Viðskipti erlent

Hægt að herða á iPhone-símum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Fyrir nokkru kom í ljós að tæknirisinn Apple hægði viljandi á eldri iPhone-símum. Sagði fyrirtækið það gert í þeim tilgangi að auka rafhlöðuendingu enda væru rafhlöður í eldri símum oftar en ekki orðnar gamlar og lélegar.

Nú hefur þeim nýja valmöguleika verið bætt við í nýjustu uppfærslu iOS (iOS 11.3), stýrikerfis iPhone-símanna, að hægt er að slökkva á þessum eiginleika. Er það gert með að fara í Settings > Battery > Battery Health (Beta).

Þar er hægt að sjá ástand rafhlöðunnar, til dæmis rafhlöðuendingu nú miðað við endingu nýrrar rafhlöðu sömu tegundar. Einnig er hægt að ýta á Disable undir flipanum Peak Performance Capacity til þess að herða aftur á síma sem Apple hafði hægt á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×