Lögreglumál

Fréttamynd

Grunaður um að hafa lokkað dreng upp í bíl og brotið á honum

Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhald yfir karlmanni á sjötugsaldri sem er grunaður um að hafa í ágúst lokkað fjórtán ára dreng upp í bílinn sinn og brotið á honum. Karlmaðurinn var handtekinn sama dag og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Meðal gagna málsins eru samskipti í farsíma þar sem umræður eru af kynferðislegum toga.

Innlent
Fréttamynd

Fjölbreytt verkefni: Skemmdarverk, óspektir og ölvunarsvefn

Það er óhætt að segja að verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi verið nokkuð fjölbreytt í gærkvöldi og nótt. Í miðborginni var maður handtekinn vegna innbrots og þjófnaðar, kona handtekinn vegna óspekta og lögregla kölluð til eftir að ökumaður ók bifreið sinni á ljósastaur.

Innlent
Fréttamynd

Formanninum krossbrá þegar hann sá umdeilda Facebook-færslu Sigurðar G

Sigurði Erni Hilmarssyni, formanni Lögmannafélags Íslands, brá beinlínis þegar hann sá ljósmyndir sem Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti en þar má sjá brot úr lögregluskýrslu þar sem fjallað er um mál þeirra Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur og Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns.

Innlent
Fréttamynd

Sjö stöðvaðir við vímuefnaakstur

Um klukkan 19 í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um slagsmál á bar í póstnúmerinu 108. Einn var handtekinn og vistaður í fangageymslu og þolandinn fluttur á bráðamóttöku til skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Sér­sveitin kölluð á Kefla­víkur­flug­völl

Lögreglan á Suðurnesjum og sérsveit ríkislögreglustjóra voru kölluð á Keflavíkurflugvöll í dag eftir að tilkynning barst flugstöðvardeild lögreglunnar um torkennilegan hlut sem fannst í handfarangri farþega við vopnaleit. Munurinn reyndist að endingu hættulaus.

Innlent
Fréttamynd

Þrír réðust á einn og rændu hann

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um rán í miðbænum. Þrír einstaklingar réðust þar á mann, veittu honum áverka og rændu hann. Í dagbók lögreglu segir að málið sé til rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamaður fylgdi Google Maps og lenti í ógöngum

Erlendur ferðamaður sem ætlaði á Hótel Ásbrú í Reykjanesbæ þurfti aðstoð lögreglu eftir að hafa lent í ógöngum sem meðal annars má rekja til Google Maps. Maðurinn hafði slegið áfangastað sinn inn í forritið og fengið upp styttri leið að hótelinu.

Innlent
Fréttamynd

Kona skölluð og henni hrint á stigaganginum

Ráðist var á konu á stigagangi við heimili hennar í Laugardalnum skömmu eftir miðnætti í nótt. Henni var hrint og hún skölluð í andlitið svo gleraugu hennar brotnuðu og hún fékk áverka í andlitið.

Innlent
Fréttamynd

Fór inn um ólæstar dyr á heimili í Kópavogi

Um klukkan 2 í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann sem hafði farið inn um ólæstar dyr á heimili í Kópavogi og stolið yfirhöfn og síma. Maðurinn var handtekinn skömmu síðar og munum skilað til eigenda.

Innlent
Fréttamynd

Mál Kristjáns Gunnars fellt niður endanlega

Ríkissaksóknari hefur endanlega fellt niður mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands. Kristján var hnepptur í gæsluvarðhald í lok árs 2019 vegna gruns um frelssisviptingu og brot gegn þremur konum.

Innlent
Fréttamynd

Bíll valt á Reykjanesbraut

Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Reykjanesbraut við Straumsvík í dag með þeim afleiðingum að bílinn valt.

Innlent
Fréttamynd

Lög­regla kölluð til að höfuð­stöðvum KSÍ

Lögreglan var kölluð til að höfuðstöðvum KSÍ fyrr í dag þegar maður gekk þar inn og hafði í hótunum í starfsfólk. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Útiloka hvorki ásetning né gáleysi

Lögreglan útilokar ekki að ásetningur hafi legið að baki þegar kona, sem lögð hafði verið inn á geðdeild Landspítalans, lést fyrr í mánuðinum. Hjúkrunarfræðingur á geðdeildinni er grunuð um að hafa orðið valdur að dauða konunnar.

Innlent