Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Innkoma Ólafs Kristjánssonar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari Randers í Danmörku, átti athyglisverða innkomu í Pepsi-mörkin í gærkvöldi.

Á föstudaginn birtist viðtal við Ólaf í Morgunblaðinu þar sem hann sagði að enginn leikmaður í Pepsi-deildinni myndi styrkja lið Randers.

Strákarnir í Pepsi-mörkunum voru ekki tilbúnir að taka undir þessa fullyrðingu Ólafs. Þjálfarinn, sem var greinilega að horfa á þáttinn ytra, tók þá til máls á Twitter og var eitt tísta hans birt í þættinum.

„Það var skemmtilegt að hann skyldi setja þetta fram því þá höfum við eitthvað til að tala um,“ sagði Hjörvar um ummæli Ólafs.

„Ég held að það séu til leikmenn í Pepsi-deildinni sem geta spilað með liði eins og Randers,“ bætti Hjörvar og Logi Ólafsson tók undir með honum.

„Við gerum okkur fulla grein fyrir því að það er munur að spila hér og í dönsku deildinni. Það þarf bara að skapa mönnum aðstæður svo þeir geti bætt sig,“ sagði Logi.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Óli Kristjáns svaraði Pepsi-mörkunum á Twitter

Í Pepsi-mörkunum í kvöld var rætt um þau ummæli Ólafs Kristjánssonar, þjálfara Randers, um að enginn leikmaður í Pepsi-deildinni gæti styrkt lið hans í Danmörku.

Pepsi-mörkin: Óheppnir Fjölnismenn

Von Fjölnis um að ná Evrópusæti veiktist til muna eftir 0-1 tap fyrir Stjörnunni á heimavelli í 21. umferð Pepsi-deildar karla í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×