Enski boltinn

Gríðarlegir yfirburðir Man City gegn West Brom | Sjáðu mörkin og rauða spjaldið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Neil Swarbrick rekur Gareth McAuley út af á 2. mínútu.
Neil Swarbrick rekur Gareth McAuley út af á 2. mínútu. Vísir/Getty
Englandsmeistarar Manchester City komust aftur á sigurbraut þegar þeir lögðu West Brom að velli, 3-0, í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Mörkin úr leiknum og rauða spjaldið má sjá hér að neðan.

Lærisveinar Tony Pulis, knattspyrnustjóra febrúar-mánaðar í ensku úrvalsdeildinni, urðu fyrir miklu áfalli strax á 2. mínútu þegar Gareth McAuley fékk að líta rauða spjaldið.

Neil Swarbrick, dómari leiksins, var hins vegar ekki alveg með á nótunum því hann rak rangan mann af velli. Craig Dawson, ekki McAuley, gerðist brotlegur og hefði með réttu átt að fá rauða spjaldið í stað samherja síns.

Einum fleiri höfðu City-menn mikla yfirburði og til marks um þá áttu þeir 24 marktilraunir gegn engri hjá West Brom í fyrri hálfleik.

Tvö þessara skota fóru í markið. Wilfried Bony kom City yfir á 27. mínútu með sínu fyrsta marki fyrir Englandsmeistaranna og Fernando kom City í 2-0 á 40. mínútu. Þannig var staðan fram á 77. mínútu þegar David Silva skoraði þriðja og síðasta markið eftir sendingu frá Stevan Jovetic. Alls átti City 43 marktilraunir gegn aðeins þremur.

Manchester City er í 2. sæti deildarinnar með 58 stig, sex stigum á eftir toppliði Chelsea.

West Brom er hins vegar í ágætis málum í 13. sæti með 33 stig, átta stigum frá fallsæti.

Rauða spjaldið Man City 1-0 West Brom Man City 2-0 West Brom Man City 3-0 West Brom



Fleiri fréttir

Sjá meira


×