Geir vandar íþróttafréttamönnum ekki kveðjurnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. desember 2017 05:51 Geir Þorsteinsson ákvað í upphafi árs að gefa ekki kost á sér aftur sem formaður Knattspyrnusambands Íslands. VÍSIR/ANTON Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, var ósáttur við íþróttafréttamenn landsins í gærkvöldi eftir að úrslit um kjör á íþróttamanni ársins lágu fyrir. Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð hlutskörpust í kjöri Samtaka Íþróttafréttamanna en hún lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröðinni í golfi.Sjá einnig: Ólafía Þórunn: Veit stundum ekki hvar ég erÓlafía Þórunn Kristinsdóttir var að vonum hin ánægðasta er hún fékk hinn hóflega stóra verðlaunagrip í hendurnar gærkvöldi.Vísir/ErnirÍ næstu tveimur sætum á eftir henni í vali íþróttafréttamannanna voru knattspyrnumennirnir Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson en sá síðarnefndi hreppti útnefninguna á síðasta ári. Íþróttaárið þeirra var engu minna gjöfult; íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, með þá tvo innanborðs, tryggði sér meðal annars þátttökurétt á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. Fyrir vikið varð liðið hlutskarpast í kjörinu á liði síðasta ár sem jafnframt var verðlaunað í gærkvöldi og þjálfari þess, Heimir Hallgrímsson, var valinn þjálfari ársins. Geir vildi engu að síður meir og sakaði íþróttafréttamennina sem stóðu að kjörinu um þekkingarleysi. Á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi kallaði hann eftir breytingum. „Þetta gengur ekki lengur,“ skrifaði Geir og lagði til að kjörið á íþróttamanni ársins yrði kynjaskipt. „Þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins.“ Hann treysti þó ekki íþróttafréttamönnum til að standa að valinu. Hann vilji þess í stað „fá til verkefnisins hundruði [sic] aðila sem til þekkja.“ Færslu Geirs má sjá hér að neðan.Þetta gengur ekki lengur - þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins - fá til verksins hundruði aðila sem til þekkja - knattspyrnumaður ekki valinn ÍMÁ 2017 !!— Geir Thorsteinsson (@FootballGeir) December 28, 2017 Tengdar fréttir Ólafía Þórunn er íþróttamaður ársins Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttamaður ársins 2017. 28. desember 2017 20:31 Ólafía Þórunn: Veit stundum ekki hvar ég er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2017 af Samtökum íþróttafréttamanna. Ólafía lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð í golfi. 28. desember 2017 22:15 Aðeins 43 stigum munaði á Ólafíu og Aroni Einari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörin íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Aron Einar Gunnarsson varð í öðru sæti 28. desember 2017 21:30 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, var ósáttur við íþróttafréttamenn landsins í gærkvöldi eftir að úrslit um kjör á íþróttamanni ársins lágu fyrir. Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð hlutskörpust í kjöri Samtaka Íþróttafréttamanna en hún lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröðinni í golfi.Sjá einnig: Ólafía Þórunn: Veit stundum ekki hvar ég erÓlafía Þórunn Kristinsdóttir var að vonum hin ánægðasta er hún fékk hinn hóflega stóra verðlaunagrip í hendurnar gærkvöldi.Vísir/ErnirÍ næstu tveimur sætum á eftir henni í vali íþróttafréttamannanna voru knattspyrnumennirnir Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson en sá síðarnefndi hreppti útnefninguna á síðasta ári. Íþróttaárið þeirra var engu minna gjöfult; íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, með þá tvo innanborðs, tryggði sér meðal annars þátttökurétt á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. Fyrir vikið varð liðið hlutskarpast í kjörinu á liði síðasta ár sem jafnframt var verðlaunað í gærkvöldi og þjálfari þess, Heimir Hallgrímsson, var valinn þjálfari ársins. Geir vildi engu að síður meir og sakaði íþróttafréttamennina sem stóðu að kjörinu um þekkingarleysi. Á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi kallaði hann eftir breytingum. „Þetta gengur ekki lengur,“ skrifaði Geir og lagði til að kjörið á íþróttamanni ársins yrði kynjaskipt. „Þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins.“ Hann treysti þó ekki íþróttafréttamönnum til að standa að valinu. Hann vilji þess í stað „fá til verkefnisins hundruði [sic] aðila sem til þekkja.“ Færslu Geirs má sjá hér að neðan.Þetta gengur ekki lengur - þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins - fá til verksins hundruði aðila sem til þekkja - knattspyrnumaður ekki valinn ÍMÁ 2017 !!— Geir Thorsteinsson (@FootballGeir) December 28, 2017
Tengdar fréttir Ólafía Þórunn er íþróttamaður ársins Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttamaður ársins 2017. 28. desember 2017 20:31 Ólafía Þórunn: Veit stundum ekki hvar ég er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2017 af Samtökum íþróttafréttamanna. Ólafía lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð í golfi. 28. desember 2017 22:15 Aðeins 43 stigum munaði á Ólafíu og Aroni Einari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörin íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Aron Einar Gunnarsson varð í öðru sæti 28. desember 2017 21:30 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Ólafía Þórunn er íþróttamaður ársins Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttamaður ársins 2017. 28. desember 2017 20:31
Ólafía Þórunn: Veit stundum ekki hvar ég er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2017 af Samtökum íþróttafréttamanna. Ólafía lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð í golfi. 28. desember 2017 22:15
Aðeins 43 stigum munaði á Ólafíu og Aroni Einari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörin íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Aron Einar Gunnarsson varð í öðru sæti 28. desember 2017 21:30