Stj.mál Jafnaðarmenn harma hvarf Sivjar Ungir jafnaðarmenn harma niðurstöðu þingflokks Framsóknarflokks um að fækka konum í ríkisstjórn að því er segir í ályktun þeirra sem samþykkt var á landsþingi Ungra jafnaðarmanna í Hveragerði um helgina og send var fjölmiðlum áðan. Innlent 13.10.2005 14:33 Fundað vegna fjárlagafrumvarpsins Þingflokkar Framsóknar- og Sjálfsstæðisflokks koma saman til fundar nú um fjögurleytið til að ræða drög að fjárlagafrumvarpi. Rúmur mánuður er þar til fjárlagafrumvarpið verður lagt fyrir á Alþingi. Innlent 13.10.2005 14:33 Óvissa um skattalækkanir Ekki liggur endanlega fyrir hvernig staðið verður að skattalækkunum sem kveðið er á um í stjórnarsá<font size="2"></font>ttmála. Fyrstu drög að fjárlögum fyrir næsta ár voru kynnt á þingflokksfundum stjórnarflokkanna sem enn stóðu yfir rétt fyrir fréttir. Innlent 13.10.2005 14:33 Áratuga skref afturábak Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að ákvörðun þingflokksins um að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn sé margra áratuga skref aftur á bak og brjóti í bága við stefnu Framsóknarflokksins. Það sé liðin tíð að fámenn karlaklíka geti stjórnað heilum stjórnmálaflokki. Innlent 13.10.2005 14:33 Framsóknarklíka of valdamikil Elsa B. Friðfinnsdóttir, fyrrverandi aðstoðarkona heilbrigðisráðherra og Framsóknarmaður til margra ára, telur að til sé að verða harður kjarni manna í Framsóknarflokknum sem líði ekki gagnrýni og málefnalega umræðu í flokknum. Innlent 13.10.2005 14:33 Lýsa stuðningi við ráðherraval Stjórnir allra Framsóknarfélaga í Reykjavíkurkjördæmi norður lýsa í ályktun stuðningi við þá niðurstöðu sem varð í ráðherravali Framsóknarflokksins. Í ályktun félaganna segir að formaður og þingflokkur Framsóknarflokksins hafi tekið erfiða en óhjákvæmilega ákvörðun, að skipa ráðherra í væntanlega ríkisstjórn undir forsæti Halldórs Ásgrímssonar. Innlent 13.10.2005 14:33 Fundur Framsóknarkvenna færður Hópur Framsóknarkvenna ætlar að hittast og ráða ráðum sínum í hádeginu í dag vegna þeirrar ákvörðunar Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn. Upphaflega stóð til að halda fundinn í Iðnó, en eftir að Stöð 2 sagði frá fundinum í fréttum í gærkvöldi ákváðu konurnar að flytja fundinn til og vilja talsmenn þeirra ekki upplýsa hvar hann verður haldinn. Innlent 13.10.2005 14:33 Ætla að grípa til aðgerða Framsóknarkonur eru staðráðnar í að grípa til aðgerða vegna óánægju með þingflokk Framsóknarflokksins. Þær felast meðal annars í því að seilast til aukinna áhrifa í flokknum. Talsmaður þeirra segir yfirlýsingu formanns flokksins um breytingar á ríkisstjórninni eftir tvö ár innihaldslitla og vera eins og stormur í vatnsglasi. Innlent 13.10.2005 14:33 Slæmt fyrir jafnréttirbaráttuna Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir Framsóknarflokkinn hafa tekið skref aftur á bak í jafnréttisbaráttu kynjanna og það eigi eftir að kosta flokkinn fylgi í næstu kosningum. Brotthvarf Sivjar Friðleifsdóttur úr ráðherrastóli veiki ríkisstjórnina og hugmyndir um frekari breytingar á ráðherraliði flokksins haldi óvissu innan Framsóknarflokksins gangandi. Innlent 13.10.2005 14:32 Clinton hittir íslenska ráðamenn Bill Clinton mun hitta íslenska ráðamenn á þriðjudaginn kemur, þegar hann verður hér á landi ásamt eiginkonu sinni og sendinefnd Bandaríkjaþings. Leynd hefur ríkt yfir því hvað Clinton-hjónin hyggðust gera hér á landi á þriðjudaginn, en eins og Stöð 2 og Bylgjan hafa greint frá verða þau hér í tengslum við heimsókn sendinefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings. Innlent 13.10.2005 14:32 Framsóknarkonur grípa til aðgerða Framsóknarkonur á höfuðborgarsvæðinu ætla að grípa til aðgerða vegna ákvörðunar Halldórs Ásgrímssonar um að svipta Siv Friðleifsdóttur ráðherrastóli og smala nú til stórfundar í hádeginu á morgun. Siv Friðleifsdóttir telur að andstæðingar sínir ætli að reyna koma sér úr stjórn flokksins á næsta flokksþingi. Innlent 13.10.2005 14:33 Siv hverfur úr ríkisstjórn Siv Friðleifsdóttir hverfur úr ríkisstjórn 15. september. Hún er ekki sátt við það og telur ákvörðun þingflokksins brjóta í bága við nær öll möguleg viðmið. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, boðar frekari breytingar á ráðherraliði flokksins vorið 2006. Innlent 13.10.2005 14:32 Jafnréttisáætlun verði höfð í huga Stjórn Framsóknarfélagsins í Reykjavíkurkjördæmi-suður hefur sent frá sér ályktun þar sem lögð er áhersla á að jafnréttisáætlun flokksins frá 1996 verði höfð í huga þegar ráðherraskipti eiga sér stað þann 15. september næstkomandi. Innlent 13.10.2005 14:32 Sharon beið lægri hlut Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, beið lægri hlut í atkvæðagreiðslu Likud-flokksins í gær en flokksmenn höfnuðu því að leyfa Sharon að mynda samsteypustjórn með Verkamannaflokknum. Þetta er áfall fyrir Sharon og gæti hindrað framgang áætlana um brotthvarf frá Gasa-ströndinni. Erlent 13.10.2005 14:32 Framsóknarflokkurinn fundar Núna klukkan fjögur hófst þingflokksfundur Framsóknarflokksins þar sem væntanlega verður tilkynnt um breytingar á ráðherraliði flokksins. Sem kunnugt er eftirlætur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokknum umhverfisráðuneytið í næsta mánuði þannig að Siv Friðleifsdóttir hættir sem umhverfisráðherra. Innlent 13.10.2005 14:32 Sharon og Arafat fara halloka Ariel Sharon og Jassir Arafat virðast báðir standa höllum fæti eftir pólitísk átök við eigin bandamenn undanfarna daga. Stjórnarslit og nýjar kosningar virðast óumflýjanlegar í Ísrael og palestínska þingið frestaði í dag fundi í mótmælaskyni við Arafat. Erlent 13.10.2005 14:32 Siv víkur úr ríkisstjórn Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra mun víkja úr ríkisstjórn þann 15. september næstkomandi þegar Sjálfstæðismenn taka við umhverfisráðuneytinu. Þetta var tilkynnt eftir þingflokksfund Framsóknarflokksins sem lauk rétt áðan. Innlent 13.10.2005 14:32 Árni verði áfram Árni Magnússon á ekki að víkja úr ráðherrastóli 15. september næstkomandi segja Framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi - norður. Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis - suður sendi hins vegar frá sér ályktun í dag þar sem skorað er á flokksforystu Framsóknar að virða jafnréttisáætlun flokksins. Innlent 13.10.2005 14:32 Sagðist verða flokknum erfið Siv Friðleifsdóttir hótaði því á fundi með þingkonum Framsóknarflokksins í janúar að ef hún missti ráðherrastólinn yrði hún ekki lengur hluti af liðsheildinni í flokknum. Þingflokksfundur hefur verið ákveðinn á morgun. Innlent 13.10.2005 14:32 Skorað á Halldór að þyrma Siv Stjórn fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði hefur skorað á formann Framsóknarflokksins og þingflokk framsóknarmanna að taka tillit til þess að oddviti framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi hafi flest atkvæði á bak við sig af þingmönnum flokksins, þegar gerðar verða breytingar á ráðherraliði flokksins þann 15. september næstkomandi. Innlent 13.10.2005 14:32 Árni víki úr