Íslenski boltinn

Þróttarar byrjaðir að huga að næsta tímabili

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tonny Mawejje spilaði 13 deildarleiki í sumar.
Tonny Mawejje spilaði 13 deildarleiki í sumar. vísir/anton
Þróttur, sem féll úr Pepsi-deild karla í sumar, hefur endurnýjað samninga við tvo lykilmenn, þá Odd Björnsson og Tonny Mawejje.

Oddur, sem er 25 ára miðjumaður, sleit krossband í hné á undirbúningstímabilinu og lék því ekkert með Þrótti í sumar. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2008 og hefur síðan þá leikið 123 leiki fyrir Þrótt og skorað 18 mörk.

Tonny er 28 ára miðjumaður sem hefur spilað hér á landi undanfarin ár, fyrst með ÍBV, svo Val og loks með Þrótti. Tonny hefur leikið 130 leiki í efstu deild og skorað 11 mörk. Þá á hann yfir sextíu leiki að baki fyrir landslið Úganda.

„Við hjá Þrótti höfum nú hafist handa við uppbyggingu nýs liðs fyrir baráttuna í Inkasso-ástríðunni á næsta tímabili. Fyrsta mál á dagskrá var að semja við tvo af flinkustu leikmönnum félagsins, en þar á ferð eru Oddur Björnsson og Tony Mawejje,“ er haft eftir Gregg Ryder, þjálfara Þróttar, á heimasíðu félagsins.

„Oddur og Tony eru fyrsta flokks miðjumenn og af nauðsynlegum gæðum til að ná toppárangri í Inkasso-deildinni á næsta tímabili. Nú byggjum við upp til framtíðar og hugum að grunnviðunum.“

Þróttur endaði í tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í ár en tímabilið kláraðist á laugardaginn.

Dr. Oddur og Tonny Mawejje semja við Þrótt „Við hjá Þrótti höfum nú hafist handa við uppbyggingu nýs liðs fyrir baráttuna í Inkasso-ástríðunni á næsta tímabili. Fyrsta mál á dagskrá var að semja við tvo af flinkustu leikmönnum félagsins, en þar á ferð eru Oddur Björnsson og Tony Mawejje. Oddur og Tony eru fyrsta flokks miðjumenn og af nauðsynlegum gæðum til að ná toppárangri í Inkasso-deildinni á næsta tímabili. Nú byggjum við upp til framtíðar og hugum að grunnviðunum,“ segir Gregg Oliver Ryder, þjálfari Þróttar. „Tony skaraði fram úr á síðari hluta tímabilsins og var meðal bestu leikmanna. Hann mun nú koma fyrr til okkar en vanalega og mætir til Íslands strax og sól hækkar á lofti í febrúar. Oddur er félaginu einnig gríðarlega mikilvægur, innan sem utan vallar. Hann meiddist snemma á undirbúningstímabilinu og spilaði því ekkert með Þrótti í sumar og var þar skarð fyrir skildi, enda Oddur árum saman verið fastamaður í byrjunarliði,“ bætir Gregg við. DR. ODDUR Í STÓRUM DRÁTTUM Miðjumaðurinn Oddur Björnsson lærir nú til læknis og er því jafnan kallaður „Dr. Oddur“ innan félagsins. Hann er 25 ára gamall og hefur alla sína tíð spilað með Þrótti. Hann á að baki 123 leiki og 18 mörk fyrir félagið. Oddur spilaði sinn fyrsta leik í meistaraflokki árið 2008 þegar hann kom 17 ára gamall inn á í lokaleik mótsins gegn Grindavík. Sá sem vék fyrir Oddi á 87. mínútu var markahrókurinn Hjörtur Júlíus Hjartarson. TONY MAWEJJE Í HNOTSKURN Miðjuspilarinn Tony Mawejje er 28 ára gamall Úgandamaður, sem hefur spilað hér á landi undanfarin sjö ár. Fyrst með ÍBV í fjögur ár, svo eitt tímabil hjá Val og hjá Þrótti síðan 2015. Tony á að baki 152 leiki og 12 mörk, ásamt því að hafa spilað 65 landsleiki fyrir Úganda og skorað 8 mörk í þeim. #lifi #hjartaðíreykjavik #kottarar #fotboltinet

A photo posted by Knattspyrnufélagið Þróttur (@throttur) on


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×