Innlent

Hér verða áramótabrennur á gaml­árs­dag 2025

Áramótin nálgast óðfluga og halda mörg sveitarfélög í þá hefð að hlaða í áramótabrennur. Vísir tók saman lista með helstu áramótabrennum landsins, listinn er ekki tæmandi og tekur fréttastofa fagnandi ábendingum um brennur sem ekki eru á lista.

Innlent

Gestir á Edition stukku út á nátt­fötunum

Gestir á lúxushótelinu Edition við Hafnarbakkann þurftu óvænt að yfirgefa herbergi sín um eittleytið í nótt þegar að brunavarnakerfi hótelsins fór í gang með tilheyrandi látum. Um bilun í kerfinu reyndist að ræða.

Innlent

Ó­venju mikið að gera hjá slökkvi­liðinu

Nokkuð annríki hefur verið hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem hefur farið í 120 sjúkraflutninga síðastliðinn sólarhringinn sem telst mikið og af þeim voru þrjátíu og sjö svokölluð forgangsverkefni.

Innlent

Sósíal­istar líta til harðstjórnarríkja sem fyrir­mynda

Forsvarsmenn Sósíalistaflokksins hafa ausið ríki með gerræðislegt stjórnarfar eins og Kína, Norður-Kóreu og Rússland lofi á undanförnum misserum. Formaðurinn segir það bull að Ísland sé hluti af lýðræðisríkjum í heiminum og að „sjúkir“ fjölmiðlar ljúgi upp á óvini Bandaríkjastjórnar.

Innlent

Þrír réðust á einn og höfðu af honum far­síma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna ráns í gærkvöldi eða nótt, þar sem þrír karlmenn eru grunaðir um að hafa ráðist á einn með höggum og spörkum og stolið af honum farsíma. Brotaþoli var fluttur á bráðamóttöku en áverkar hans eru sagðir hafa verið minniháttar. Lögregla telur sig vita hverjir voru að verki og er málið í rannsókn.

Innlent

„Rúllandi raf­magns­leysi“ alla daga og tí­faldur þungi í á­rásum

Íbúar Úkraínu glíma við nær daglegt rafmagnsleysi og svefnfriður er jafnan lítill þegar hvað mest lætur í árásum Rússa. Íslendingur í Kænugarði segir umfang loftárása Rússa hafa tífaldast frá því í fyrra með tilliti til fjölda vopna sem nýtt eru til árása á Úkraínu. Það sé til marks um mikla framleiðslugetu Rússa sem sé ekki aðeins áhyggjuefni fyrir Úkraínu heldur Evrópu alla.

Innlent

„Gamla góða Ís­land, bara betra“

Formaður Miðflokksins segir velgengi flokksins í skoðanakönnun vera „pólitískri vakningu“ að þakka. Flokkurinn standi á þeirri gömlu miðju og berst fyrir gamla góða Íslandi, bara betra. Hann ræddi áherslumál Miðflokksins í Sprengisandi í morgun.

Innlent

Gróður farinn að grænka fyrir norðan

Á Akureyri hafa þau undur og stórmerki átt sér stað að gróður er farinn að grænka milli jóla og nýárs. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir að óvenju hlýtt hafi verið í bænum síðustu daga og nokkrir runnar farnir að grænka örlítið.

Innlent

Ferða­kostnaður for­setans rúmar tuttugu milljónir

Kostnaður forsetaembættisins vegna opinberra heimsókna forsetans frá embættistöku nemur yfir tuttugu milljónum króna en enn eiga eftir að berast reikningar vegna Finnlandsferðar. Alls hafa um hundrað og tuttugu fyrirtæki og stofnanir verið með forsetanum í för. Sum þeirra hafa farið í allar ferðirnar nema eina.