ríkisstjórn Formaður fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði segir að Árni Magnússon eigi að víkja þegar ráðherrum Framsóknarflokksins verður fækkað um einn þann fimmtánda september. Sjálfur segir Árni að ákvörðunin sé þingflokksins og hann muni hlíta henni þegar þar að kemur. Innlent 13.10.2005 14:32 Dagný Jónsdóttir ekki sammála Ekki eru allar framsóknarkonur sammála aðferðum hóps kvenna sem birtu í dag heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu. Þar skora þær á þingflokk Framsóknarflokksins um að virða lög flokksins um jafnrétti. Þetta gera þær vegna þeirrar umræðu að Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, muni láta af embætti þegar formaður flokksins tekur við forsætisráðuneytinu í september. Innlent 13.10.2005 14:32 Breyttar áherslur í Evrópumálum Halldór Ásgrímsson, verðandi forsætisráðherra, segir að aðild Íslands að Evrópusambandinu verði áfram skoðuð með opnum huga. Hann segir að forsætisráðuneytið hafi ávallt frumkvæði í stórum málum. Áherslumunur formanna Sjálfstæðistæðisflokks og Framsóknarflokks í afstöðu til aðildar Íslands að Evrópusambandinu hefur ekki farið leynt. Innlent 13.10.2005 14:32 Meirihluti vill að Siv hætti Mikill meirihluti þingflokks Framsóknarflokksins er þess fylgjandi að Siv Friðleifsdóttir verði látin taka pokann sinn þegar Framsókn lætur ráðherrastól umhverfismála af hendi til Sjálfstæðisflokksins. Hópur framsóknarkvenna berst fyrir stöðu Sivjar og formaður landssamtaka Framsóknarkvenna segir mikla ólgu innan flokksins. Innlent 13.10.2005 14:32 Sjö sóttu um stöðu ráðneytisstjóra Sjö sóttu um stöðu ráðuneytisstjóra í Félagsmálaráðuneytinu, en umsóknarfrestur rann út þann 10. ágúst síðastliðinn. Hermann Sæmundsson var settur ráðuneytisstjóri í Félagsmálaráðuneytinu þegar Berglind Ásgeirsdóttir fór í leyfi og hefur starfað sem slíkur í um tvö ár. Innlent 13.10.2005 14:32 Björn ræddi fjölmiðla á Hólahátíð Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, gerði fjölmiðla að umtalsefni sínu á Hólahátíð í gær, þar sem hann hélt ræðu í fjarveru Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Björn sagði fjölmiðla draga stjórnmálamenn í dilka eftir því hvað þjónaði hagsmunum þeirra. Innlent 13.10.2005 14:31 Halldór fagnar ákvörðun Davíðs Halldór Ásgrímsson, verðandi forsætisráðherra, fagnar þeirri ákvörðun Davíðs Oddssonar að taka við utanríkisráðuneytinu. Hann segir eðlilegt og nauðsynlegt að oddvitar stjórnarflokkanna gegni þessum embættum. Innlent 13.10.2005 14:32 Ekki enn boðað til sumarfunda Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa enn ekki verið boðaðir til árlegs sumarfundar, þar sem meginlínur fjárlagagerðar hafa jafnan verið kynntar. Það hefur verið fastur liður síðla sumars að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur kölluðu þingflokka sína til fundar til að undirbúa haustþing. Innlent 13.10.2005 14:32 Mótmæla með auglýsingu Framsóknarkonur óttast að formaður flokksins ætli að setja Siv Friðleifsdóttur, umhverfisráðherra, út úr ríkisstjórninni. Þær hafa keypt heilsíðuauglýsingu í dagblöðum á morgun þar sem skorað verður á þingflokk Framsóknar að virða lög flokksins um jafnrétti. Innlent 13.10.2005 14:32 Ákvörðun Davíðs eðlileg Formenn stjórnarandstöðuflokkanna telja eðlilegt að Davíð Oddsson forsætisráðherra taki við embætti utanríkisráðherra. Formaður Vinstri grænna vonast til að utanlandsferðum utanríkisráðherra fækki og minni áhersla verði lögð á Evrópusambandið. Innlent 13.10.2005 14:31 « ‹ 171 172 173 174 175 176 177 178 179 … 187 ›
