Sá sem átti að taka við enska landsliðinu vill ekki starfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2016 08:15 Gareth Southgate, þjálfari enska 21 árs landsliðsins. Vísir/Getty Tap Englendinga á móti Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi hafði sínar afleiðingar og nú lítur út fyrir að þjálfarastarf enska landsliðsins sé ekki eins eftirsóknarvert og margir héldu. Gareth Southgate, þjálfari enska 21 árs landsliðsins, hefur verið orðaður við enska landsliðsþjálfarastarfið í enskum fjölmiðlum en nú er komið í ljós að hann hefur ekki áhuga á starfinu. Ensku fjölmiðlarnir höfðu velt því fyrir sér að Gareth Southgate myndi taka tímabundið við liðinu á meðan leitað væri að framtíðarstjóra en hann hefur ekki heldur áhuga á því. Gareth Southgate og áhugaleysi hans er á forsíðum flestra íþróttablaðanna í morgun. BBC segir að hinum 45 ára gamla Gareth Southgate hafi hvorki verið boðið starfið né talað við hann frá því að flautað var af í Nice. Gareth Southgate er reyndar ekki sá eini sem hefur lýst því yfir að hann vilji ekki starfið en auðvitað eru til menn sem hafa áhuga. Vandamálið er kannski frekar hvort enska knattspyrnusambandið hafi áhuga á því að ráða þá. Gareth Southgate hefur þjálfað enska 21 árs landsliðið síðan 2013 en undir hans stjórn vann liðið sigur á Toulon-mótinu í Frakklandi. Roy Hodgson sagði starfi sínum lausu strax eftir tapið á móti Íslandi. Nú þurfa forráðamenn enska sambandsins að finna nýjan landliðsþjálfara sem fyrst enda stutt í næsta keppnisleik. England mætir Slóvakíu í fyrsta leik í undankeppni HM 2018 og fer sá leikur fram 4. september næstkomandi. BBC hefur heimildir fyrir því að nöfn eins og Arsene Wenger og Laurent Blanc séu upp á borðinu. Martin Glenn, David Gill og Dan Ashworth munu stýra leitinni að nýjum þjálfara. Nú er að spennandi að sjá hvort Englendingar finni mann sem geti gert eitthvað með þetta unga og efnilega enska landslið. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Sjá meira
Tap Englendinga á móti Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi hafði sínar afleiðingar og nú lítur út fyrir að þjálfarastarf enska landsliðsins sé ekki eins eftirsóknarvert og margir héldu. Gareth Southgate, þjálfari enska 21 árs landsliðsins, hefur verið orðaður við enska landsliðsþjálfarastarfið í enskum fjölmiðlum en nú er komið í ljós að hann hefur ekki áhuga á starfinu. Ensku fjölmiðlarnir höfðu velt því fyrir sér að Gareth Southgate myndi taka tímabundið við liðinu á meðan leitað væri að framtíðarstjóra en hann hefur ekki heldur áhuga á því. Gareth Southgate og áhugaleysi hans er á forsíðum flestra íþróttablaðanna í morgun. BBC segir að hinum 45 ára gamla Gareth Southgate hafi hvorki verið boðið starfið né talað við hann frá því að flautað var af í Nice. Gareth Southgate er reyndar ekki sá eini sem hefur lýst því yfir að hann vilji ekki starfið en auðvitað eru til menn sem hafa áhuga. Vandamálið er kannski frekar hvort enska knattspyrnusambandið hafi áhuga á því að ráða þá. Gareth Southgate hefur þjálfað enska 21 árs landsliðið síðan 2013 en undir hans stjórn vann liðið sigur á Toulon-mótinu í Frakklandi. Roy Hodgson sagði starfi sínum lausu strax eftir tapið á móti Íslandi. Nú þurfa forráðamenn enska sambandsins að finna nýjan landliðsþjálfara sem fyrst enda stutt í næsta keppnisleik. England mætir Slóvakíu í fyrsta leik í undankeppni HM 2018 og fer sá leikur fram 4. september næstkomandi. BBC hefur heimildir fyrir því að nöfn eins og Arsene Wenger og Laurent Blanc séu upp á borðinu. Martin Glenn, David Gill og Dan Ashworth munu stýra leitinni að nýjum þjálfara. Nú er að spennandi að sjá hvort Englendingar finni mann sem geti gert eitthvað með þetta unga og efnilega enska landslið.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Sjá meira