Innlent

Marg­faldur þungi í loft­á­rásum og kyn­tákn kveður

Íbúar Úkraínu glíma við nær daglegt rafmagnsleysi og heitavatnsskort og svefnfriður er jafnan lítill þegar hvað mest lætur í árásum Rússa. Íslendingur í Kænugarði segir umfang loftárása Rússa hafa tífaldast frá því í fyrra með tilliti til fjölda vopna sem skotið er á Úkraínu. Það sé til marks um mikla framleiðslugetu Rússa sem sé ekki aðeins áhyggjuefni fyrir Úkraínu heldur Evrópu alla.

Innlent

Segir dulda skatta­hækkun taka gildi á næsta ári

Vilhjálmur Birgisson, formaður starfsgreinasambandsins, segir duldar skattahækkanir á launafólk leynast víða, og verkalýðshreyfingin eigi aldrei að láta þær líðast. Ein slík taki gildi á næsta ári, þegar persónuafsláttur hækkar ekki í takt við launavísitölu.

Innlent

Líkams­á­rás í mið­bænum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af líkamsárás sem tilkynnt var um í miðbænum í nótt og er málið í rannsókn. Sex gistu í fangageymslu lögreglunnar í nótt.

Innlent

Til­hæfu­laus líkams­á­rás í annað sinn og enginn kom til að­stoðar

Leiðsögumaður var á göngu nálægt heimili sínu í Laugardalnum í Reykjavík þegar ráðist var á hana af ástæðulausu. Hún biðlar til fólks að sýna umhyggju en enginn þeirra sem voru á ferli kom henni til aðstoðar eftir árásina. Þetta er í annað skipti sem ráðist hefur verið á hana í þau sjö ár sem hún hefur búið á Íslandi. 

Innlent

Keyptu að­stoð vegna leið­réttingar landsframlags og hring­ferðar ráð­herra

Kostnaður umhverfis- orku, og loftslagsráðuneytisins vegna kaupa á þjónustu frá almannatenglum og auglýsingastofum hefur numið hátt í einni milljón króna á þessu ári, sem er um fjögur hundruð þúsund krónum minna en ráðuneytið varði í slíka þjónustu í fyrra. Ráðuneytið naut meðal annars aðstoðar slíkra sérfræðinga í tengslum við hringferð ráðherra um orkumál í fyrra og vegna leiðréttingar á landsákvörðuðu framlagi Íslands gagnvart Parísarsamningnum.

Innlent

Frumkvæðisvinna lög­reglu að loka fjórum af­hendingar­stöðum

Það var að eigin frumkvæði lögreglu sem ráðist var í lokanir fjögurra verslana á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna gruns um ólöglega sölu áfengis á hátíðardögum. Forsvarsmenn fyrirtækjanna gætu átt sekt yfir höfði sér fyrir brot á reglugerð um smásölu og áfengisveitingar, að sögn Árna Friðleifssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent

„Fara þarf í raun­veru­legar að­gerðir“

„Fara þarf í raunverulegar aðgerðir, sem skila raunverulegum árangri í loftlagsmálum”, segir formaður Bændasamtakanna og bætir við að það hafi verið jákvæð skref í vetur þegar veittur var fjárfestingastuðningur til ylræktarbænda til að draga úr orkukostnaði.

Innlent

Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins

Söfnun hefur verið hrundið af stað fyrir Kjartan Guðmundsson, manninn sem liggur þungt haldinn á spítala í Suður Afríku í kjölfar umferðarslyss. Maðurinn er faðir drengs í meðferð í Suður Afríku en systir drengsins og föðuramma létust í slysinu.

Innlent

Landeldi í vexti og lög­regla lokar áfengisverslunum

Samherji gæti tvöfaldast að stærð nái áform í landeldi fram að ganga að sögn forstjóra félagsins. Félagið hyggist ráðast í þrjátíu milljarða króna fjárfestingu í greininni á næstu misserum með innlendum og erlendum fjárfestum.

Innlent

Ekki talinn tengjast aukinni eld­virkni

Jaðrskjálfti af stærð 3,1 varð við Kleifarvatn laust fyrir klukkan tvö í nótt. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir skjálftann ekki tengjast auknum líkum á eldvirkni.

Innlent