Bókunum fækkar vegna hryðjuverka í Evrópu Sæunn Gísladóttir skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Erlendum farþegum hefur fækkað um 5,4 prósent í Frakklandi milli ára, og um 7,5 prósent í París. Ferðabókunum til landa á borð við Tyrkland og Frakkland, sem hafa lent í hryðjuverkaárásum á síðastliðnu ári, fer verulega fækkandi. BBC greinir frá því að spáð sé að bókanir til Tyrklands milli september og desember á árinu verði 52 prósentum færri en á sama tímabili árið áður. Því er spáð að á sama tímabili muni bókunum til Frakklands fækka um tuttugu prósent. Rannsóknir benda til þess að ferðamenn sæki til Spánar, Ítalíu og Portúgals í stað Tyrklands og Frakklands. Á fyrstu sjö mánuðum ársins fjölgaði flugsætum frá Bretlandi til Spánar um 19 prósent samanborið við sama tímabil árið áður, og um tólf prósent til Portúgals. Erlendum farþegum hefur fækkað um 5,4 prósent í Frakklandi milli ára, og um 7,5 prósent í París, þar sem hryðjuverkaárásir voru gerðar bæði í janúar og nóvember árið 2015. Bókunum til Tyrklands hefur fækkað um fimmtán prósent milli ára vegna nokkurra hryðjuverkaárása og tilraunar til valdaráns. Á hinn bóginn virðast ferðamenn vera að leita til Túnis aftur eftir að alþjóðlegum farþegum fækkaði um 39,4 prósent á síðasta ári í kjölfar mannskæðra hryðjuverkaárása þar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ferðabókunum til landa á borð við Tyrkland og Frakkland, sem hafa lent í hryðjuverkaárásum á síðastliðnu ári, fer verulega fækkandi. BBC greinir frá því að spáð sé að bókanir til Tyrklands milli september og desember á árinu verði 52 prósentum færri en á sama tímabili árið áður. Því er spáð að á sama tímabili muni bókunum til Frakklands fækka um tuttugu prósent. Rannsóknir benda til þess að ferðamenn sæki til Spánar, Ítalíu og Portúgals í stað Tyrklands og Frakklands. Á fyrstu sjö mánuðum ársins fjölgaði flugsætum frá Bretlandi til Spánar um 19 prósent samanborið við sama tímabil árið áður, og um tólf prósent til Portúgals. Erlendum farþegum hefur fækkað um 5,4 prósent í Frakklandi milli ára, og um 7,5 prósent í París, þar sem hryðjuverkaárásir voru gerðar bæði í janúar og nóvember árið 2015. Bókunum til Tyrklands hefur fækkað um fimmtán prósent milli ára vegna nokkurra hryðjuverkaárása og tilraunar til valdaráns. Á hinn bóginn virðast ferðamenn vera að leita til Túnis aftur eftir að alþjóðlegum farþegum fækkaði um 39,4 prósent á síðasta ári í kjölfar mannskæðra hryðjuverkaárása þar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira