Innherji
Ölgerðin er „sóknarfyrirtæki“ án þaks á möguleikum til vaxtar
Ölgerðin hefur vaxið um 73,5 prósent á ári undanfarin þrjú ár. Það þykir „okkur vel af sér fyrir 111 ára gamalt fyrirtæki,“ sagði forstjóri félagsins sem boðaði áframhaldandi sókn. „Við erum sóknarfyrirtæki.“
Spá minni hagnaði hjá bönkum og að þeir nái ekki arðsemismarkmiði
Greinendur telja að hagnaður viðskiptabankanna sem skráðir eru í Kauphöll Íslands muni dragast saman á fyrsta ársfjórðungi um ellefu og 16 prósent milli ára að jafnaði. Þeir spá því að bankarnir nái ekki markmiði sínu um arðsemi eiginfjár á ársfjórðungnum.
Stjórnvöld vilja ekki bjóða erlendum fjárfestum upp á sérstöðu Íslands
Ef það er raunverulega markmiðið að auka beina erlenda fjárfestingu og skapa umhverfi sem eflir hlutabréfamarkaðinn þá væri réttast að selja minnihluta í Landsvirkjun samhliða skráningu á markað og eins opna meira á erlent eignarhald í sjávarútvegi, að mati framkvæmdastjóra eins stærsta lífeyrissjóðs landsins. Þótt Kauphöllin fari stækkandi þá endurspegli hún ekki vel íslenska hagkerfið á meðan stjórnvöld halda verndarhendi yfir þeim atvinnugreinum sem eru með sérstöðu á heimsvísu.
Óttast að stýrivextir lækki seinna vegna lítils aðhalds í fjármálaætlun
Við fyrstu sýn er ekki hægt að segja að tiltrú fjárfesta á að ríkið sé að styðja við peningastefnu Seðlabankans muni aukast við þessa fjármálaáætlun, segir sjóðstjóri skuldabréfa sem telur að það gæti farið svo beðið verði með að lækka stýrivexti fram á næsta ár í ljósi þess hve lítið aðhald er í ríkisfjármálum.
Lífeyrissjóðir stækkuðu stöðuna í Marel og fara með um 40 prósenta hlut
Íslensku lífeyrissjóðirnir, einkum þeir stærstu, juku lítillega við hlutabréfastöðu sína í Marel í fyrra á afar sveiflukenndum og krefjandi tímum á markaði en að teknu tilliti til óbeins eignarhlutar í Eyri Invest fara sjóðirnir núna með samanlagt um fjörutíu prósenta hlut í félaginu. Bandaríska fyrirtækið JBT áformar að gera formlegt yfirtökutilboð í Marel í næsta mánuði en það er meðal annars háð skilyrði um samþykki að lágmarki 90 prósent hluthafa.
WOM í Kólumbíu sækir um greiðsluskjól
Fjarskiptafélagið WOM í Kólumbíu lagði fram beiðni um greiðsluskjól í gær svo að hefja megi endurfjármögnun félagsins en Novator er stærsti hluthafi þess. Björgólfur Thor Björgólfsson, aðaleigandi Novator, hefur fundað með ráðherra fjarskipta í Kólumbíu vegna málsins. WOM í Síle sótti nýverið um greiðslustöðvun í Bandaríkjunum en um er að ræða sjálfstæð fyrirtæki og er endurskipulagning WOM í Kólumbíu „óskyld því ferli“, að sögn Novator.
Óvenjumiklar sveiflur í neysluvenjum viðskiptavina Domino's
Árið 2023 í rekstri Domino‘s litaðist af óvenjumiklum sveiflum í neysluvenjum fólks og krefjandi rekstrarumhverfis. „Það er ljóst að hækkun bæði verðbólgu og stýrivaxta hafði þau áhrif að viðskiptavinir leituðu í auknum mæli í ódýrari kosti á matseðli,” segir forstjóri Domino‘s.
