Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Slökktu eld á Stór­höfða

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi þrjá dælubíla á Stórhöfða í Reykjavík á fjórða tímanum vegna tilkynningar um eld í iðnaðarhúsnæði.

Innlent
Fréttamynd

Grind­víkingar fái að velja hvar þeir kjósa

Dómsmálaráðherra hefur birt áform um lagasetningu vegna sveitarstjórnarkosninga í Grindavík í vor. Áformað er að fara þá leið að þeir sem áttu lögheimili í Grindavíkurbæ 9. nóvember 2023 hafi val um að kjósa í Grindavík eða því sveitarfélagi sem þeir eiga nú lögheimili í.

Innlent
Fréttamynd

Uggur í læknum og sam­töl við Norður­lönd nauð­syn­legt

Stjórnvöld verða að bregðast við þegar í stað og opna á samtöl við stjórnvöld á hinum Norðurlöndunum um nýtt samráðskerfi varðandi nám sérgreinalækna, ellegar verður innan tíðar skortur á læknum í ákveðnum sérgreinum hér á landi. Þetta segir formaður Læknafélagsins sem segir ugg í læknastéttinni vegna stöðunnar.

Innlent
Fréttamynd

Fóru ekki fram á lengra varð­hald yfir lög­manninum

Lögreglan á Norðurlandi eystra fór ekki fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lögmanni, sem grunaður er um aðkomu að skipulagðri brotastarfsemi, og honum var því sleppt á föstudag. Hann sat í einangrun allar þær rúmu tvær vikur sem hann sætti gæsluvarðhaldi, vegna rannsóknarhagsmuna.

Innlent
Fréttamynd

Hlaup hafið í Skaft­á

Hlaup er hafið í Skaftá. Björgvin Karl Harðarson bóndi á Hunkubökkum í Skaftárhreppi tók eftir miklum breytingum á ánni milli daga. Sérfræðingar Veðurstofunnar segja hlaupið minniháttar og von sé á tilkynningu.

Innlent
Fréttamynd

Al­var­legt slys á Suður­lands­braut

Alvarlegt slys varð við gönguljós á Suðurlandsbraut vestan við Reykjaveg um klukkan 10 í morgun þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Tveir sjúkrabílar voru sendir á svæðið samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði og var einn fluttur á slysadeild. 

Innlent
Fréttamynd

Lífið gjör­breytt

Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi árið 1998 og fékk ágrædda handleggi árið 2021, segir árangurinn verulegan. Hann geti nú sjálfur keyrt bíl með höndunum, geti verið einn heima og fínhreyfingar séu í þróun. Hann segir læknana ekki endilega búist við því að hann myndi geta hreyft meira en olnbogann eftir aðgerðina.

Innlent
Fréttamynd

Grind­víkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grinda­vík en verður aldrei eins

Grindvíkingar hugsa nú margir um möguleikann á því að flytja aftur heim. Grindavíkurnefndin vinnur að því að kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík og fasteignafélagið Þórkatla vinnur að endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga sem seldu félaginu húsið sitt eftir rýmingu. Veðurstofan hefur spáð eldgosi á næstu vikum en segir óvissu þó hlaupa á mánuðum. 

Innlent
Fréttamynd

Mála­flokkurinn kosti sveitar­fé­lögin milljarða

Bæjarstjóri Garðabæjar hefur áhyggjur af því að sveitarfélögin þurfi að bera allan hallann af lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða en hann vonar að ríkisstjórnin taki til hendi.

Innlent
Fréttamynd

Á­föllin hafi mótað sig

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, segir áföllin sem dundu yfir íslenskt þjóðfélag í ráðherratíð hennar hafa alveg örugglega mótað sig. Sum samtöl sitji eftir. 

Innlent
Fréttamynd

Á­kvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnar­liðana

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir það skýrt að ný samgönguáætlun sé ekki fullunnin og ákvarðanatakan hafi verið byggð á pólitískum hugmyndum, sem þingmaður Samfylkingarinnar harðneitar. Þingmaðurinn segist skilja vonbrigði Austfirðinga varðandi nýja forgangsröðun í jarðgangagerð en enn sé stefnan sett á hringtengingu. Tekist var á um málin í Sprengisandi í morgun.

Innlent