Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Sjálfstæðisflokkurinn skipti um þingflokksformann í dag. Formaður flokksins segir breytinguna ekki tengjast ólíkum fylkingum innan flokksins. Nýi þingflokksformaðurinn telur að þjóðin sé orðin þreytt á málþófi. Innlent 30.8.2025 21:28
Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Lögregla hafði í dag afskipti af manni sem var að munda hnífa í miðborginni. Honum tókst ekki að flýja lögregluna. Innlent 30.8.2025 20:54
Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Þau voru ánægð leikskólabörnin og starfsmenn í leikskólanum þeirra þegar þau heimsóttu 89 ára gamlan harmonikuleikara og konu hans í Garðabænum þar sem var mikið sungið og spilað. Innlent 30.8.2025 20:05
Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Innlent 30.8.2025 18:01
Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjöldur Íslands hefur vakið athygli stórblaða úti í heimi. Í dag birti Guardian forsíðufrétt þar sem fjallað er um samtökin og „systursamtök“ þeirra víða um Evrópu. Yfirlýstir hollvinir þjóðlegra gilda og verndarar kvenna sem vilja taka lögin í eigin hendur fylkja um götur borga um alla álfuna en Skildirnir svokölluðu virðast hafa vakið sérstaka athygli. Innlent 30.8.2025 15:03
Skjálfti fannst í byggð Jarðskjálfti fannst í byggð klukkan 12:46. Hann mældist 3,1 að stærð og átti upptök sín við Seltún í Krýsuvík. Innlent 30.8.2025 13:02
Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Ólafur Adolfsson var staðfestur í embætti þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, á fundi þingflokksins í Valhöll dag. Hildur Sverrisdóttir, forveri hans í embætti, tilkynnti um afsögn sína í gær. Innlent 30.8.2025 12:45
„Erfið stund en mikilvæg“ Prestur segir röð áfalla á Austurlandi síðasta rúma árið hafa mikil áhrif á samfélagið þar. Mikilvægt sé að svara ákalli fjölskyldu konu sem féll fyrir eigin hendi, um úrbætur í geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni svo fleiri fjölskyldur þurfi ekki að upplifa slíkan harmleik. Innlent 30.8.2025 12:22
Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Kjötsúpa mun flæða um Hvolsvöll og næsta nágrenni um helgina því Kjötsúpuhátíð stendur yfir á svæðinu þar sem allir geta fengið eins mikið af ókeypis kjötsúpa eins og þeir geta í sig látið. Fjölmörg skemmtiatriði verða einnig í boði og risa grillveisla í dag svo eitthvað sé nefnt. Innlent 30.8.2025 12:12
Þorgerður á óformlegum fundi ESB Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, sat óformlegan fund utanríkisráðherra Evrópusambandsins í Kaupmannahöfn í dag. Þar var til umræðu innrás Rússlands í Úkraínu og það hvernig hægt væri að herða refsiaðgerðir gegn Rússum og grípa mögulega til aðgerða gegn skuggaflota Rússlands. Innlent 30.8.2025 12:12
Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Prestur segir röð áfalla á Austurlandi síðasta rúma árið hafa mikil áhrif á samfélagið þar. Mikilvægt sé að svara ákalli fjölskyldu konu sem féll fyrir eigin hendi, um úrbætur í geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni svo fleiri fjölskyldur þurfi ekki að upplifa slíkan harmleik. Innlent 30.8.2025 11:46
Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Starfsmaður Héraðssaksóknara sem er með stöðu sakbornings í PPP málinu svokallaða, vann um árabil á sama tíma fyrir bæði Sérstakan saksóknara og svo Héraðssaksóknara og PPP. Hann er tölvusérfræðingur, heitir Heiðar Þór Guðnason, og vinnur enn hjá Héraðssaksóknara. Innlent 30.8.2025 09:57
Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Vegfarandi varð var við þennan hvirfilbyl á leið suður með sjó um sjöleytið í gærkvöld. Innlent 30.8.2025 09:44
Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Framkvæmdir við Fjallaböðin eru í fullum gangi í Þjórsárdal og er uppsteypa á mannvirkinu sjálfu hafin. Stærsti hluti byggingarinnar verður inni í fjalli. Innlent 30.8.2025 09:30
Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Umhverfis- og skipulagssvið og skrifstofa samgangna og borgarhönnunar leggur til að þar til ljósastýringu verður komið upp á gatnamótum Lækjargötu og Vonarstrætis verði settar upp þrengingar og gatnamótunum breytt þannig að fléttun akreina gerist fyrr. Banaslys varð á gatnamótunum fyrir tveimur árum þegar ökumaður sendibíls lést í kjölfar áreksturs við lyftara. Innlent 30.8.2025 08:32
Náðu fullum þrýstingi í nótt Allir íbúar Grafarvogs ættu að hafa fengið fullan þrýsting á heitavatnið á þriðja tímanum í nótt. Þá hafði viðgerð á stofnlögn til Grafarvogs, sem byrjaði að leka í fyrrinótt, lokið skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi. Innlent 30.8.2025 07:29
Drengurinn fannst heill á húfi Drengur sem leitað var í Ölfusborgum síðan síðdegist í gær fannst heill á húfi. Í kjölfarið var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi til aðhlynningar og er nú kominn í faðm fjölskyldu sinnar. Innlent 30.8.2025 07:12
Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Atvinnuvegaráðuneytið hefur staðfest 150 þúsund króna sekt á kjúklingaræktanda vegna brots á lögum um velferð dýra. Ráðuneytið minnir Matvælastofnun um leið á að halda sig við staðreyndir málsins og halda ályktunum sem njóti ekki stuðnings gagna til hlés. Innlent 30.8.2025 07:00
Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun tilnefna Ólaf Adolfsson sem þingflokksformann. Þetta herma heimildir fréttastofu en Ólafur mun þá taka við af Hildi Sverrisdóttur. Hann er dyggur stuðningsmaður Guðrúnar og góður vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Innlent 30.8.2025 06:18
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Um 150 björgunarsveitarmenn leita tólf ára pilts sem týndist í Ölfusborgum síðdegis í dag. Drengurinn er erlendur ferðamaður og því ekki kunnugur staðháttum. Innlent 29.8.2025 23:30
Guðrún hrókerar í þingflokknum Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun á morgun tilnefna nýjan þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins. Sá mun taka við af Hildi Sverrisdóttur, sem sagði af sér í dag til að forða flokknum frá innri átökum, að eigin sögn. Innlent 29.8.2025 22:15
Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Um sextíu manns leita tólf ára drengs sem týndist í Ölfusborgum eða nágrenni milli Hveragerðis og Selfoss. Drengurinn er erlendur ferðamaður og því ekki kunnugur staðháttum. Innlent 29.8.2025 21:05
Hildur segir af sér til að forðast átök Hildur Sverrisdóttir hefur sagt af sér sem þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Segist hún gera þetta til að forðast átök, þar sem formaður Sjálfstæðisflokksins muni tilnefna annan þingmann sem formann þingflokks. Hildur heldur samt áfram sem þingmaður flokksins. Innlent 29.8.2025 20:12
Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Samfélagið á Fáskrúðsfirði er í molum eftir að hin 24 ára Bríet Irma Ómarsdóttir féll fyrir eigin hendi í vikunni eftir langvarandi baráttu við andleg veikindi og fíknivanda. Systur Bríetar syrgja hana og vona að saga hennar verði hvatning til framfara í geðheilbrigðiskerfinu, sem lék Bríeti grátt. Innlent 29.8.2025 20:01
Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Forseti menntavísindasviðs Hí segir það gjörbyltingu fyrir starfsfólk og nemendur sviðsins að sameinast undir einu þaki á háskólasvæðinu eftir að hafa verið á víð og dreif. Fréttastofa fékk forskot á sæluna og kíkti í heimsókn í Hótel Sögu. Innlent 29.8.2025 19:25