Enn fleiri flugfélög banna Samsung Galaxy Note 7 Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. október 2016 22:07 Galaxy Note 7 var innkallaður af Samsung fyrr í haust. MYND/GETTY Vandræði tengd nýjasta síma Samsung, Galaxy Note 7, virðast engan endi ætla að taka. Í gær bönnuðu bandarísk og kanadísk símann í flugvélum og nú hafa flugfélög í Ástralíu, Asíu og Evrópu gert slíkt hið sama. Air Berlin, Dragonair og Virgin Australia eru meðal þeirra sem hafa tekið upp blátt bann við símanum. Qantas, og dótturfyrirtæki þess Jetstar, gáfu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem sagði að „bannið nær yfir öll símtæki sem eru meðferðis í flugvélum, í handfarangri sem og í innrituðum farangri.“ Air Berlin hefur bannað símtækin í öllu flugi. Keppinautur þeirra Lufthansa hefur bannað símann í öllu flugi til og frá Bandaríkjunum, en búist er við að þau banni símann í öllu flugi á næstu dögum. Singapore Airlines sagði í yfirlýsingu á Facebook síðu sinni að „Galaxy Note 7 snjallsíminn verður bannaður í öllum okkar flugvélum, í handfarangri og innrituðum farangri, frá 16. október.“ Frægt er nú orðið að símar af þessari gerð eigi það til að ofhitna og springa. Vandamálið kom upp í ágúst og þá hvöttu flugmálayfirvöld eigendur símana til þess að ferðast ekki með þá í háloftunum án þess þó að banna það. Ekki er enn vitað hvað veldur því að símarnir ofhitni, en talið er að gallinn muni kosta Samsung um 600 milljarða þegar uppi er staðið og alfarið hætt sölu og framleiðslu á símanum. Tækni Tengdar fréttir Galaxy Note 7 bannaðir í öllu flugi til og frá Bandaríkjunum Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum hafa lagt blátt bann við því að farþegar og aðrir ferðist með Samsung Galaxy Note 7 síma í flugi til og frá Bandaríkjanna frá og með deginum í dag. 15. október 2016 08:37 Kanadísk yfirvöld banna Samsung Galaxy Note 7 í flugferðum Samgönguyfirvöld í Kanada hafa nú bannað að Samsung Galaxy Note 7 símar séu meðferðis í flugferðum. 15. október 2016 21:13 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Vandræði tengd nýjasta síma Samsung, Galaxy Note 7, virðast engan endi ætla að taka. Í gær bönnuðu bandarísk og kanadísk símann í flugvélum og nú hafa flugfélög í Ástralíu, Asíu og Evrópu gert slíkt hið sama. Air Berlin, Dragonair og Virgin Australia eru meðal þeirra sem hafa tekið upp blátt bann við símanum. Qantas, og dótturfyrirtæki þess Jetstar, gáfu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem sagði að „bannið nær yfir öll símtæki sem eru meðferðis í flugvélum, í handfarangri sem og í innrituðum farangri.“ Air Berlin hefur bannað símtækin í öllu flugi. Keppinautur þeirra Lufthansa hefur bannað símann í öllu flugi til og frá Bandaríkjunum, en búist er við að þau banni símann í öllu flugi á næstu dögum. Singapore Airlines sagði í yfirlýsingu á Facebook síðu sinni að „Galaxy Note 7 snjallsíminn verður bannaður í öllum okkar flugvélum, í handfarangri og innrituðum farangri, frá 16. október.“ Frægt er nú orðið að símar af þessari gerð eigi það til að ofhitna og springa. Vandamálið kom upp í ágúst og þá hvöttu flugmálayfirvöld eigendur símana til þess að ferðast ekki með þá í háloftunum án þess þó að banna það. Ekki er enn vitað hvað veldur því að símarnir ofhitni, en talið er að gallinn muni kosta Samsung um 600 milljarða þegar uppi er staðið og alfarið hætt sölu og framleiðslu á símanum.
Tækni Tengdar fréttir Galaxy Note 7 bannaðir í öllu flugi til og frá Bandaríkjunum Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum hafa lagt blátt bann við því að farþegar og aðrir ferðist með Samsung Galaxy Note 7 síma í flugi til og frá Bandaríkjanna frá og með deginum í dag. 15. október 2016 08:37 Kanadísk yfirvöld banna Samsung Galaxy Note 7 í flugferðum Samgönguyfirvöld í Kanada hafa nú bannað að Samsung Galaxy Note 7 símar séu meðferðis í flugferðum. 15. október 2016 21:13 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Galaxy Note 7 bannaðir í öllu flugi til og frá Bandaríkjunum Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum hafa lagt blátt bann við því að farþegar og aðrir ferðist með Samsung Galaxy Note 7 síma í flugi til og frá Bandaríkjanna frá og með deginum í dag. 15. október 2016 08:37
Kanadísk yfirvöld banna Samsung Galaxy Note 7 í flugferðum Samgönguyfirvöld í Kanada hafa nú bannað að Samsung Galaxy Note 7 símar séu meðferðis í flugferðum. 15. október 2016 21:13