Sport

Dregið í undankeppni Eurobasket kvenna á morgun

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Helena Sverrisdóttir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu.
Helena Sverrisdóttir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu. Vísir/Stefán
Dregið verður í riðla fyrir undankeppni Evrópumóts kvenna í körfubolta á morgun. Ísland er í þriðja styrkleikaflokki og hefur aldrei verið jafn hátt á styrkleikalista FIBA.

Evrópumótið fer fram í Lettlandi og Serbíu árið 2019. Undankeppnin verður leikin í þremur gluggum, í nóvember 2017, febrúar 2018 og keppni lýkur í nóvember 2018.

Liðunum er raðað í fjóra styrkleikaflokka fyrir dráttinn og fer eitt lið úr hverjum styrkleikaflokki í hvern riðil, samtals verða 8 riðlar. Sigurvegari hvers riðils fer áfram í lokakeppnina ásamt sex bestu liðunum í öðru sæti. 

Drátturinn hefst klukkan 9:15 í fyrramálið, en þá verður einnig dregið í Euroleague kvenna sem og EuroCup kvenna. Byrjað verður á að draga í félagsliðakeppnirnar og endað á undankeppni Evrópumótsins. 

Styrkleikaflokkarnir fjórir líta svona út:

Fyrsti styrkleikaflokkur:

1. Spánn

2. Frakkland

3. Belgía

4. Grikkland

5. Tyrkland

6. Ítalía

7. Slóvakía

8. Rússland

Annar styrkleikaflokkur:

9. Úkranía

10. Ungverjaland

11. Tékkland

12. Slóvenía

13. Hvíta-Rússland

14. Svartfjallaland

15. Ísrael

16. Svíþjóð

Þriðji styrkleikaflokkur:

17. Króatía

18. Rúmenía

19. Bretland

20. Pólland

21. Holland

22. Ísland

23. Litháen

24. Þýskaland

Fjórði styrkleikaflokkur:

25. Finnland

26. Búlgaría

27. Bosnía

28. Portúgal

29. Eistland

30. Sviss

31. Albanía

32. Makedónía




Fleiri fréttir

Sjá meira


×