Verkföll minnka framleiðslu hjá Hyundai Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2016 07:00 Úr verksmiðju Hyundai. Mynd/Hyundai Tíð verkföll í samsetningarverksmiðjum Hyundai-bílaframleiðandans í Kóreu eru farin að bíta hressilega í budduna hjá fyrirtækinu. Þessi verkföll hafa náð til 50.000 verkamanna í verksmiðjum Hyundai og orsakað tapaða framleiðslu á 132.000 bílum að virði 300 milljarða króna. Verkfallsaðgerðirnar eru tilkomnar vegna launadeilu milli stjórnenda Hyundai og verkamanna í verksmiðjum þeirra og hafa viðræður staðið yfir megnið af árinu. Eru þessi verkföll þau umfangsmestu sem Hyundai hefur þurft að glíma við í annars skrautlegri verkfallssögu sinni, en á síðustu 29 árum hafa aðeins liðið fjögur ár án verkfalla í verksmiðjum þess. Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa hótað að hafa afskipti af þessum verkföllum ef þau halda áfram og telja að verkamenn fari fram á of rausnarlega hækkun þrátt fyrir að laun þeirra séu góð. Stéttarfélag verkamanna hefur margsinnis gengið út af samningafundum og hefur það langt í frá glatt forsvarsmenn Hyundai og stjórnvöld landsins. Viðræður standa yfir og var haft eftir samningamanni stéttarfélags starfsmanna að góðar líkur væru á að félagið skrifi undir nýjan samning á allra næstu dögum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tíð verkföll í samsetningarverksmiðjum Hyundai-bílaframleiðandans í Kóreu eru farin að bíta hressilega í budduna hjá fyrirtækinu. Þessi verkföll hafa náð til 50.000 verkamanna í verksmiðjum Hyundai og orsakað tapaða framleiðslu á 132.000 bílum að virði 300 milljarða króna. Verkfallsaðgerðirnar eru tilkomnar vegna launadeilu milli stjórnenda Hyundai og verkamanna í verksmiðjum þeirra og hafa viðræður staðið yfir megnið af árinu. Eru þessi verkföll þau umfangsmestu sem Hyundai hefur þurft að glíma við í annars skrautlegri verkfallssögu sinni, en á síðustu 29 árum hafa aðeins liðið fjögur ár án verkfalla í verksmiðjum þess. Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa hótað að hafa afskipti af þessum verkföllum ef þau halda áfram og telja að verkamenn fari fram á of rausnarlega hækkun þrátt fyrir að laun þeirra séu góð. Stéttarfélag verkamanna hefur margsinnis gengið út af samningafundum og hefur það langt í frá glatt forsvarsmenn Hyundai og stjórnvöld landsins. Viðræður standa yfir og var haft eftir samningamanni stéttarfélags starfsmanna að góðar líkur væru á að félagið skrifi undir nýjan samning á allra næstu dögum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira