Innlent

Biðla til hjúkrunarheimila vegna heimsóknabanns

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Alzheimersamtökin vona að stjórnendur hjúkrunarheimila komi til móts við fólk með heilabilunarsjúkdóma.
Alzheimersamtökin vona að stjórnendur hjúkrunarheimila komi til móts við fólk með heilabilunarsjúkdóma.

Alzheimersamtökunum hefur borist ábending frá ættingja sem mótmælt hefur heimsóknabanni á hjúkrunarheimili, sérstaklega þegar eiga í hlut einstaklingar með heilabilunarsjúkdóma. 

Samtökin taka undir það að um er að ræða einstaklega viðkvæman hóp sjúklinga sem þolir illa frávik frá samskiptum við sína nánustu og daglegri reglu vegna sinna sjúkdóma.

Vegna þess m.a. hafa Alzheimersamtökin ákveðið að halda opnum þeim sérhæfðu dagþjálfunum sem þau reka þar til tilmæli koma um annað frá yfirvöldum.

„Það er von okkar að stjórnendur hjúkrunarheimila reyni að koma til móts við fólk í einstaka undantekningar tilvikum þegar mikið er í húfi eins og Landlæknir benti réttilega á á blaðamannafundi í dag,“ segir í tilkynninu frá Alzheimersamtökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×