Jafnaðarmenn harma hvarf Sivjar Ungir jafnaðarmenn harma niðurstöðu þingflokks Framsóknarflokks um að fækka konum í ríkisstjórn að því er segir í ályktun þeirra sem samþykkt var á landsþingi Ungra jafnaðarmanna í Hveragerði um helgina og send var fjölmiðlum áðan. Innlent 13.10.2005 14:33
Fundað vegna fjárlagafrumvarpsins Þingflokkar Framsóknar- og Sjálfsstæðisflokks koma saman til fundar nú um fjögurleytið til að ræða drög að fjárlagafrumvarpi. Rúmur mánuður er þar til fjárlagafrumvarpið verður lagt fyrir á Alþingi. Innlent 13.10.2005 14:33
Óvissa um skattalækkanir Ekki liggur endanlega fyrir hvernig staðið verður að skattalækkunum sem kveðið er á um í stjórnarsá<font size="2"></font>ttmála. Fyrstu drög að fjárlögum fyrir næsta ár voru kynnt á þingflokksfundum stjórnarflokkanna sem enn stóðu yfir rétt fyrir fréttir. Innlent 13.10.2005 14:33
Áratuga skref afturábak Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að ákvörðun þingflokksins um að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn sé margra áratuga skref aftur á bak og brjóti í bága við stefnu Framsóknarflokksins. Það sé liðin tíð að fámenn karlaklíka geti stjórnað heilum stjórnmálaflokki. Innlent 13.10.2005 14:33
Framsóknarklíka of valdamikil Elsa B. Friðfinnsdóttir, fyrrverandi aðstoðarkona heilbrigðisráðherra og Framsóknarmaður til margra ára, telur að til sé að verða harður kjarni manna í Framsóknarflokknum sem líði ekki gagnrýni og málefnalega umræðu í flokknum. Innlent 13.10.2005 14:33
Lýsa stuðningi við ráðherraval Stjórnir allra Framsóknarfélaga í Reykjavíkurkjördæmi norður lýsa í ályktun stuðningi við þá niðurstöðu sem varð í ráðherravali Framsóknarflokksins. Í ályktun félaganna segir að formaður og þingflokkur Framsóknarflokksins hafi tekið erfiða en óhjákvæmilega ákvörðun, að skipa ráðherra í væntanlega ríkisstjórn undir forsæti Halldórs Ásgrímssonar. Innlent 13.10.2005 14:33
Fundur Framsóknarkvenna færður Hópur Framsóknarkvenna ætlar að hittast og ráða ráðum sínum í hádeginu í dag vegna þeirrar ákvörðunar Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn. Upphaflega stóð til að halda fundinn í Iðnó, en eftir að Stöð 2 sagði frá fundinum í fréttum í gærkvöldi ákváðu konurnar að flytja fundinn til og vilja talsmenn þeirra ekki upplýsa hvar hann verður haldinn. Innlent 13.10.2005 14:33
Ætla að grípa til aðgerða Framsóknarkonur eru staðráðnar í að grípa til aðgerða vegna óánægju með þingflokk Framsóknarflokksins. Þær felast meðal annars í því að seilast til aukinna áhrifa í flokknum. Talsmaður þeirra segir yfirlýsingu formanns flokksins um breytingar á ríkisstjórninni eftir tvö ár innihaldslitla og vera eins og stormur í vatnsglasi. Innlent 13.10.2005 14:33
Slæmt fyrir jafnréttirbaráttuna Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir Framsóknarflokkinn hafa tekið skref aftur á bak í jafnréttisbaráttu kynjanna og það eigi eftir að kosta flokkinn fylgi í næstu kosningum. Brotthvarf Sivjar Friðleifsdóttur úr ráðherrastóli veiki ríkisstjórnina og hugmyndir um frekari breytingar á ráðherraliði flokksins haldi óvissu innan Framsóknarflokksins gangandi. Innlent 13.10.2005 14:32
Clinton hittir íslenska ráðamenn Bill Clinton mun hitta íslenska ráðamenn á þriðjudaginn kemur, þegar hann verður hér á landi ásamt eiginkonu sinni og sendinefnd Bandaríkjaþings. Leynd hefur ríkt yfir því hvað Clinton-hjónin hyggðust gera hér á landi á þriðjudaginn, en eins og Stöð 2 og Bylgjan hafa greint frá verða þau hér í tengslum við heimsókn sendinefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings. Innlent 13.10.2005 14:32
