Lögreglumál

Fréttamynd

Skipstjóri Júlíusar Geirmundssonar ákærður

Skipstjórinn á togaranum Júlíusi Geirmundssyni hefur verið ákærður fyrir brot á sjómannalögum eftir að grunur kom upp um kórónuveirusmit um borð. Tuttugu og tveir skipverjar sýktust af veirunni.

Innlent
Fréttamynd

Arnar heill á húfi erlendis

Arnar Sveinsson, 32 ára karlmaður sem lögreglan á Austurlandi lýsti eftir í byrjun desember, er kominn í leitirnar. Frá þessu er greint á heimasíðu lögreglunnar. Þar kemur fram að hann sé erlendis og heill á húfi.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri Seyðfirðingar fá að snúa heim

Rýming í hluta Seyðisfjarðar hefur verið endurskoðuð og er fleiri íbúum nú heimilt að snúa aftur í bæinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir handteknir í umfangsmiklum aðgerðum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók rétt í þessu fjóra menn í íbúð í Fossvoginum. Leitað var að einum manni sem er grunaður um innbrot í sama hverfi í nótt en þrír aðrir voru í sömu íbúð þegar lögreglu bar að.

Innlent
Fréttamynd

Telja jarð­lög enn ó­stöðug vegna skriðu sem féll í morgun

Óheft umferð um Seyðisfjörð verður óheimil í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. Þá verða rýmingar á Seyðisfirði og Eskifirði áfram í gildi. Skriða sem féll í morgun gefur vísbendingar um óstöðugleika í jarðlögum.

Innlent
Fréttamynd

Skoraði á lögregluþjóna að koma og mæta örlögunum

Landsréttur hefur staðfest dóms Héraðsdóms Norðurlands eystra um að maður sem sagður er hafa brotið margsinnis á skilyrðum reynslulausnar sinnar eigi að klára afplánun sína. Alls 497 daga. Þann 11. desember voru lögregluþjónar kallaðir til heimahúss á Akureyri þar sem tilkynnt hafði verið um mikil öskur og læti.

Innlent
Fréttamynd

Erlendir lögreglumenn geti haft lögregluvald á Íslandi

Dómsmálaráðherra segir erlendum lögreglumönnum ekki verða gefið ótakmarkað lögregluvald þótt þeir fái heimild til að sinna lögreglustörfum hér á landi samkvæmt nýju frumvarpi. Þingmaður Pírata lýsti áhyggjum af þessum fyrirhuguðu breytingum á lögreglulögum á Alþingi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Fjórum veitingastöðum veitt tiltal vegna sóttvarna

Lögregla heimsótti á annan tug veitingahúsa í gærkvöldi í eftirliti með sóttvörnum vegna Covid-19 og voru flestir með allt til fyrirmyndar. Veitingamenn fjögurra staða fengu tiltal þar sem bent var á hvað mætti gera betur.

Innlent