Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júní 2016 12:45 Michael Cox bendir á að tvö af þremur mörkum andstæðinganna hafi komið eftir að vörn Íslands vinstra megin var spiluð sundur og saman. Vísir/EPA Það er full ástæða til að dást að frammistöðu Íslands á EM en þeir eru með augljósa veikleika sem þeir ensku þurfi að nýta sér. Þetta segir Michael Cox, taktískur fótboltasérfræðingur hjá Guardian, sem hefur leikgreint íslenska liðið fyrir stórleikinn gegn Englendingum í Nice í kvöld. Fótboltaumfjöllun á Guardian nýtur mikillar virðingar á Bretlandi og víðar þ.a. reikna má með því að margir kynni sér umfjöllun Cox um íslenska liðið fyrir stórleikinn í kvöld. Cox segir Roy Hodgson, landsliðsþjálfara Englands, lungan úr ferli sínum hafa byggt upp lið svipuð Íslandi. Lið sem spila 4-4-2, liggja djúpt og verjast með sterkri liðsheild. Hodgson kynnti sænskum þjálfurum fyrir svæðisvörn á áttunda áratugnum sem margir, þeirra á meðal Lars Lagerbäck, hafa nýtt sér síðan. Hodgson segir Englendinga bera mikla virðingu fyrir Íslendingum, þeir séu hins vegar augljóslega stóra liðið og viti af því. Hodgson sendi fimm manns úr teymi sínu til að fylgjast með viðureign Austurríkis og Íslands í París. Í þeim hópi var til dæmis Gary Neville en þeir munu hafa verið að líta til veikleika í varnarleik Íslands. Hannes Þór Halldórsson fagnar með íslenska fánann á lofti eftir sigurinn gegn Austurríki.Vísir/Vilhelm Tætir í sig íslensku vörnina Ísland er eina liðið sem fór upp úr riðli sínum án þess að halda hreinu í neinum leik sem Cox telur klárt veikleikamerki hjá liði sem sé hrósað fyrir sterkan varnarleik. Enginn markvörður þurfti að verja fleiri skot í riðlakeppninni en Hannes Þór Halldórsson. Þá eigi íslenska liðið í furðulega miklum erfiðleikum með að bregðast við fyrirgjöfum. Enska liðinu hefur gengið illa að skapa sér færi á mótinu eins og í markalausu jafntefli gegn Slóvakíu þar sem andstæðingurinn lá til baka. Cox reiknar með því að Ísland geri það sama og lái honum hver sem vill. Okkar menn hafa verið mun minna með boltann en andstæðingurinn í leik sínum og landsliðsþjálfararnir viðurkennt að gengið hafi verr en þeir reiknuðu með að halda boltanum innan liðsins. Löng innköst Arons Einars eru sögð beittasta vopnið í sóknarleik Íslands.vísir/getty Styrkleiki hve vel okkar menn þekkist Cox segir kunnugleika íslensku landsliðsmannanna þeirra mesta styrkleika. Aðeins sextán leikmenn hafi byrjað leik í undankeppninni þannig að leikmenn þekkist vel. Þá hafi verið boðið upp á sama byrjunarliðið í öllum þremur leikjunum í Frakklandi.„Íslenska liðið mun ekki gera tilraun til að halda boltanum og stýra gangi leiksins þannig,“ segir Cox í pistli sínum. „Þeir hafa aðeins verið með boltann að meðaltali 35% í leikjunum til þessa og vel megi kalla sóknaruppbyggingu þeirra takmarkaða því algengasta leiðin fram á við er löng spyrna Hannesar í markinu fram á framherjann Kolbein.“Bent er á að Kolbeinn hitti aðeins á samherja í 44% tilrauna til sendinga en sú tölfræði skrifast á að skallaboltarnir sem hann vinnur hafna oftar en ekki hjá leikmönnum andstæðinganna. Beittasta vopn Íslands séu löngu innköst Arons Einars sem skiluðu marki Jóns Daða gegn Austurríki. Að því sögðu mun sóknarleikur Íslands byggja á skyndisóknum.Daniel Sturridge verður líklega í byrjunarliði Englands og reiknað er með því að þeir Kyle Walker reyni að valda usla á hægri væng þeirra ensku.vísir/gettyKeimlík mörk í fyrstu tveimur leikjunumCox minnist á hve teygð fjögurra manna varnarlína Íslands sé þar sem bakverðirnir fari langt út á kantana sem skapi mikið bil á milli miðvarðar og bakvarðar, miðjumaður sé ekki alltaf mættur í hjálparvörnina. Þar skapist svæði fyrir andstæðingana og minnist Cox á að mörk Portúgala og Ungverja hafi einmit komið á þennan veg. Sóknarmenn hafi spilað sig framhjá vinstri bakverðinum Ara Frey Skúlasyni með snöggum sendingum, hægri kantmaður komist í góða fyrirgjafastöðu sem hafi skilað fastri sendingu með jörðinni fyrir markið.Blaðamaður Vísis spurði Heimi Hallgrímsson út í mörkin tvö eftir Ungverjaleikinn og hvort þetta væri áhyggjuefni. Hvort varnarleikurinn yrði skoðaður með tilliti til þessa. Heimir blés á að þetta svæði í vörninni væri veikara en hvað annað. Þegar lið lægi lengi til baka væri viðbúið að á einhverjum tímapunkti myndi skapast færi, eins og hafi gerst í þessum tveimur tilvikum.Cox segir hægri kant Englendinga hafa verið hvað mest skapandi á EM í Frakklandi. Kyle Walker hafi líklega verið besti hægri bakvörður mótsins og Nathaniel Clyne sömuleiðis staðið sig vel í leiknum gegn Slóvakíu. Reiknað er með því að Daniel Sturridge komi inn í liðið á hægri kantinn. Hinn leikni leikmaður Liverpool geti skapað usla í vörn Íslands, spilað sig í skotstöðu með því að leika inn að miðju en þá verið Kyle Walker að koma í utanáhlaup til að skapa plássið. Þá vonast Cox til þess að hlaup Dele Alli, leikmanns Tottenham, upp hægra megin komi Englendingum í yfirtölu og geri íslensku vörninni erfitt fyrir. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Körfubolti Fleiri fréttir Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Sjá meira
Það er full ástæða til að dást að frammistöðu Íslands á EM en þeir eru með augljósa veikleika sem þeir ensku þurfi að nýta sér. Þetta segir Michael Cox, taktískur fótboltasérfræðingur hjá Guardian, sem hefur leikgreint íslenska liðið fyrir stórleikinn gegn Englendingum í Nice í kvöld. Fótboltaumfjöllun á Guardian nýtur mikillar virðingar á Bretlandi og víðar þ.a. reikna má með því að margir kynni sér umfjöllun Cox um íslenska liðið fyrir stórleikinn í kvöld. Cox segir Roy Hodgson, landsliðsþjálfara Englands, lungan úr ferli sínum hafa byggt upp lið svipuð Íslandi. Lið sem spila 4-4-2, liggja djúpt og verjast með sterkri liðsheild. Hodgson kynnti sænskum þjálfurum fyrir svæðisvörn á áttunda áratugnum sem margir, þeirra á meðal Lars Lagerbäck, hafa nýtt sér síðan. Hodgson segir Englendinga bera mikla virðingu fyrir Íslendingum, þeir séu hins vegar augljóslega stóra liðið og viti af því. Hodgson sendi fimm manns úr teymi sínu til að fylgjast með viðureign Austurríkis og Íslands í París. Í þeim hópi var til dæmis Gary Neville en þeir munu hafa verið að líta til veikleika í varnarleik Íslands. Hannes Þór Halldórsson fagnar með íslenska fánann á lofti eftir sigurinn gegn Austurríki.Vísir/Vilhelm Tætir í sig íslensku vörnina Ísland er eina liðið sem fór upp úr riðli sínum án þess að halda hreinu í neinum leik sem Cox telur klárt veikleikamerki hjá liði sem sé hrósað fyrir sterkan varnarleik. Enginn markvörður þurfti að verja fleiri skot í riðlakeppninni en Hannes Þór Halldórsson. Þá eigi íslenska liðið í furðulega miklum erfiðleikum með að