Framsóknarkonur grípa til aðgerða Framsóknarkonur á höfuðborgarsvæðinu ætla að grípa til aðgerða vegna ákvörðunar Halldórs Ásgrímssonar um að svipta Siv Friðleifsdóttur ráðherrastóli og smala nú til stórfundar í hádeginu á morgun. Siv Friðleifsdóttir telur að andstæðingar sínir ætli að reyna koma sér úr stjórn flokksins á næsta flokksþingi. Innlent 13.10.2005 14:33
Siv hverfur úr ríkisstjórn Siv Friðleifsdóttir hverfur úr ríkisstjórn 15. september. Hún er ekki sátt við það og telur ákvörðun þingflokksins brjóta í bága við nær öll möguleg viðmið. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, boðar frekari breytingar á ráðherraliði flokksins vorið 2006. Innlent 13.10.2005 14:32
Jafnréttisáætlun verði höfð í huga Stjórn Framsóknarfélagsins í Reykjavíkurkjördæmi-suður hefur sent frá sér ályktun þar sem lögð er áhersla á að jafnréttisáætlun flokksins frá 1996 verði höfð í huga þegar ráðherraskipti eiga sér stað þann 15. september næstkomandi. Innlent 13.10.2005 14:32
Sharon beið lægri hlut Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, beið lægri hlut í atkvæðagreiðslu Likud-flokksins í gær en flokksmenn höfnuðu því að leyfa Sharon að mynda samsteypustjórn með Verkamannaflokknum. Þetta er áfall fyrir Sharon og gæti hindrað framgang áætlana um brotthvarf frá Gasa-ströndinni. Erlent 13.10.2005 14:32
Framsóknarflokkurinn fundar Núna klukkan fjögur hófst þingflokksfundur Framsóknarflokksins þar sem væntanlega verður tilkynnt um breytingar á ráðherraliði flokksins. Sem kunnugt er eftirlætur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokknum umhverfisráðuneytið í næsta mánuði þannig að Siv Friðleifsdóttir hættir sem umhverfisráðherra. Innlent 13.10.2005 14:32
Sharon og Arafat fara halloka Ariel Sharon og Jassir Arafat virðast báðir standa höllum fæti eftir pólitísk átök við eigin bandamenn undanfarna daga. Stjórnarslit og nýjar kosningar virðast óumflýjanlegar í Ísrael og palestínska þingið frestaði í dag fundi í mótmælaskyni við Arafat. Erlent 13.10.2005 14:32
Siv víkur úr ríkisstjórn Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra mun víkja úr ríkisstjórn þann 15. september næstkomandi þegar Sjálfstæðismenn taka við umhverfisráðuneytinu. Þetta var tilkynnt eftir þingflokksfund Framsóknarflokksins sem lauk rétt áðan. Innlent 13.10.2005 14:32
Árni verði áfram Árni Magnússon á ekki að víkja úr ráðherrastóli 15. september næstkomandi segja Framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi - norður. Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis - suður sendi hins vegar frá sér ályktun í dag þar sem skorað er á flokksforystu Framsóknar að virða jafnréttisáætlun flokksins. Innlent 13.10.2005 14:32
Sagðist verða flokknum erfið Siv Friðleifsdóttir hótaði því á fundi með þingkonum Framsóknarflokksins í janúar að ef hún missti ráðherrastólinn yrði hún ekki lengur hluti af liðsheildinni í flokknum. Þingflokksfundur hefur verið ákveðinn á morgun. Innlent 13.10.2005 14:32
Skorað á Halldór að þyrma Siv Stjórn fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði hefur skorað á formann Framsóknarflokksins og þingflokk framsóknarmanna að taka tillit til þess að oddviti framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi hafi flest atkvæði á bak við sig af þingmönnum flokksins, þegar gerðar verða breytingar á ráðherraliði flokksins þann 15. september næstkomandi. Innlent 13.10.2005 14:32
