Körfubolti

Fréttamynd

Búnir að vinna öll tíu lið deildarinnar í einum rykk

Helgi Már Magnússon og félagar í Solna Vikings unnu sinn tíunda leik í röð í sænsku úrvalsdeildinni þegar liðið vann sannfærandi 22 stiga heimasigur á Plannja, 85-63. Solna er á toppnum með tveggja stiga forskot á Norrköping og sex stiga forskot á Jakob Örn Sigurðarson og félaga í Sundsvall sem unnu 83-70 útisigur á Jämtland.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór byrjaður að æfa aftur með Granada

Jón Arnór Stefánsson er byrjaður að æfa á nýjan leik með spænska körfuboltaliðinu CB Granada eftir að hafa meiðst illa á baki á undirbúningstímabilinu.Jón Arnór mætti á sín fyrstu æfingu á mánudaginn en hann mun æfa með liðinu annaðhvorn dag auk þess að hann mun ekki taka þátt í nema hlut af æfingunum fyrst um sinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Ekkert gengur hjá Maríu Ben og félögum í UTPA

Körfuboltalið The University of Texas-Pan American með íslenska miðherjann Maríu Ben Erlingsdóttir innanborðs tapaði í nótt sínum sjöunda leik í röð í bandaríska háskólaboltanum þegar liðið lá 69-58 fyrir Arkansas-Pine Bluff skólanum.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena með 17 stig í stórsigri TCU í nótt

Helena Sverrisdóttir var aftur komin í byrjunarlið TCU sem vann 65-44 sigur á ULM í bandaríska háskólaboltanum í nótt. Helena var önnur stigahæst hjá TCU-liðinu með 17 stig á 26 mínútum. Þetta var ellefti heimasigur TCU í röð í Daniel-Meyer Coliseum.

Körfubolti
Fréttamynd

Helgi Már rólegur í níunda sigri Solna Vikings í röð

Helgi Már Magnússon og félagar í Solna Vikings unnu góðan 11 stig útisigur á Gothia Basket í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og halda því áfram sigurgöngunni og toppsæti deildarinnar. Þetta var níundi sigur Solna Vikings í röð en liðið hefur ekki tapað síðan 20. október.

Körfubolti
Fréttamynd

Magnaður endakafli hjá Helga Má og félögum

Helgi Már Magnússon átti fínan leik þegar Solna Vikings vann 78-75 sigur á Sodertalje Kings í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Helgi Már skoraði 13 stig og var frákastahæstur í Solna-liðinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Skelfilegur kafli í lokin hjá Jakobi og félögum

Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Sundsvall Dragons töpuðu mikilvægum leik í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Sundsvall Dragons töpuðu 73-80 á móti Plannja Basket í viðureign liðanna í 3. og 4. sæti deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena og félagar fljótar að komast aftur á sigurbraut

Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU-liðinu unnu öruggan 85-55 sigur á nágrönnum sínum í Texas Southern í bandaríska háskólaboltanum í kvöld en leikurinn hófst á hádegi að staðartíma. Helena var stigahæst ásamt öðrum leikmanni auk þess að gefa flestar stoðsendingar.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena með tvöfalda tvennu í tapi TCU

Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu í Háskólaboltanum í Bandaríkjunum í nótt þegar liðið beið lægri hlut gegn Oklahoma en lokatölur urðu 74-70.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena stiga- og stoðsendingahæst í TCU-sigri

Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU byrja vel í bandaríska háskólaboltanum en liðið vann 63-52 sigur á Fresno State í nótt. Helena var stiga- og stoðhendingahæst í liði TCU en hún var með 15 stig, 7 stoðsendingar og 5 fráköst í leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór meiddist illa á baki - frá í 3-4 mánuði

Jón Arnór Stefánsson verður ekkert með spænska liðinu CB Granada eftir að hafa meiðst illa á baki í æfingaleik á móti Kihmki frá Úkraínu í gærkvöldi. Jón Arnór lenti illa og er óvíst hvort hryggjaliðir séu brákaðir en áætlað er að hann verði frá í 3-4 mánuði. Þetta kemur fram á heimasíðu KR-inga.

Körfubolti
Fréttamynd

Fyrirliði sænska landsliðsins til Jakobs og félaga

Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Sundsvall Dragons fengu góðan liðstyrk í dag þegar fyrirliði sænska landsliðsins, Mats Levin, ákvað að semja við liðið en hann lék með Solna Vikings í lok síðasta tímabils. Levin mun væntanlega hjálpa Jakobi með leikstjórnendastöðuna en Jakob lék í 40 mínútur í síðasta leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Sigurður hættur hjá Solna

Samkvæmt sænskum fréttamiðlum hefur Sigurður Ingimundarson ákveðið að hætta sem þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Solna Vikings.

Körfubolti
Fréttamynd

Sundsvall áfram á sigurbraut en Solna tapaði

Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Sundsvall hafa byrjað sænsku úrvalsdeildina á tveimur góðum sigrum en liðið vann 87-80 útisigur á 08 Stockholm í gær. Solna, lið Sigurðar Ingimundarsonar og Helga Más Magnússonar náði hinsvegar ekki að fylgja eftir sigri í fyrstu umferð og tapaði illa á heimavelli eða 61-76.

Körfubolti
Fréttamynd

Flott tilþrif hjá Jakobi í fyrsta leik - myndband

Jakob Örn Sigurðarson byrjaði vel með Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni á föstudaginn og nú má finna myndband á Youtube með flottustu tilþrifum leikmanna Sundsvall í leiknum. Sundsvall vann 73-66 sigur á Gothia á heimavelli og leikmenn liðsins fönguðu vel í lokslok.

Körfubolti
Fréttamynd

Ingibjörg varð að velja á milli körfunnar og námsins

Það verður ekkert af því að Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir leiki með þýska liðinu Bielefeld Dolphins í þýsku b-deildinni í vetur því samkvæmt frétt á Karfan.is hefur hún ákveðið að taka sér ársfrí frá körfunni. Ingibjörg hefur leikið með Keflavík undanfarin ár en fluttist til Þýskalands með kærasta sínum Loga Geirssyni.

Körfubolti
Fréttamynd

Ólafur stoðsendingahæstur í góðum útisigri Åbyhøj

Ólafur Jónas Sigurðsson og félagar í Åbyhøj byrjuðu vel í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta sem hófst um helgina. Åbyhøj vann þá 59-76 sigur á Amager á útivelli. Ólafur Jónas var ekki eini káti Íslendingurinn í dönsku deildinni því Halldór Karlsson og Sigurður Einarsson hjálpuðu Horsens að vinna 88-81 sigur á Næstved.

Körfubolti
Fréttamynd

Logi fékk ekkert að koma inn á í fyrsta leiknum

Logi Gunnarsson sat allan tímann á bekknum hjá Saint Etienne þegar liðið hóf loksins keppni í frönsku C-deildinni í körfubolta um helgina. Saint Etienne tapaði þá 63-67 á heimavelli á móti Get Vosges í fjórðu umferð deildarinnar. Saint Etienne á inni þrjá leiki á önnur lið deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Íslendingaliðin byrjuðu vel í sænska körfuboltanum

Íslendingaliðin í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta byrjuðu vel en fyrsta umferðin fór fram í kvöld. Sundsvall, lið Jakobs Sigurðarsonar vann 73-66 heimasigur á Gothia og lærisveinar Sigurðar Ingimundarsonar í Solna unnu 66-72 útisigur á Borås en með liðinu spilar líka Helgi Már Magnússon.

Körfubolti