Ráðherra skipaði fyrrverandi aðallögfræðing Seðlabankans í stjórn SKE
Sigríður Logadóttir, sem var meðal annars aðallögfræðingur Seðlabanka Íslands um árabil, hefur nýlega verið skipuð af viðskiptaráðherra í stjórn Samkeppniseftirlitsins. Meira en eitt ár er liðið frá því að drögum að skýrslu starfshóps um mögulega sameiningu eftirlitsins og Neytendastofu var skilað til ráðuneytisins en niðurstaða þeirrar vinnu hefur enn ekki verið opinberuð.
Á „erfitt með að sjá“ að fjármálastarfsemi Skaga vaxi jafn hratt og stefnt sé að
Hlutabréfagreinandi á „erfitt með að sjá“ hvernig tekjur af fjármálastarfsemi Skaga geti numið fjórum milljörðum króna árið 2026 og þannig tæplega fjórfaldast á fáeinum árum. Hann er jafnframt ekki sannfærður um að samlegð með tryggingarekstri og rekstri fjárfestingarbanka sé jafn mikil stjórnendur Skaga telja.
Fyrirtæki í fiskþurrkun hagnaðist um vel á þriðja milljarð við söluna á Kerecis
Fyrirtæki á Vestfjörðum, sem sérhæfir sig einkum í þurrkun fisks, hagnaðist um 2,5 milljarða þegar gengið var frá risasölu á Kerecis til Coloplast síðastliðið haust. Félagið Klofningur, sem hafði verið hluthafi í Kerecis í meira en áratug, greiðir bróðurpart söluhagnaðarins út í arð til eigenda sem eru önnur fyrirtæki og einstaklingar af svæðinu.
Spáir því að vextir haldist áfram háir þrátt fyrir „hóflega“ kjarasamninga
Þrátt fyrir að heldur sé að draga úr þenslu í hagkerfinu er ólíklegt að „hóflegir“ kjarasamningar muni stuðla að því að hraðar dragi úr verðbólgu, að mati Hagfræðistofnunar, sem spáir því að húsnæðisverð muni hækka um liðlega tíu prósent í ár. Gert er ráð fyrir því að meginvextir Seðlabankans muni haldast áfram háir, jafnvel hækka frekar, sem skýrist einkum af miklum umsvifum í ferðaþjónustu.
ACRO hagnast um 600 milljónir eftir tugprósenta tekjuaukningu í fyrra
ACRO verðbréf skilaði metafkomu á árinu 2023 þrátt fyrir krefjandi aðstæður á mörkuðum, þar sem velta á hlutabréfamarkaði dróst talsvert saman, og áformar að greiða meira en sex hundruð milljónir í arð til eigenda félagsins. Á liðnu ári keyptu ACRO eigin bréf í tengslum við starfslok fyrrverandi hluthafa sem verðmat verðbréfafyrirtækið á ríflega einn milljarð.
Heitt hagkerfi heldur innlendu matvælaverði upp en það lækkar erlendis
Verðbólga alþjóðlega í matvælum hefur farið lækkandi og er á svipuðum slóðum og áður en Rússar réðust inn í Úkraínu. Minni verðhækkanir á matvælum í Evrópu hefur verið fleytt áfram til íslenskra neytenda en innlend matvæli hafa hækkað umtalsvert. Hérlendis er nefnilega enn eftirspurnarþrýstingur, segja hagfræðingar.
Oculis að klára milljarða hlutafjárútboð og áformar skráningu í Kauphöllina
Augnlyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, stofnað af tveimur íslenskum prófessorum, er núna á lokametrunum með að klára stóra hlutafjáraukningu frá meðal annars íslenskum fjárfestum og setur stefnuna í kjölfarið á skráningu í Kauphöllina hér heima. Félagið yrði þá tvískráð – því var fleytt á markað í Bandaríkjunum fyrir rétt rúmlega einu ári – en það er í dag með markaðsvirði upp á liðlega sextíu milljarða króna.
Erum frekar að fá til okkar skuldabréfafjárfesta sem horfa til langs tíma
Þær takmarkanir sem eru á framvirkum gjaldeyrisskiptasamningum útilokar í reynd að erlendir skuldabréfasjóðir geti farið að eiga í vaxtamunarviðskiptum af þeirri stærðargráðu sem var á árunum fyrir bankahrun, að sögn seðlabankastjóra. Innflæði fjármagns í íslensk ríkisbréf hefur aukist stöðugt að undanförnu og nemur yfir 40 milljörðum á síðustu sex mánuðum.
