„Ásakanirnar voru það alvarlegar að ekki var annað hægt en að vísa málinu til ríkissaksóknara“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. janúar 2016 10:30 Ásgeir Karlsson, yfirmaður á greiningardeild ríkislögreglustjóra. Ásgeir var yfirmaður fíkniefnadeildar til 2007 þegar Karl Steinar Valsson tók við starfinu. Vísir/Pjetur Ásgeir Karlsson, yfirmaður á greiningardeild ríkislögreglustjóra, segir að átta lögreglumenn hafi í eigin persónu leitað til ríkislögreglustjóra vegna viðbragðsleysis sem þeir fundu fyrir hjá yfirmönnum sínum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Umkvörtunarefnið var samstarfsmaður þeirra til margra ára, lögreglufulltrúi hjá fíkniefnadeild sem nú hefur verið vikið frá störfum á meðan mál hans er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. „Staðreynd málsins er sú að það koma hingað átta lögreglumenn og tala við okkur. Þeir lýsa yfir áhyggjum sínum með stöðuna,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Um árabil hafa verið háværar ásakanir í garð lögreglufulltrúa hjá fíkniefnadeildinni, ásakanir frá samstarfsmönnum sem eru enn við störf og hafa fært sig um set, en sömuleiðis frá aðilum utan úr bæ, upplýsingagjöfum. Yfirmenn fulltrúans í fíkniefnadeild sáu þó í tæpan áratug aldrei ástæðu til að láta óháðan aðila, ríkissaksóknara, skoða hvort eitthvað væri hæft í ásökununum. Hann gegndi um tíma yfirmannsstöðu í bæði upplýsinga- og fíkniefnadeild sem þykir afar umdeilt. Brotahópar í fíkniefnaheiminum geta haft mikinn hag af upplýsingum úr röðum lögreglu. Vísir/GVASameinuðust loks um athugasemdirnar Starfsemi fíkniefnadeildar er afar leynileg enda rannsóknir viðkvæmar og mikilvægt að traust ríki meðal þeirra sem sinna rannsóknum. Oft er stuðst við hlerunarbúnað, eftirfararbúnað og leynilegar myndavélar í þeim tilgangi að reyna að ná til stóru fiskanna í fíkniefnaheiminum, þeirra sem fjármagna innflutning og sjá um dreifingu hér á landi.Eftir áralangar efasemdir fóru samstarfsmenn hjá fíkniefnadeild að ræða saman um stöðu mála og úr varð að níu urðu sammála um að breytingar yrði að gera. Mál lögreglufulltrúans yrði að taka til rannsóknar. Rétt er að taka fram að nokkrir starfsmenn hafa áður og raunar endurtekið gert hver fyrir sig athugasemdir við störf mannsins. Í fyrsta skipti í vor myndaðist hópur manna, meirihluti starfsmanna deildarinnar, sem var ofboðið.Aldís Hilmarsdóttir hefur verið yfirmaður fíkniefnadeildar frá því fyrri hluta árs 2014.Fóru framhjá Aldísi og fengu engin viðbrögð hjá Friðriki Smára Innan lögreglu er verklagið þannig að starfsmenn eiga að leita til síns næsta yfirmanns með umkvörtunarefni sín. Aldís Hilmarsdóttir og svo Friðrik Smári Björgvinsson eru næstu yfirmenn í fíkniefnadeild en hópurinn mun ekki hafa treyst sér ekki til að viðra áhyggjurnar við Aldísi vegna þess hve náið samband fulltrúans og Aldísar var. Fóru þeir til Friðriks Smára en fengu engin viðbrögð frá honum. Þá mátu þeir stöðuna svo að þeir þyrftu að fara framhjá yfirmönnum sínum og leita annað með málið.„Þeir leita hingað af því þeir fá ekki framgang hjá LRH,“ segir Ásgeir. „Þess vegna koma þeir hingað.