Innlent

Slags­mál við bensín­stöð og öllum dyra­bjöllum hringt í­trekað

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla á höfuðbrogarsvæðinu stöðvaði nokkra ökumenn sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis í gærkvöldi og í nótt.
Lögregla á höfuðbrogarsvæðinu stöðvaði nokkra ökumenn sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir tilkynnt var um slagsmál við bensínstöð í umdæminu í gærkvöldi eða í nótt.

Í tilkynningu frá lögreglu er ekki tekið fram hvenær eða hvar atvikið átti sér stað, nema að atvikið hafi átt sér stað í umdæmi lögreglustöðvarinnar sem heldur utan um verkefni í Hafnarfirði og Garðabæ.

Tekið er fram að lögregla hafi mætt á vettvang og rætt við báða aðila. Hafði hvorugur aðilanna áhuga á að kæra málið en að báðum hafi verið leiðbeint um kæruferli.

Í tilkynningu frá lögreglu segir ennfremur að óskað hefði verið eftir aðstoð lögreglu vegna einstakligs sem hafi verið að hringja „öllum bjöllum ítrekað í fjölbýlishúsi“. Var bent á að sá byggi ekki í húsinu. Þegar lögreglu bar að garði var engan að sjá.

Í umdæmi lögreglustöðvarinnar sem heldur utan um verkefni í Kópavogi og Breiðholti í Reykjavík var tilkynnt um þjófnað úr matvöruverslun. Var maðurinn enn á staðnum þegar lögregla kom á vettvang og málið afgreitt með vettvangsformi.

Lögregla stöðvaði sömuleiðis nokkra ökumenn sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×