Eimskip og Mærsk fylgjast að í miklum gengislækkunum
Eftir nærri þrjátíu prósenta lækkun frá áramótum er hlutabréfaverð Eimskips komið á svipaðar slóðir og fyrir þremur árum. Það er svipuð lækkun og hjá risanum A.P. Møller-Mærsk sem margir innlendir fjárfestar horfa til þegar rýnt er í þróun í skipaflutningi. Eimskip sendi frá afkomuviðvörun í lok síðustu viku en félagið er hins vegar betur rekið og arðbærar en fyrir faraldurinn, að mati hlutabréfagreinanda.
Reglugerða-verðbólga „sérlega íþyngjandi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki“
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að hagsmunagæsla fyrir íslenskt atvinnulíf gagnvart íþyngjandi regluverk frá Evrópusambandinu sé umfangsmikil vinna sem ekki verði sinnt af einum starfsmanni í Brussel. Hún bendir á að reglugerða-verðbólgan, bæði sú evrópska og íslenska, hafi í för með sér umtalsverðan kostnað fyrir fyrirtæki og sé einkum íþyngjandi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.
Stærsti fjárfestirinn í frumútboði Ísfélagsins heldur áfram að bæta við sig
Helstu íslensku lífeyrissjóðirnir í hluthafahópi Ísfélagsins hafa á undanförnum vikum og mánuðum haldið áfram að bæta við eignarhlut sinn í sjávarútvegsfyrirtækinu en það var skráð á markað undir lok síðasta árs. Sá fjárfestir sem var langsamlega umsvifamestur í frumútboði félagsins, Lífeyrissjóður verslunarmanna, hefur frá þeim tíma stækkað hlut sinn um meira en þriðjung í viðskiptum á eftirmarkaði.
Vogunarsjóðum Akta reitt þungt högg eftir óvænt gengisfall Alvotech
Ævintýralegar sveiflur hafa verið á gengi vogunarsjóða í stýringu Akta á undanförnum vikum samhliða hröðu risi og síðan falli á hlutabréfaverði Alvotech. Sjóðastýringarfélagið hefur lagt mikið undir á Alvotech, sem fékk undir lok febrúar langþráð samþykki fyrir markaðsleyfi í Bandaríkjunum, en einn af flaggskipssjóðum Akta tók dýfu um nærri fimmtíu prósent á nokkrum viðskiptadögum þegar það fór að síga á ógæfuhliðina hjá líftæknilyfjafyrirtækinu á hlutabréfamarkaði.
Rafmyntasjóður hækkaði um 71 prósent á þremur mánuðum og á „mikið inni”
Rafmyntasjóður Visku hækkaði um 70,5 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins, nokkuð meira en sem nemur hækkun rafmyntanna Bitcoin og Ethereum. Sjóðstjórar félagsins telja að markaðurinn „eigi mikið inni” og benda á það styttist í að þvingaðar sölur þrotabúa á rafmyntum ljúki og „erfitt að sjá hvaða markaðsaðilar taki við sölukeflinu.“
Bankarnir gætu þurft að hækka útlánakjör til að vega upp tapaðar vaxtatekjur
Ákvörðun peningastefnunefndar um að hækka fasta vaxtalausa bindiskyldu í því skyni að láta lánastofnanir bera hluta af kostnaði sem fylgir gjaldeyrisforðanum mun að óbreyttu þýða tapaðar vaxtatekjur fyrir bankana, að sögn hagfræðings, sem bendir á að Seðlabankinn hafi sjálfur mikinn hag af stórum forða. Aðgerðin styður við peningalegt aðhald en áframhaldandi vöxtur í peningamagni er til marks um að umsvifin séu enn mikil í hagkerfinu.
Eftirspurnarsjokk á húsnæðismarkaðnum
Þrátt fyrir að hugsa megi eftirspurn frá Grindvíkingum sem einhvers konar einskiptis eftirspurnarsjokk þá má ætla að áhrif þess muni vara í allt að tvö ár vegna þess hve seigfljótandi nýtt framboð er.
