Innlent

Engar nýjar vís­bendingar borist lög­reglu

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á Hamraborgarmálinu svokallaða stendur enn yfir. Engar nýjar vísbendingar eða upplýsingar hafa borist og hefur sá sem handtekinn var nokkrum vikum eftir þjófnaðinn enn einn stöðu sakbornings í málinu.

Innlent

Engin gosmóða í dag

Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum í nótt og ekki má búast við gosmóðu yfir suðvesturhorninu í dag.

Innlent

Vilja koma í veg fyrir að börnin taki lögin í eigin hendur

Elísabet Ósk Maríusdóttir hefur verið lögreglumaður í fjögur ár og þar af þrjú sinnt svokallaðri samfélagslöggæslu. Hún sinnir því meðfram almennum löggæslustörfum einn dag í viku. Samfélagslögreglan vinnur markvisst að því að stytta boðleiðir og efla traust í nærsamfélaginu.

Innlent

Full­viss að Guð­rún standi með sér

Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, segist fullviss um að dómsmálaráðherra hafni beiðni Sigríðar Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara, um að hann verði tímabundið leystur frá störfum.

Innlent

„Ég horfði á stykkið og sólina baka það“

Birgir Þór Júlíusson kom að bandaríska manninum sem lést í slysi á Breiðamerkurjökli á sunnudag. Hann reyndi endurlífgun en án árangurs. Birgir Þór er einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Niflheima sem skipuleggur íshellaskoðun í jöklinum. Birgir var í hellinum rétt áður en hann hrundi og varaði annan leiðsögumanninn sem var á leið inn við því að stykki í hellinum gæti hrunið.

Innlent

Katrín tekur sæti í há­skóla­ráði HÍ

Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra hefur tekið sæti í háskólaráði Háskóla Íalands til næstu tveggja ára. Meðal verkefna háskólaráðs er að marka heildarstefnu í málefnum háskólans og setja reglur um starfsemi háskólans á grundvelli laga. Þá fer háskólaráð með úrskurðarvald í málefnum skólans.

Innlent

Betra að blása eða skola nornahárin af til að koma í veg fyrir skemmdir

Bergrún Arna Óladóttir, gjóskulagafræðingur á Veðurstofu Íslands, segir nornahár ekki ný af nálinni. Það þurfi ekki að óttast þau en hún hvetur þó fólk frekar til að skola eða blása þau burt en að bursta þau eða nudda þau burt liggi þau á bíl eða trampólíni. Bergrún ræddi nornahárin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Innlent

Neyðarkassinn eigi að skapa ró

Rauði krossinn hvetur fólk til að útbúa neyðarkassa með helstu nauðsynjun ef hættuástand á borð við náttúruhamfarir steðjar að. En hvað þarf að vera í kassanum? 

Innlent

Ung­menni með hníf í skólanum

Tilkynnt var um ungmenni með hníf í skólanum á lögreglustöð 1, sem sér um Austurbæ, Miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes. Málið var afgreitt með foreldrum, barnavernd og lögreglu.

Innlent

Hafnar því að nokkuð sak­næmt sé í greininni um MAST

Ester Hilmarsdóttir hafnar því alfarið að nokkuð saknæmt sé að finna í skrifum hennar um „glyðrugang eftirlitsstofnana“ en forstjóri Matvælastofnunar og tveir starfsmenn hennar hafa kært ummælin til Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Greint var frá því fyrr í dag.

Innlent

Styttur af Bakkabræðrum af­hjúpaðar á Dal­vík

Styttur af Bakkabræðrunum þeim Gísla, Eiríki og Helga voru afhjúpaðar í morgun á göngustíg ofan Dalvíkur af nemendum Dalvíkurskóla. Ástæðan er sú að bræðurnir voru frá bænum Bakka í Svarfaðardal en skemmtilegu sögurnar af þeim bræðrum þekkja flestir.

Innlent

Sex bílum stolið af Heklu

Brotist var inn í höfuðstöðvar Heklu við Laugaveg 174 í Reykjavík seint í gærkvöldi og sex bifreiðum stolið. Bifreiðarnar eru bæði í eigu fyrirtækisins og viðskiptavina þess.

Innlent

Annar skemmdar­vargurinn hand­tekinn en hinn á bak og burt

Tvo daga í röð voru framin eignaspjöll í og við bygginguna sem stendur við Guðrúnartún 1 í Reykjavík. Í gærmorgun braust þangað inn maður sem braut rúðu og olli öðrum eignaspjöllum innandyra og á mánudagsmorgun gekk annar maður berserksgang fyrir utan húsið, braut þar flísar af klæðningu hússins og framdi önnur skemmdarverk á bílastæðinu við húsið.

Innlent

Erfitt að fylgja þræði í hug­myndum borgarfulltrúans

Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir leiðinlegt að Borgarlínuframkvæmdir séu ekki komnar lengra en með nýjum samgöngusáttmála verði farið á fullt. Hann botnar lítið í hugmyndum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem ýmist stingur upp á fimmfalt dýrari lausn eða ódýrari. 

Innlent

Þungar á­hyggjur af vopna­burði ung­menna

Yfirlögregluþjónar um allt land lýsa yfir áhyggjum af auknum vopnaburði ungmenna og ofbeldishegðun. Þeir segja mikla vinnu fyrir höndum og ekki síst hjá foreldrum til að snúa við þróuninni. Drengur á sextánda ári situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa stungið tvær stúlkur og dreng á sama reki. Sautján ára stúlka er í lífshættu.

Innlent