Viðskipti erlent

Persónuupplýsingar frægra notenda Instagram í höndum hakkara

Samúel Karl Ólason skrifar
Forsvarsmenn samfélagsmiðilsins Instagram segja galla í kóða miðilsins hafa gert hökkurum kleift að koma höndum yfir símanúmer og póstföng frægra notenda. Hakkararnir munu þó ekki hafa náð lykilorðum og öðrum persónuupplýsingum.

Fyrirtækið, sem er í eigu Facebook, lét notendur vita en hefur þó ekki tekið fram hve margra atvikið nær til. Þá segir fyrirtækið að búið sé að laga gallann sem hakkararnir beittu.

Þeir notendur sem fengu skilaboð frá Instagram voru beðnir um að fara varlega þegar kemur að skilaboðum og símtölum frá óþekktum aðilum.

Rúmlega 500 milljónir manna notast við Instagram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×