Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin úr leikjum gærdagsins í Pepsi Max deildinni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Steven Lennon skoraði í Grafarvogi í gær.
Steven Lennon skoraði í Grafarvogi í gær. vísir/bára

Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær en í báðum leikjum voru nýir þjálfarar að þreyta frumraun sína.

FH-ingar kynntu nýtt þjálfarateymi í vikunni þegar Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen tóku við stjórnartaumunum af Ólafi Kristjánssyni sem hélt til Danmerkur og tók við danska B-deildarliðinu Esbjerg.

Segja má að Logi og Eiður Smári hafi fengið draumabyrjun því FH vann öruggan sigur á Fjölni í Grafarvoginum, 0-3.

Á Akureyri var Arnar Grétarsson að stýra KA-mönnum í fyrsta sinn eftir að hafa tekið við liðinu af Óla Stefáni Flóventssyni sem var rekinn á dögunum.

Fyrsta verkefni Arnars var heimaleikur gegn nýliðum Gróttu og höfðu KA-menn betur með marki á lokaandartökum leiksins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×