Árni víki úr ríkisstjórn Formaður fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði segir að Árni Magnússon eigi að víkja þegar ráðherrum Framsóknarflokksins verður fækkað um einn þann fimmtánda september. Sjálfur segir Árni að ákvörðunin sé þingflokksins og hann muni hlíta henni þegar þar að kemur. Innlent 13.10.2005 14:32
Dagný Jónsdóttir ekki sammála Ekki eru allar framsóknarkonur sammála aðferðum hóps kvenna sem birtu í dag heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu. Þar skora þær á þingflokk Framsóknarflokksins um að virða lög flokksins um jafnrétti. Þetta gera þær vegna þeirrar umræðu að Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, muni láta af embætti þegar formaður flokksins tekur við forsætisráðuneytinu í september. Innlent 13.10.2005 14:32
Breyttar áherslur í Evrópumálum Halldór Ásgrímsson, verðandi forsætisráðherra, segir að aðild Íslands að Evrópusambandinu verði áfram skoðuð með opnum huga. Hann segir að forsætisráðuneytið hafi ávallt frumkvæði í stórum málum. Áherslumunur formanna Sjálfstæðistæðisflokks og Framsóknarflokks í afstöðu til aðildar Íslands að Evrópusambandinu hefur ekki farið leynt. Innlent 13.10.2005 14:32
Meirihluti vill að Siv hætti Mikill meirihluti þingflokks Framsóknarflokksins er þess fylgjandi að Siv Friðleifsdóttir verði látin taka pokann sinn þegar Framsókn lætur ráðherrastól umhverfismála af hendi til Sjálfstæðisflokksins. Hópur framsóknarkvenna berst fyrir stöðu Sivjar og formaður landssamtaka Framsóknarkvenna segir mikla ólgu innan flokksins. Innlent 13.10.2005 14:32
Sjö sóttu um stöðu ráðneytisstjóra Sjö sóttu um stöðu ráðuneytisstjóra í Félagsmálaráðuneytinu, en umsóknarfrestur rann út þann 10. ágúst síðastliðinn. Hermann Sæmundsson var settur ráðuneytisstjóri í Félagsmálaráðuneytinu þegar Berglind Ásgeirsdóttir fór í leyfi og hefur starfað sem slíkur í um tvö ár. Innlent 13.10.2005 14:32
Björn ræddi fjölmiðla á Hólahátíð Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, gerði fjölmiðla að umtalsefni sínu á Hólahátíð í gær, þar sem hann hélt ræðu í fjarveru Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Björn sagði fjölmiðla draga stjórnmálamenn í dilka eftir því hvað þjónaði hagsmunum þeirra. Innlent 13.10.2005 14:31
Halldór fagnar ákvörðun Davíðs Halldór Ásgrímsson, verðandi forsætisráðherra, fagnar þeirri ákvörðun Davíðs Oddssonar að taka við utanríkisráðuneytinu. Hann segir eðlilegt og nauðsynlegt að oddvitar stjórnarflokkanna gegni þessum embættum. Innlent 13.10.2005 14:32
Ekki enn boðað til sumarfunda Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa enn ekki verið boðaðir til árlegs sumarfundar, þar sem meginlínur fjárlagagerðar hafa jafnan verið kynntar. Það hefur verið fastur liður síðla sumars að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur kölluðu þingflokka sína til fundar til að undirbúa haustþing. Innlent 13.10.2005 14:32
Mótmæla með auglýsingu Framsóknarkonur óttast að formaður flokksins ætli að setja Siv Friðleifsdóttur, umhverfisráðherra, út úr ríkisstjórninni. Þær hafa keypt heilsíðuauglýsingu í dagblöðum á morgun þar sem skorað verður á þingflokk Framsóknar að virða lög flokksins um jafnrétti. Innlent 13.10.2005 14:32
Ákvörðun Davíðs eðlileg Formenn stjórnarandstöðuflokkanna telja eðlilegt að Davíð Oddsson forsætisráðherra taki við embætti utanríkisráðherra. Formaður Vinstri grænna vonast til að utanlandsferðum utanríkisráðherra fækki og minni áhersla verði lögð á Evrópusambandið. Innlent 13.10.2005 14:31