“Níu manna hópur starfsmanna fíkniefnadeildar fékk engin viðbrögð við athugasemdum sínum hjá Friðriki Smára Björgvinssyni yfirlögegluþjóni.Vísir/Anton BrinkÁsakanir snúa að brotum í starfi Af þeim níu sem að í sameiningu höfðu lýst yfir áhyggjum við Friðrik Smára héldu átta til ríkislögreglustjóra. Þar voru menn ekki í neinum vafa að athugasemdirnar væru það alvarlegar að þær þyrftu að fara á borð ríkissaksóknara sem hafði þar til um áramót það hlutverk að rannsaka lögreglumenn sem grunur leikur á að hafi gerst brotlegur í starfi. Héraðssaksóknari tók við því hlutverki um áramót og fór mál fulltrúans í framhaldinu inn á borð hans og er nú til formlegrar rannsóknar.Aðspurður hvort athugasemdir samstarfsmanna fulltrúans hafi snúið að samstarfsörðugleikum eða hvort ásakanir hafi verið um brot í starfi segir Ásgeir að samstarfsörðugleikar séu ekki mál sem fari á borð ríkissaksóknara. Ásakanir snúi að meintum brotum í starfi.„Við mátum málið það alvarlegt að það yrði að upplýsa ríkissaksóknara um málið.“Sigríður Björk tók þá ákvörðun að vísa lögreglufulltrúanum frá störfum.Vísir/ErnirVísuðu málinu strax til ríkissaksóknara Ásgeir staðfestir að ríkissaksóknara hafi verið kynnt málið þann 15. maí í fyrra eftir að lögreglumennirnir leituðu til ríkislögreglustjóra. Málið hafi verið unnið í samvinnu við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, áður en því var vísað áfram.„Við hefðum aldrei vísað þessu áfram nema við teldum málið það alvarlegt að ekki væri annað hægt en að kynna ríkissaksóknara málið.“ Á sama tíma var lögreglufulltrúinn færður til í starfi, úr fíkniefnadeild og yfir í kynferðisbrotadeild. Sú ákvörðun Sigríðar Bjarkar mæltist ekki vel fyrir hjá Aldísi og Friðriki Smára samkvæmt heimildum Vísis.Karl Steinar og lögreglufulltrúinn störfuðu afar náið saman í fíkniefnadeildarinnar á árum Karls Steinars sem yfirmanns deildarinnar, frá 2007-2014.Vísir/ErnirSegir niðurstöðu Karls Steinars afdráttarlausa Eins og fram hefur komið í fréttum Vísis af málinu eru ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum ekki nýjar af nálinu. Þær hafa verið um árabil og voru meðal annars háværar árið 2011 þegar Karl Steinar Valsson var yfirmaður fíkniefnadeildar. Fór svo að Karl Steinar kallaði menn á fund og fullyrti við þá að rannsókn hefði farið fram á ásökununum. Þær ættu ekki við rök að styðjast og mönnum væri fyrir bestu að hætta að ræða þær og einbeita sér að vinnu sinni.Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri staðfesti við Vísi í gær að greinargerð frá Karli Steinari hefði borist sér, Friðriki Smára og yfirstjórn LRH í febrúar 2012. Sagði hann niðurstöðu greinargerðarinnar það afdráttarlausa að ekki hefði þótt tilefni til að fara með málið lengra. Engu skipti þótt Karl Steinar hefði verið nánasti yfirmaður lögreglufulltrúans. Í skriflegu svari til Vísis vísaði Jón beint í orð Karls Steinars í greinargerðinni:„...það sé ekkert sem renni stoðum undir sögusagnir um að lögreglufulltrúi sem um ræðir fari ekki að reglum og fyrirmælum og það sé alls engin ástæða til þess að vantreysta honum í því starfi sem hann gegndi“ Ólafur Þór Hauksson, nýskipaður héraðssaksóknari.vísir/gvaEkki annað hægt en að vísa til ríkissaksóknaraÁsgeir segir að ásakanirnar sem komu inn á borð ríkislögreglustjóra síðastliðið vor hafi bæði verið við störf fulltrúans fyrir ársbyrjun 2012, þegar Karl Steinar hélt fyrrnefndan fund með samstarfsmönnum fulltrúans, og eftir. „Ásakanirnar voru það alvarlegar að ekki var annað hægt en að vísa málinu til ríkissakóknara.