Innlent

Dvalarheimili í góðum plús

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Hvolsvöllur.
Hvolsvöllur. VÍSIR/VILHELM
Rekstur hjúkrunar- og dvalarheimilisins Kirkjuhvols á Hvolsvelli skilaði 45 milljóna króna hagnaði í fyrra.

„Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með rekstrarniðurstöðuna og færir hjúkrunarforstjóra og starfsfólki þakkir sínar,“ bókaði sveitarstjórn Rangárþings eystra af þessu tilefni.

Rekstur Kirkjuhvols hófst 1985.

„Á Kirkjuhvoli er einstaklingsmiðuð þjónusta og leggur starfsfólk metnað sinn í að borin sé virðing fyrir einstaklingnum og fjölskyldu hans og að heimilismenn megi njóta sjálfstæðis, virkni, lífsgleði og reisnar allt til æviloka,“ segir á heimasíðu sveitarfélagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×