bregðast við fyrirgjöfum. Enska liðinu hefur gengið illa að skapa sér færi á mótinu eins og í markalausu jafntefli gegn Slóvakíu þar sem andstæðingurinn lá til baka. Cox reiknar með því að Ísland geri það sama og lái honum hver sem vill. Okkar menn hafa verið mun minna með boltann en andstæðingurinn í leik sínum og landsliðsþjálfararnir viðurkennt að gengið hafi verr en þeir reiknuðu með að halda boltanum innan liðsins. Löng innköst Arons Einars eru sögð beittasta vopnið í sóknarleik Íslands.vísir/getty Styrkleiki hve vel okkar menn þekkist Cox segir kunnugleika íslensku landsliðsmannanna þeirra mesta styrkleika. Aðeins sextán leikmenn hafi byrjað leik í undankeppninni þannig að leikmenn þekkist vel. Þá hafi verið boðið upp á sama byrjunarliðið í öllum þremur leikjunum í Frakklandi.„Íslenska liðið mun ekki gera tilraun til að halda boltanum og stýra gangi leiksins þannig,“ segir Cox í pistli sínum. „Þeir hafa aðeins verið með boltann að meðaltali 35% í leikjunum til þessa og vel megi kalla sóknaruppbyggingu þeirra takmarkaða því algengasta leiðin fram á við er löng spyrna Hannesar í markinu fram á framherjann Kolbein.“Bent er á að Kolbeinn hitti aðeins á samherja í 44% tilrauna til sendinga en sú tölfræði skrifast á að skallaboltarnir sem hann vinnur hafna oftar en ekki hjá leikmönnum andstæðinganna. Beittasta vopn Íslands séu löngu innköst Arons Einars sem skiluðu marki Jóns Daða gegn Austurríki. Að því sögðu mun sóknarleikur Íslands byggja á skyndisóknum.Daniel Sturridge verður líklega í byrjunarliði Englands og reiknað er með því að þeir Kyle Walker reyni að valda usla á hægri væng þeirra ensku.vísir/gettyKeimlík mörk í fyrstu tveimur leikjunumCox minnist á hve teygð fjögurra manna varnarlína Íslands sé þar sem bakverðirnir fari langt út á kantana sem skapi mikið bil á milli miðvarðar og bakvarðar, miðjumaður sé ekki alltaf mættur í hjálparvörnina. Þar skapist svæði fyrir andstæðingana og minnist Cox á að mörk Portúgala og Ungverja hafi einmit komið á þennan veg. Sóknarmenn hafi spilað sig framhjá vinstri bakverðinum Ara Frey Skúlasyni með snöggum sendingum, hægri kantmaður komist í góða fyrirgjafastöðu sem hafi skilað fastri sendingu með jörðinni fyrir markið.Blaðamaður Vísis spurði Heimi Hallgrímsson út í mörkin tvö eftir Ungverjaleikinn og hvort þetta væri áhyggjuefni. Hvort varnarleikurinn yrði skoðaður með tilliti til þessa. Heimir blés á að þetta svæði í vörninni væri veikara en hvað annað. Þegar lið lægi lengi til baka væri viðbúið að á einhverjum tímapunkti myndi skapast færi, eins og hafi gerst í þessum tveimur tilvikum.Cox segir hægri kant Englendinga hafa verið hvað mest skapandi á EM í Frakklandi. Kyle Walker hafi líklega verið besti hægri bakvörður mótsins og Nathaniel Clyne sömuleiðis staðið sig vel í leiknum gegn Slóvakíu. Reiknað er með því að Daniel Sturridge komi inn í liðið á hægri kantinn. Hinn leikni leikmaður Liverpool geti skapað usla í vörn Íslands, spilað sig í skotstöðu með því að leika inn að miðju en þá verið Kyle Walker að koma í utanáhlaup til að skapa plássið. Þá vonast Cox til þess að hlaup Dele Alli, leikmanns Tottenham, upp hægra megin komi Englendingum í yfirtölu og geri íslensku vörninni erfitt fyrir.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Körfubolti Fleiri fréttir Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Sjá meira