Innlent

Jón sækist eftir stuðningi í 2. sæti

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Gunnarsson.
Jón Gunnarsson.
Jón Gunnarsson þingmaður sækist eftir stuðningi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi þann 10. september næstkomandi.

Í tilkynningu frá Jóni segir hann að á þeim níu árum sem hann hafi setið á Alþingi hafi hann tekist á við fjölmörg krefjandi verkefni og aflað sér dýrmætrar reynslu og þekkingar á verkefnum þingsins.

„Ég var fyrst kosinn til setu á Alþingi árið 2007, en á yfirstandandi kjörtímabili hef ég verið formaður Atvinnuveganefndar Alþingis en undir þá nefnd falla öll málefni ferðaþjónustu, iðnaðar, landbúnaðar og sjávarútvegs.

Sjálfur bý ég yfir fjölbreyttri reynslu úr atvinnulífinu m.a. eftir að hafa lengst af rekið eigin fyrirtæki, en einnig í félagsmálum eftir að hafa verið í forystusveit björgunarsamtaka okkar í meira en 25 ár, þar af sem formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar í 5 ár. Þessi reynsla hefur reynst mér gott vegarnesti á vettvangi þingsins.

Ég vil hvetja alla sjálfstæðismenn í kjördæminu til þátttöku í prófkjöri flokksins og leggja þannig sitt lóð á vogarskálarnar við að velja öfluga einstaklinga til að fara fyrir framboði flokksins í komandi kosningum,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×