Sport

Johnson datt í tröppum | Masters í uppnámi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dustin á æfingu á vellinum í gær. Svo fór hann í íbúð sína og slasaði sig.
Dustin á æfingu á vellinum í gær. Svo fór hann í íbúð sína og slasaði sig. vísir/getty
Það vantar ekki dramatíkina í aðdraganda Masters en sigurstranglegasti kylfingur mótsins, Dustin Johnson, gæti þurft að draga sig úr keppni eftir að hafa meiðst í leiguíbúð sem hann er með í Augusta.

Johnson féll í tröppum og lenti afar illa á bakinu. Hann er slæmur í neðra bakinu og óvíst hvort hann geti spilað í dag.

Hann þarf að kæla bakið í allan dag og fá þá aðstoð sem hann getur. Í kjölfarið verður að koma í ljós hvort hann geti spilað. Hann á rástíma um kvöldmatarleytið.

Þessi 32 ára gamli Bandaríkjamaður kom sjóðheitur á Masters eftir að hafa unnið þrjú mót í röð og er því eðlilega sigurstranglegastur.

Útsending frá mótinu hefst klukkan 19.00 á Golfstöðinni en klukkan 18.45 verður aðeins hitað upp fyrir mótið.


Tengdar fréttir

Ríkja þeir ungu áfram á Augusta?

Fyrsta risamót ársins í golfi, Mastersmótið á Augusta-vellinum, hefst í dag og heimurinn fylgist vel með. Marga kylfinga dreymir um að fá að klæðast græna jakkanum. Tveir efstu menn heimslistans eru í þeim hópi. Síðustu ár hafa ungir kylfingar slegið í gegn á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×