Fótbolti

Ísland áfram besta Norðurlandaþjóðin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísland tapaði fyrir Noregi í gær en 17 sætum munar á liðunum á heimslistanum.
Ísland tapaði fyrir Noregi í gær en 17 sætum munar á liðunum á heimslistanum. vísir/epa
Ísland er í 34. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem var gefinn út í morgun. Íslenska liðið hækkar um eitt sæti frá síðasta lista.

Ísland er ennþá efsta Norðurlandaþjóðin á listanum en Svíar eru einu sæti neðar en íslenska liðið. Danir eru í 38. sæti, Norðmenn í 51. sæti, Finnar í 67. sæti og Færeyingar í 89. sæti.

Argentína er áfram í 1. sæti listans og Belgía í því öðru. Kólumbía fer upp í 3. sætið og heimsmeistarar Þýskalands í það fjórða. Evrópumeistarar Spánverja eru í 6. sæti og Englendingar í því ellefta. Gestgjafarnir á EM, Frakkar, eru aðeins í 17. sæti.

Ísland er neðst á styrkleikalistanum af þeim þjóðum sem eru í F-riðli á EM 2016. Portúgal er í 8. sæti, Austurríki í því tíunda og Ungverjar í 20. sæti.

Tíu efstu þjóðirnar á heimslista FIFA:

1. Argentína

2. Belgía

3. Kólumbía

4. Þýskaland

5. Síle

6. Spánn

7. Brasilía

8. Portúgal

9. Úrúgvæ

10. Austurríki




Fleiri fréttir

Sjá meira


×