Fjármálaráðherra segir „lágmarks kurteisi“ að taka fram þegar gullhúða á lög
Fjármála- og efnahagsráðherra sagði að það væri „lágmarks kurteisi“ að tekið væri fram í lagafrumvörpum þegar gengið væri lengra en EES-samningurinn kveði á um. Lagaprófessor sagði að það væri talsvert um að slíkt væri ekki haft upp á borðum. Það væri ólýðræðislegt gagnvart Alþingismönnum. Við þær aðstæður telji þeir að verið sé að innleiða reglur samkvæmt EES-samningum þegar svo sé ekki.
Stórum hluthafa í Marel snýst hugur og styður nú yfirtökutilboð JBT
Adam Epstein, sem fer fyrir vogunarsjóði sem er einn stærsti erlendi hluthafi Marels, styður yfirtökutilboð John Bean Technologies (JBT) í núverandi mynd. Þegar bandaríska matvælatæknifyrirtækið lagði fyrst fram tilboð sitt var hann algerlega andvígur því.
Af skattlagningarvaldi Seðlabankans
Með þeim breytingum sem peningastefnunefnd hefur gert á fastri bindiskyldu er einungis verið að fjármagna risa stóran (og vissulega mjög þarfan) gjaldeyrisforða Seðlabankans með dulinni skattheimtu, að sögn hagfræðings.
Stækkar stöðuna í Reitum og segir vöntun á fjárfestum sem veiti aðhald
Einkafjárfestir, með mikla reynslu af fasteignarekstri, hefur gert sig gildandi í hluthafahópi Reita með því að bæta við hlut sinn fyrir um það bil einn milljarð króna að undanförnu. Hann telur að markaðsvirði fasteignafélaganna í Kauphöllinni sé „alltof lágt“ og bendir á að það sé ekki í samhengi við endurstofnvirði fasteigna þeirra.
Vill að bankarnir beri einnig kostnað af ábata sem fylgir miklum gjaldeyrisforða
Á sérstökum aukafundi sínum hefur peningastefnunefnd Seðlabankans ákveðið að hækka fasta bindiskyldu á lánastofnanir með það að markmiði að „dreifa betur“ kostnaði við að reka peningastefnuna og treysta fjármögnun gjaldeyrisforðans. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem bindiskyldan er hækkuð sem að öðru óbreyttu ætti að minnka svigrúm banka til útlána en hlutabréfaverð þeirra hefur lækkað nokkuð eftir tilkynningu Seðlabankans.
Væntingar skuldabréfamarkaðar til stýrivaxta
Væntingar til stýrivaxta og verðbólgu hafa mikil áhrif á skuldabréfaverð og því er eðlilegt að velta fyrir sér hvaða væntingar megi lesa út úr núverandi skuldabréfaverðum. Á smærri og óstöðugri mörkuðum eins og á Íslandi, stöndum við oft frammi fyrir öðruvísi vandamálum en á stærri og rótgrónari mörkuðum.
Býst við svipuðum fjölda gistinótta á hótelum í ár
Eftirspurnin eftir ferðum til Íslands í sumar er minni en fyrir ári en búast má við að fleiri bóki með skömmum fyrirvara en áður, segir forstjóri samsteypu ferðaskrifstofa. „Það lítur út fyrir gott sumar,“ að sögn framkvæmdastjóra hótelkeðju sem reiknar með að fjöldi gistinótta á hótelum verði með svipuðum hætti og í fyrra.
Fjárfestar tóku dræmt í skilaboð Alvotech um stóran sölusamning „á næstu vikum“
Skilaboð Alvotech um stöðuna í viðræðum vegna sölusamninga vestanhafs á stuttum kynningarfundi í hádeginu ollu nokkrum vonbrigðum meðal innlendra fjárfesta og féll hlutabréfaverð félagsins skarpt strax að afloknum fundi. Félagið segist vera á „lokastigi“ með að klára samning við einn stærsta söluaðilann í Bandaríkjunum vegna líftæknilyfjahliðstæðunnar Simlandi.