Innlent

Pírati kosningastjóri þingmanns Samfylkingarinnar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Aðalheiður Ámundadóttir og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.
Aðalheiður Ámundadóttir og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.
Aðalheiður Ámundadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks Pírata, verður kosningastjóri Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Aðalheiður upplýsir um þetta á Facebook-síðu sinni í dag.

Óalgengt er að flokksbundnir einstaklingar taki það að sér að gerast kosningastjórar fyrir frambjóðendur úr öðrum flokkum. Því þótti Aðalheiði bón Sigríðar vera nokkuð undarleg í upphafi.

„[A]f því að ég hef alltaf verið mjög svag fyrir persónukjöri og hefur alltaf þótt vænna um hugsjónir en flokka, þá fattaði ég þetta. Já auðvitað: Þetta hefur ekkert með minn Píratisma að gera! Sigga er frábær og yrði besti velferðarráðherra í heimi. Það er sannfæring mín, og þótt ég vilji ríkisstjórn um Píratamál, af hverju ætti það þá að hindra að ég berðist fyrir Siggu í velferðarráðuneytið? Væri pólitík ekki best ef við hugsuðum meira þannig?“ ritar Aðalheiður.

Sigríður Ingibjörg stefnir á að leiða lista Samfylkingarinnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu en hún hefur verið þingmaður flokksins frá árinu 2009.

Færslu Aðalheiðar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×