Innlent

Landsréttur staðfesti tveggja ára fangelsisdóm fyrir nauðgun

Sylvía Hall skrifar
Brotið átti sér stað í október
Brotið átti sér stað í október Vísir/Sigurjón
Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms Norðurlands eystra yfir Héðni Búa Ríkharðssyni sem dæmdur var til tveggja ára fangelsisvistar fyrir nauðgun. Dómur féll í héraði þann 11. desember í fyrra þar sem hann var sakfelldur fyrir að hafa að morgni sunnudagsins 23. október 2016 haft samræði og önnur kynferðismök við konu gegn hennar vilja. 

Í kröfum ákæruvaldsins var farið fram á að hinn áfrýjaði dómur yrði staðfestur og að refsing ákærða yrði þyngd. Hinn ákærði fór fram á sýknu en mildingu refsingar til vara.

Brotið sem um ræðir átti sér stað líkt og áður sagði í októbermánuði árið 2016 þegar konan var gestkomandi á heimili mannsins og gat hún ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Var það niðurstaða meirihlutans að manninum hafi verið ljóst að konan gat ekki spornað við verknaðinum og ekkert tilefni til að ætla að hún hafi verið samþykk.

Þrír dómarar dæmdu málið í héraði og skilaði einn þeirra sératkvæði þar sem hann taldi ásetning mannsins ekki sannaðan.

Í niðurstöðu Landsréttar sagði að dómur héraðsdóms skyldi vera óraskaður og var manninum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins sem hljóðaði upp á rúmlega 1,3 milljónir. Í héraði hafði manninum verið gert að greiða stúlkunni 1,5 milljónir króna í miskabætur sem og allan sakarkostnað málsins á því stigi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×