Innlent

Bryndís býður sig fram í 3.-5. sæti

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bryndís Loftsdóttir.
Bryndís Loftsdóttir.
Bryndís Loftsdóttir gefur kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sem fram fer þann 10. september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá henni.

Bryndís starfar hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda og situr í stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Þá gegnir hún formennsku í stjórn Launasjóðs listamanna og er í stjórn Bókmenntaborgar UNESCO hjá Reykjavíkurborg.

Bryndís gekk í Sjálfstæðisflokkinn árið 2005 og hefur á liðnum árum gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Hún hafnaði í áttunda sæti í síðasta prófkjöri og hefur verið varaþingmaður Suðvesturkjördæmis á yfirstandandi kjörtímabili.

Bryndís lauk fullgildu leikaraprófi frá Academy of Live and Recordet Arts í London árið 1994. Hún er gift Arnbirni Ólafssyni, viðskiptafræðingi, og eiga þau saman þrjú börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×