Körfubolti

Fréttamynd

Enn bið eftir fyrsta leik hjá Loga - óvissa um stöðu Saint Etienne

Logi Gunnarsson lék ekki fyrsta leik sinn með Saint Etienne í frönsku C-deildinni um helgina eins og áætlað var. Mál Saint Etienne er komið í algjöran hnút á ný eftir að 15 af 16 liðum hafa neitað að spila á móti liðinu. Það varð því ekkert að leik Angers BC 49 og Saint Etienne á laugardaginn.

Körfubolti
Fréttamynd

Tyrkir unnu Spánverja á EM í körfu í Póllandi

Tyrkir héldu áfram sigurgöngu sinni á EM í körfu í Póllandi með 63-60 sigri á Spánverjum í fyrsta leik liðanna í milliriðli í gær. Tyrkir hafa þar með unnið alla fjóra leiki sína á mótinu alveg eins og Frakkar og Grikkir í hinum milliriðlinum.

Körfubolti
Fréttamynd

Þjóðverjar unnu óvæntan sigur á Evrópumeisturum Rússa

Það halda áfram óvæntir hlutir að gerast á Evrópumótinu í körfubolta í Póllandi. Þjóðverjar voru nálægt því að vinna Frakka í fyrsta leik en þeir bættu fyrir það með því að vinna 76-73 á Evrópumeisturum Rússa í gær. Grikkir, Frakkar, Slóvenar, Pólverjar og Tyrkir eru með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Norræn bakvarðasveit hjá liði Granada á þessu tímabili

Spænska liðið CB Granada verður með norræna bakvarðasveit á næsta tímabili því auk þess að semja við Jón Arnór Stefánsson hefur liðið fengið til sín Finnann Teemu Rannikko. Rannikko hefur spilað með rússneska liðinu Khimki BC undanfarin tvö tímabil.

Körfubolti
Fréttamynd

Evrópumeistarar Rússa byrja á sigri - kaninn góður í lokin

Evrópumeistarar Rússa unnu 81-68 sigur á Lettum í fyrsta leik sínum á EM í körfu í Póllandi sem hófst í dag. Nýi Bandaríkjamaðurinn í liði Rússa, Kelly McCarty, skoraði 8 af 24 stigum sínum á síðustu fjórum mínútum leiksins þegar Rússar gerðu út um leikinn eftir að Lettar höfðu minnkað muninn í tvö stig, 65-63.

Körfubolti
Fréttamynd

Signý: Gerðum klaufaleg mistök

Signý Hermannsdóttir landsliðsfyrirliði var ekki ánægð eftir að Ísland tapaði fyrir Hollandi, 70-52, í B-deild Evrópumótsins í körfubolta í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Ísland tapaði fyrir Hollandi

Holland vann í kvöld öruggan sigur á Íslandi, 70-52, í leik liðanna í B-deild Evrópumótsins í körfubolta. Leikurinn fór fram á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Körfubolti
Fréttamynd

Helgi Már búinn að semja við Solna Vikings

Landsliðsmaðurinn Helgi Már Magnússon mun spila með sænska liðinu Solna Vikings á næsta tímabili en þetta kemur fram á heimasíðu KR. Þar með er ljóst að KR-liðið hefur misst þrjá landsliðsmenn frá því í fyrra því áður höfðu þeir Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson ákveðið að spila erlendis.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór næst stigahæstur í sigurleik Benetton

Jón Arnór Stefánsson skoraði fjórtán stig þegar að lið hans, Benetton Treviso, vann átján stiga sigur á Bologna í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni ítölsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Treviso tók þar með 2-1 forystu í einvígi liðanna.

Körfubolti
Fréttamynd

Ellefu stig frá Jóni Arnóri dugðu ekki Benetton

Jón Arnór Stefánsson átti sinn besta leik Benetton Treviso í öðrum leik liðsins í átta liða úrslitum úrslitakeppni ítalska körfuboltans en það dugði þó ekki til á móti La Fortezza Bologna. Bologna vann leikinn 94-81 og jafnaði einvígið í 1-1.

Körfubolti