“ Rúmu hálfu ári síðar er formleg rannsókn hafin og er málið á borði Ólafs Þórs Haukssonar, héraðssaksóknara. Annar starfsmaður fíkniefnadeildar er einnig til rannsóknar en þar sem mál hans kom upp fyrir áramót mun ríkissaksóknari ljúka þeirri rannsókn. Báðir lögreglumennirnir hafa verið leystir tímabundið frá störfum á meðan rannsókn fer fram. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúanum vísað frá störfum Héraðssaksóknari hóf formlega rannsókn á mánudaginn og í dag var fulltrúanum vísað frá störfum. 14. janúar 2016 15:23 Greinargerðin svo afdráttarlaus að ekki var talin ástæða til að vísa málinu til ríkissaksóknara „Það voru sögusagnir um að maðurinn væri ekki traustins verður en þær sögusagnir voru um atriði sem ekki var hægt að festa hendi á,“ segir Jón H.B. Snorrason. 14. janúar 2016 18:00 Ríkislögreglustjóri segir yfirmenn verða að svara hvernig tekið var á ásökununum Friðrik Smári Björgvinsson og Jón H.B. Snorrason hafa ekki viljað upplýsa hvað gert var við greinargerð Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglu. 14. janúar 2016 12:00 Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ásgeir Karlsson, yfirmaður á greiningardeild ríkislögreglustjóra, segir að átta lögreglumenn hafi í eigin persónu leitað til ríkislögreglustjóra vegna viðbragðsleysis sem þeir fundu fyrir hjá yfirmönnum sínum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Umkvörtunarefnið var samstarfsmaður þeirra til margra ára, lögreglufulltrúi hjá fíkniefnadeild sem nú hefur verið vikið frá störfum á meðan mál hans er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. „Staðreynd málsins er sú að það koma hingað átta lögreglumenn og tala við okkur. Þeir lýsa yfir áhyggjum sínum með stöðuna,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Um árabil hafa verið háværar ásakanir í garð lögreglufulltrúa hjá fíkniefnadeildinni, ásakanir frá samstarfsmönnum sem eru enn við störf og hafa fært sig um set, en sömuleiðis frá aðilum utan úr bæ, upplýsingagjöfum. Yfirmenn fulltrúans í fíkniefnadeild sáu þó í tæpan áratug aldrei ástæðu til að láta óháðan aðila, ríkissaksóknara, skoða hvort eitthvað væri hæft í ásökununum. Hann gegndi um tíma yfirmannsstöðu í bæði upplýsinga- og fíkniefnadeild sem þykir afar umdeilt. Brotahópar í fíkniefnaheiminum geta haft mikinn hag af upplýsingum úr röðum lögreglu. Vísir/GVASameinuðust loks um athugasemdirnar Starfsemi fíkniefnadeildar er afar leynileg enda rannsóknir viðkvæmar og mikilvægt að traust ríki meðal þeirra sem sinna rannsóknum. Oft er stuðst við hlerunarbúnað, eftirfararbúnað og leynilegar myndavélar í þeim tilgangi að reyna að ná til stóru fiskanna í fíkniefnaheiminum, þeirra sem fjármagna innflutning og sjá um dreifingu hér á landi.Eftir áralangar efasemdir fóru samstarfsmenn hjá fíkniefnadeild að ræða saman um stöðu mála og úr varð að níu urðu sammála um að breytingar yrði að gera. Mál lögreglufulltrúans yrði að taka til rannsóknar. Rétt