Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Rætt verður við borgarfulltrúa úr nýjum meiri- og minnihluta í Reykjavík í Pallborðinu á Vísi í dag klukkan tvö. Farið verður yfir brýnustu verkefnin en nýr meirihluti hefur aðeins um fjórtán mánuði til að láta verkin tala. Innlent 27.2.2025 10:12
Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Reykur, skaðaminnkandi þjónusta, opnaði í febrúarmánuði. Í Reyk getur fólk sem reykir ópíóíða og örvandi vímuefni fengið skaðaminnkandi þjónustu og stuðning. Reykur er opinn tvö kvöld í viku og fer þjónustan fram í fólksbíl sem er ekið hvert sem þjónustunnar er þörf á höfuðborgarsvæðinu. Fólk á landsbyggðinni getur sótt þjónustuna í gegnum síma. Innlent 27.2.2025 08:35
Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karl og konu í 22 mánaða fangelsi fyrir stórfelldan innflutning á maríjuana og hassi til landsins. Fólkið flutti efnin til landsins í farangurstöskum sínum með flugi til landsins í desember síðastliðnum. Innlent 27.2.2025 08:29
Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent 26.2.2025 22:07
„Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Dýraverndunarsinni gagnrýnir að Matvælastofnun sendi um 200 kindur af bænum Höfða í Þverárhlíð til slátrunar rétt fyrir sauðburð. Tímasetning aðgerðanna sé grimmileg. Yfirdýralæknir segir Matvælastofnun ekki tjá sig um einstaka mál en segir þó að loks sjái fyrir endann á krónísku dýravelferðarmáli í Borgarfirðinum. Innlent 26.2.2025 19:22
Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Pilturinn sem sætir ákæru eftir hnífstunguárás á menningarnótt skoðaði staðsetningu einnar stúlkunnar sem fyrir árásinni varð hátt í hundrað og fimmtíu sinnum á degi árásarinnar. Forstjóri Persónuverndar hvetur börn og fullorðna til vitundar um hætturnar sem því geta fylgt að deila viðkvæmum upplýsingum á borð við staðsetningu með öðrum. Innlent 26.2.2025 19:00
Flokkur fólksins á niðurleið Fylgi Flokks fólksins hefur fallið um tæp fimm prósentustig frá kosningunum í nóvember samkvæmt nýrri könnun Maskínu og er það mesta breyting á stöðu stjórnmálaflokks á tímabilinu. Innlent 26.2.2025 18:37
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Flugbrautin opnuð á ný Frá og með morgundeginum verður sjúkraflug um austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar leyft á ný. Brautin hefur verið lokuð í tæpar þrjár vikur. Innlent 26.2.2025 18:31
Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um að brotist hefði verið inn í fyrirtæki. Löregluþjónar fóru á vettvang, ræddu við starfsmenn og ætluðu að skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækisins en kom þá í ljós að innbrotsþjófurinn var enn þar inni. Innlent 26.2.2025 18:07
Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Kjarasamningurinn sem Kennarasamband Íslands, ríki og sveitarfélög undirrituðu í gær tryggir um tólf þúsund félagsmönnum launahækkanir upp á 20 til 25 prósent, kjósi þeir að samþykkja hann í atkvæðagreiðslu eftir helgi. Við kynnum okkur sögulegan kjarasamning í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga í beinni. Innlent 26.2.2025 18:02
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Skömmu áður en hann var fyrst kjörinn í stjórn VR gagnrýndi Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður félagsins, annan fyrrverandi formann harðlega fyrir að þiggja biðlaun. Það var eftir að Gunnar Páll Pálsson tapaði kosningum um embætti formanns VR og fékk sjö milljónir í biðlaun. Innlent 26.2.2025 17:48
Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og utanríkisráðuneytið, halda í dag málþing um öryggis- og varnarmál á Íslandi. Þar munu utanríkisráðherra og tveir fyrrverandi utanríkisráðherrar ræða helstu áskoranir Íslands í alþjóðamálum og hvernig megi tryggja öryggi landsins. Innlent 26.2.2025 15:01
Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Bæjarskrifstofur Grindavíkurbæjar munu opna að fullu aftur í Grindavík mánudaginn 10. mars. Innlent 26.2.2025 14:50
Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Þorsteinn Skúli Sveinsson, frambjóðandi til formanns VR segir skýringar Ragnars Þórs Ingólfssonar, um hvers vegna hann þáði sex mánaða biðlaun frá félaginu eftir að hann tók sæti á Alþingi, hjákátlegar. Allir fjórir frambjóðendur til formanns VR eru sammála um að ekki sé við hæfi að fráfarandi formaður þiggi biðlaun þegar viðkomandi hefur þegar gengið í önnur störf. Stjórn VR hefur þegar tekið ákvörðun um breytingar á skilyrðum fyrir greiðslu biðlauna. Innlent 26.2.2025 14:29
Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Grænmetisræktandi á Ísafirði er þungt hugsi yfir fyrirhugðum framkvæmdum við kláf upp á Eyrarfjall með tilheyrandi skipulagsbreytingum. Verði þær að veruleika komi stæði fyrir bíla og rútur og aðkomuvegur þar sem grænmeti hefur verið ræktað með sjálfbærum hætti í tæpan áratug. Bæjarstjóri segir málið á allra fyrsta stigum og í lýðræðislegu ferli. Innlent 26.2.2025 14:20
Tekur varaformannsslaginn Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur kost á sér í embætti varaformanns flokksins. Innlent 26.2.2025 14:00
Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Jakob Reynir Jakobsson veitingamaður mun líklega fá að heita Jakob Reynir Aftur Jakobsson. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm þess efnis í morgun, þar sem úrskurður mannanafnanefndar, um nafnið Aftur, var felldur úr gildi. Innlent 26.2.2025 13:52
Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Ráðist hefur verið í breytingar á stjórnkerfi og skipuriti Kópavogsbæjar sem ætlað er að bæta þjónustu við íbúa, auka skilvirkni og skýra hlutverk og ábyrgð stjórnsýslunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ hefur þremur verið sagt upp í tengslum við breytingarnar sem samþykktar voru á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær. Auglýst verður eftir þremur nýjum skrifstofustjórum á næstu dögum. Innlent 26.2.2025 13:07
Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Formaður Eflingar kveðst hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara og segir augljóst að verka- og láglaunakonur sé hópurinn sem þurfi að virðismeta. Innlent 26.2.2025 11:57
Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Í hádegisfréttum fjöllum við um þau tíðindi sem gerðust á tólfta tímanum í gærkvöldi þegar nýr kjarasamningur kennara var undirritaður í Karpúsinu svokallaða. Innlent 26.2.2025 11:41
Leggjast aftur yfir myndefnið Formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu segir nefndarmenn ekki hafa heyrt orðfæri lögreglumanna við mótmæli í Skuggasundi í maí í fyrra. Til standi að fara aftur yfir myndefni úr búkmyndavélum og skoða málið betur. Innlent 26.2.2025 11:19
Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Prófessor í lögfræði telur að í ljósi breyttra aðstæðna í alþjóðamálum þurfi að grípa til aðgerða án tafar. Hann leggur til stofnun íslensks hers og leyniþjónustu, herskyldu og innlenda hergagnaframleiðslu. Innlent 26.2.2025 11:03
Vilja hvalkjöt af matseðlinum Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga, listamanna og annarra, hafa skrifað undir áskorun sem beinist að veitingamönnum, áskorun þess efnis að þeir taki hvalkjöt af matseðli sínum. Innlent 26.2.2025 10:35
Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi virðist ekki geta fullyrt að Íslendingar sem eru með kynsegin skráningu í vegabréfinu sínu lendi ekki í vandræðum við komuna til Bandaríkjanna. Innlent 26.2.2025 08:35
Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo einstaklinga eftir slagsmál í miðbænum í nótt. Þá var einn handtekinn eftir að nágrannar höfðu tilkynnt hvorn annan nokkrum sinnum. Innlent 26.2.2025 07:01