Íslenski boltinn

Þjálfarinn vildi ekki að Sveinn Aron færi í viðtöl

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sveinn Aron með föður sínum eftir að hann gekk í raðir Vals í sumar.
Sveinn Aron með föður sínum eftir að hann gekk í raðir Vals í sumar. mynd/valur
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, vildi ekki að Sveinn Aron Guðjohnsen færi í viðtöl við fjölmiðla eftir leik liðsins gegn Breiðabliki í kvöld.

Sveinn Aron lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Vals í Pepsi-deild karla í kvöld.

Blaðamaður Vísis óskaði eftir því að fá að ræða við Svein Aron eftir leikinn í kvöld en Ólafur hafnaði þeim á þeim forsendum að hann vildi vernda Svein Aron.

Sveinn Aron er átján ára en faðir hans er Eiður Smári Guðjohnsen, einn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur átt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×