-Arabíu á vegum Reykjavík Geothermal
Félag sem Reykjavík Geothermal (RG) á stóran hlut í hefur hafið boranir á 400 metra tilraunaholu í Sádi-Arabíu. Guðmundur Þóroddsson, stjórnarformaður RG, segir að það sé verið að kanna möguleika á að nýta jarðhita til að kæla húsnæði í Sádi-Arabíu. „Þetta er óhemju spennandi verkefni og er eitt af fyrstu skrefunum til að nýta jarðhita þar í landi.“
Forstjóri Alvotech væntir þess að stórir sölusamningar klárist „á næstu vikum“
Alvotech og samstarfsaðili þess í Bandaríkjunum, lyfjarisinn Teva, eru núna í „virkum viðræðum“ vegna stórra samninga um sölu á líftæknilyfjahliðstæðu íslenska fyrirtækisins við eitt mesta selda lyf í heimi, að sögn forstjóra félagsins, og ættu þær að klárast á næstu vikum. Eftir að samþykki fékkst um markaðsleyfi vestanhafs áformar Alvotech að auka umsvif sín í Vatnsmýrinni með því að efla framleiðslugetuna og fjölga enn frekar starfsfólki.
SFF efast um að frumvarp standist stjórnarskrá og samkeppnisrétt
Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa efasemdir um hvort efni frumvarps er varðar rekstraröryggi greiðslumiðlunar standist stjórnarskrá, samkeppnisrétt og EES-rétt. Viðskiptaráð segir mikilvægt að frumvarpið komi ekki til með að fela í sér ríkissmágreiðslumiðlun í beinni samkeppni við aðrar lausnir sem séu í notkun og þróun.
Stór bankafjárfestir segir óhóflegar eiginfjárkröfur kosta samfélagið tugi milljarða
Langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í Kviku og Arion gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vilja ekki „taka á rót vandans“ í íslensku bankakerfi sem hann segir vera „óhóflegar“ eiginfjárkröfur og kosti heimili og atvinnulífið árlega tugi milljarða vegna meiri vaxtamunar en ella. Forstjóri Stoða hefði viljað sjá vaxtalækkunarferlið hefjast strax á síðasta fundi og brýnir Seðlabankann sem hann telur að sé „oft sinn versti óvinur“ í að ná niður verðbólguvæntingum með svartsýnum spám sínum um verðbólguhorfur.
Verðmetur Play svipað og í yfirstandandi útboði
Jakobsson Capital metur virði hlutafjár Play svipað og gert er í yfirstandandi hlutafjárútboði flugfélagsins. „Helsti munur á Play og Icelandair liggur í rekstrarstöðugleika og fjármögnunaráhættu,“ segir í nýju verðmati, en greinandi telur áætlanir félaganna um að vera með samanlagt yfir 60 flugvélar í rekstri innan fimm ára vera óraunhæfar.
Evrópskir fjárfestar og lífeyrissjóðir koma að kaupum á 23 milljarða hlut í Alvotech
Tveimur dögum eftir að Alvotech fékk formlegt samþykki um markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir sín stærstu lyf hefur íslenska líftæknilyfjafyrirtækið gengið frá sölu á bréfum í félaginu fyrir tæplega 23 milljarða, meðal annars til evrópskra fjárfesta. Fjármunirnir verða nýttir að hluta til að styrkja framleiðslugetuna en hlutabréfaverð Alvotech hefur rokið upp í viðskiptum í Kauphöllinni í morgun.
Gervigreind eða dauði?
David R. Beatty, einn helsti sérfræðingur Kanadamanna um góða stjórnarhætti, hélt fyrirlestur hjá Akademias í vikunni. Hann var að ræða um mikilvægi þess að stjórnir fylgist með tækni og nýsköpun og nefndi þá sérstaklega sem dæmi gervigreind og tæki eins og chatGPT. David var ekkert að skafa utan af því frekar en fyrri daginn þegar hann sagði að annaðhvort myndu íslensk fyrirtæki tileinka sér þessa nýju tækni eða deyja!
Verið að taka úr sambandi mikilvæg skilaboð til neytenda um raforkuskort
Með því að veita ráðherra heimild til að ráðstafa forgangsraforku er verið að draga úr hvatanum til að auka framleiðslu og eins kippa úr sambandi mikilvægum skilaboðum til neytenda um raforkuskort, að sögn varaforseta hagfræðideildar Háskóla Íslands og varaformanns Viðreisnar, sem kallar eftir því að komið sé á skilvirkari samkeppnismarkaði með raforku. Framkvæmdastjóri Samorku líkir framkvæmd rammaáætlunar í dag, sem hann segir vera „háð pólitísku valdi,“ við bankakerfið fyrir um hundrað árum.