er að taka fram að nokkrir starfsmenn hafa áður og raunar endurtekið gert hver fyrir sig athugasemdir við störf mannsins. Í fyrsta skipti í vor myndaðist hópur manna, meirihluti starfsmanna deildarinnar, sem var ofboðið.Aldís Hilmarsdóttir hefur verið yfirmaður fíkniefnadeildar frá því fyrri hluta árs 2014.Fóru framhjá Aldísi og fengu engin viðbrögð hjá Friðriki Smára Innan lögreglu er verklagið þannig að starfsmenn eiga að leita til síns næsta yfirmanns með umkvörtunarefni sín. Aldís Hilmarsdóttir og svo Friðrik Smári Björgvinsson eru næstu yfirmenn í fíkniefnadeild en hópurinn mun ekki hafa treyst sér ekki til að viðra áhyggjurnar við Aldísi vegna þess hve náið samband fulltrúans og Aldísar var. Fóru þeir til Friðriks Smára en fengu engin viðbrögð frá honum. Þá mátu þeir stöðuna svo að þeir þyrftu að fara framhjá yfirmönnum sínum og leita annað með málið.„Þeir leita hingað af því þeir fá ekki framgang hjá LRH,“ segir Ásgeir. „Þess vegna koma þeir hingað.“Níu manna hópur starfsmanna fíkniefnadeildar fékk engin viðbrögð við athugasemdum sínum hjá Friðriki Smára Björgvinssyni yfirlögegluþjóni.Vísir/Anton BrinkÁsakanir snúa að brotum í starfi Af þeim níu sem að í sameiningu höfðu lýst yfir áhyggjum við Friðrik Smára héldu átta til ríkislögreglustjóra. Þar voru menn ekki í neinum vafa að athugasemdirnar væru það alvarlegar að þær þyrftu að fara á borð ríkissaksóknara sem hafði þar til um áramót það hlutverk að rannsaka lögreglumenn sem grunur leikur á að hafi gerst brotlegur í starfi. Héraðssaksóknari tók við því hlutverki um áramót og fór mál fulltrúans í framhaldinu inn á borð hans og er nú til formlegrar rannsóknar.Aðspurður hvort athugasemdir samstarfsmanna fulltrúans hafi snúið að samstarfsörðugleikum eða hvort ásakanir hafi verið um brot í starfi segir Ásgeir að samstarfsörðugleikar séu ekki mál sem fari á borð ríkissaksóknara. Ásakanir snúi að meintum brotum í starfi.„Við mátum málið það alvarlegt að það yrði að upplýsa ríkissaksóknara um málið.“Sigríður Björk tók þá ákvörðun að vísa lögreglufulltrúanum frá störfum.Vísir/ErnirVísuðu málinu strax til ríkissaksóknara Ásgeir staðfestir að ríkissaksóknara hafi verið kynnt málið þann 15. maí í fyrra eftir að lögreglumennirnir leituðu til ríkislögreglustjóra. Málið hafi verið unnið í samvinnu við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, áður en því var vísað áfram.„Við hefðum aldrei vísað þessu áfram nema við teldum málið það alvarlegt að ekki væri annað hægt en að kynna ríkissaksóknara málið.“ Á sama tíma var lögreglufulltrúinn færður til í starfi, úr fíkniefnadeild og yfir í kynferðisbrotadeild. Sú ákvörðun Sigríðar Bjarkar mæltist ekki vel fyrir hjá Aldísi og Friðriki Smára samkvæmt heimildum Vísis.Karl Steinar og lögreglufulltrúinn störfuðu afar náið saman í fíkniefnadeildarinnar á árum Karls Steinars sem yfirmanns deildarinnar, frá 2007-2014.Vísir/ErnirSegir niðurstöðu Karls Steinars afdráttarlausa Eins og fram hefur komið í fréttum Vísis af málinu eru ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum ekki nýjar af nálinu. Þær hafa verið um árabil og voru meðal annars háværar árið 2011 þegar Karl Steinar Valsson var yfirmaður fíkniefnadeildar. Fór svo að Karl Steinar kallaði menn á fund og fullyrti við þá að rannsókn hefði farið fram á ásökununum. Þær ættu ekki við rök að styðjast og mönnum væri fyrir bestu að hætta að ræða þær og einbeita sér að vinnu sinni.Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri staðfesti við Vísi í gær að greinargerð frá Karli Steinari hefði borist sér, Friðriki Smára og yfirstjórn LRH í febrúar 2012. Sagði hann niðurstöðu greinargerðarinnar það afdráttarlausa að ekki hefði þótt tilefni til að fara með málið lengra. Engu skipti þótt Karl Steinar hefði verið nánasti yfirmaður lögreglufulltrúans. Í skriflegu svari til Vísis vísaði Jón beint í orð Karls Steinars í greinargerðinni:„...það sé ekkert sem renni stoðum undir sögusagnir um að lögreglufulltrúi sem um ræðir fari ekki að reglum og fyrirmælum og það sé alls engin ástæða til þess að vantreysta honum í því starfi sem hann gegndi“ Ólafur Þór Hauksson, nýskipaður héraðssaksóknari.vísir/gvaEkki annað hægt en að vísa til ríkissaksóknaraÁsgeir segir að ásakanirnar sem komu inn á borð ríkislögreglustjóra síðastliðið vor hafi bæði verið við störf fulltrúans fyrir ársbyrjun 2012, þegar Karl Steinar hélt fyrrnefndan fund með samstarfsmönnum fulltrúans, og eftir. „Ásakanirnar voru það alvarlegar að ekki var annað hægt en að vísa málinu til ríkissakóknara.“ Rúmu hálfu ári síðar er formleg rannsókn hafin og er málið á borði Ólafs Þórs Haukssonar, héraðssaksóknara. Annar starfsmaður fíkniefnadeildar er einnig til rannsóknar en þar sem mál hans kom upp fyrir áramót mun ríkissaksóknari ljúka þeirri rannsókn. Báðir lögreglumennirnir hafa verið leystir tímabundið frá störfum á meðan rannsókn fer fram.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúanum vísað frá störfum Héraðssaksóknari hóf formlega rannsókn á mánudaginn og í dag var fulltrúanum vísað frá störfum. 14. janúar 2016 15:23 Greinargerðin svo afdráttarlaus að ekki var talin ástæða til að vísa málinu til ríkissaksóknara „Það voru sögusagnir um að maðurinn væri ekki traustins verður en þær sögusagnir voru um atriði sem ekki var hægt að festa hendi á,“ segir Jón H.B. Snorrason. 14. janúar 2016 18:00 Ríkislögreglustjóri segir yfirmenn verða að svara hvernig tekið var á ásökununum Friðrik Smári Björgvinsson og Jón H.B. Snorrason hafa ekki viljað upplýsa hvað gert var við greinargerð Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglu. 14. janúar 2016 12:00 Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Lögreglufulltrúanum vísað frá störfum Héraðssaksóknari hóf formlega rannsókn á mánudaginn og í dag var fulltrúanum vísað frá störfum. 14. janúar 2016 15:23
Greinargerðin svo afdráttarlaus að ekki var talin ástæða til að vísa málinu til ríkissaksóknara „Það voru sögusagnir um að maðurinn væri ekki traustins verður en þær sögusagnir voru um atriði sem ekki var hægt að festa hendi á,“ segir Jón H.B. Snorrason. 14. janúar 2016 18:00
Ríkislögreglustjóri segir yfirmenn verða að svara hvernig tekið var á ásökununum Friðrik Smári Björgvinsson og Jón H.B. Snorrason hafa ekki viljað upplýsa hvað gert var við greinargerð Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglu. 14. janúar 2016 12:00
Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43