Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Rúmlega tveir þriðju svarenda í skoðanakönnun Prósents finnst að Ísland ætti að hætta við þátttöku í Eurovision á næsta ári ef Ísrael verður meðal þátttökuþjóða. Innlent 11.10.2025 08:25
Halla og Þorbjörg á leið til Kína Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, verður í opinberri heimsókn í Kína dagana 12. til 17. október í boði Xi Jingping forseta Kína. Í för með henni verður Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, en markmið ferðarinnar er að staðfesta góð tvíhliða samskipti ríkjanna tveggja, ræða áframhaldandi viðskipti og samskipti þjóðanna, og samstarf á sviði jarðvarma, jafnréttismála og sjálfbærrar þróunnar. Innlent 11.10.2025 08:04
Hvattir til að leggja tímanlega af stað Vegna fyrirhugaðra viðhaldsframkvæmda á Reykjanesbraut á morgun verður umferð að Keflavíkurflugvelli beint um hjáleið í gegnum Reykjanesbæ. Leiðirnar verða merktar á staðnum. Innlent 10.10.2025 21:42
Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Karlmannsnafnið Múhameð er á meðal fjögurra eiginnafna sem mannanafnanefnd samþykkti í vikunni. Kvenmannsnöfnin Latýna og Khanom hlutu hins vegar ekki náð fyrir augum nefndarinnar. Innlent 10.10.2025 15:49
Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Samfylkingin mælist með mesta fylgi allra flokka á landsvísu samkvæmt nýrri könnun Prósents. Rúm 30 prósent segjast myndu kjósa Samfylkinguna yrði kosið til Alþingis í dag. Samkvæmt könnun er fylgið marktækt meira hjá konum og hjá þeim sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Ríkisstjórnarflokkarnir eru samanlagt með 54 prósent fylgi. Innlent 10.10.2025 13:29
Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Kristján Arnar Ingason í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosfellsbæ til fimm ára frá 1. desember næstkomandi. Innlent 10.10.2025 13:12
Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Sigurbjörgu Fjölnisdóttur í embætti forstjóra Ráðgjafar- og greiningarstöðvar til fimm ára frá 1. desember næstkomandi. Innlent 10.10.2025 13:08
„Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Menntamálaráðherra segist munu taka til skoðunar hvort framhaldsskólanemar séu í minna mæli en áður látnir lesa skáldsögur eftir Halldór Laxness og Íslendingasögur. Það sé hið sorglegasta mál ef satt reynist, en hann muni ekki gefast upp á að koma menntamálum í gott horf. Innlent 10.10.2025 12:20
Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um friðaráætlunina á Gasa sem ísraelsk stjórnvöld féllust á í gærkvöldi. Innlent 10.10.2025 11:36
Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvóti verði að hámarki tæp 44 þúsund tonn á fiskveiðiárinu 2025 til 2026. Ráðgjöfin byggir á mælingum á loðnustofninum sem voru gerðar í síðasta mánuði. Endurmeta á ráðgjöfina eftir áramót. Innlent 10.10.2025 11:14
Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi segist hafa fengið líflátshótun átján mínútum eftir að hafa grínast með það á samfélagsmiðlum að Magga Stína væri búin að tryggja frið á Gasa. Hann segir dæmið sýna að móðgunargirni hafi orðið að dyggð í því sem hann kallar „vókíska menningu vinstrimanna.“ Innlent 10.10.2025 11:01
Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, er nú laus úr haldi Ísraela og á leið til Istanbúl í Tyrklandi. Þaðan mun hún fljúga til Amsterdam í Hollandi þar sem hún mun hitta Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur, dóttur sína. Þar mun hún hvíla sig í nokkra daga áður en hún heldur heim til Íslands. Innlent 10.10.2025 10:20
Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Árleg friðarráðstefna Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytisins, í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, fer fram milli klukkan 10 og 17 í dag. Innlent 10.10.2025 09:30
Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Kynningarfundur borgarstjóra um athafnaborgina - atvinnulíf og uppbyggingu innviða hefst klukkan 9 og stendur í hálfa aðra klukkustund. Fundinum er streymt hér að neðan. Innlent 10.10.2025 08:32
Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Móðir ungs manns sem ók aftan á kyrrstæðan bíl sem lagt var í kanti Reykjanesbrautar að næturlagi segir mikla mildi að ekki hafi farið verr. Bíllinn hafi staðið á sama staðnum í nokkrar vikur, en lögregla segir enga tilkynningu hafa borist og bíllinn því ekki verið fjarlægður. Bíll mannsins og kyrrstæði bíllinn gjöreyðilögðust við áreksturinn. Innlent 10.10.2025 07:02
Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Landsréttur hefur sýknað Brim hf. og TM tryggingar hf. af skaðabótakröfu foreldra ungs skipverja sem drukknaði á sjó í maí 2020. Dómurinn féllst ekki á að með því að vanrækja öryggis- og eftirlitsskyldu sína gagnvart skipverjanum hafi útgerðin bakað sér skaðabótaskyldu á hendur foreldrunum. Innlent 9.10.2025 22:00
Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Rithöfundur og barnabarn Halldórs Laxness syrgir það að bækur hans séu á útleið úr menntaskólum. Hún veltir því fyrir sér hvort bókalestur megi ekki vera krefjandi, sérstaklega í ljósi þess að íslenskan sé á undanhaldi. Innlent 9.10.2025 21:32
Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Tilviljunin ein réði því að Dr. Varsen Aghabekian, utanríkisráðherra Palestínu, væri stödd á Íslandi þegar heimsögulegar fréttir um vopnahlé á Gasa berast. Fréttastofa fékk að fylgja Dr. Varsen eftir á nokkrum stöðum í dag Innlent 9.10.2025 19:39
Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Lögreglan hefur aldrei þurft að leita að eins mörgum börnum og í ár. Lögreglumaður sem sinnir þessum verkefnum segir ráðaleysi ríkja í málaflokknum og nú verði ráðamenn að opna augun fyrir vandanum. Mæður lýsa honum sem bjargvætti. Innlent 9.10.2025 19:37
Söguleg stund Langþráð vopnahlé á Gaza er í augsýn en ísraelska ríkisstjórnin fundar nú um samkomulag sem samninganefndir þeirra og Hamas náðu í gærkvöldi. Í kvöldfréttum sjáum við sögulegar myndir frá fagnaðarlátum á Gaza og í Ísrael og ræðum við utanríkisráðherra Palestínu sem er staddur hér á landi. Innlent 9.10.2025 18:07
Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Refsing manns fyrir að berja annan í höfuðið með steypuklumpi í strætóskýli á Akranesi hefur verið þyngd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi. „Tiltekin atvik“ varðandi stúlku urðu kveikja að slagsmálum milli mannanna tveggja en sá sem fyrir árásinni varð hlaut einnig dóm vegna málsins. Innlent 9.10.2025 17:11
Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? „Það er náttúrulega skandall, að mínu mati, að fólk geti almennt útskrifast með stúdentspróf án þess að lesa bók eftir Halldór Laxness.“ Innlent 9.10.2025 16:44
Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Vegagerðin telur að markmið um bættar samgöngur fyrir alla ferðamáta með lagningu Sundabrautar náist að mestu með því að byggja brú yfir Kleppsvík, jarðgöng nái síður að uppfylla þau markmið, þau útiloki samgöngumöguleika hjólandi og gangandi. Í undirbúningi séu opnir kynningarfundir vegna væntanlegrar umhverfismatsskýrslu um brautina, sem von er á í samráðsgátt Skipulagsstofnunar í næstu viku. Innlent 9.10.2025 15:48
Tólf eldislaxar fundust í sex ám Erfðagreining á 34 löxum hefur leitt í ljós að tólf þeirra reyndust eldislaxar. Eldislaxarnir veiddust í Haukadalsá, Hrútafjarðará, Vatnsdalsá, Blöndu, Reykjadalsá í Borgarfirði og Miðfjarðará. Innlent 9.10.2025 15:48